Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 11
Nr. 1 h£IMA ER BEZT 7 Aðalból l Hrafnkelsdal. eigandi hans hafði hlotið fyrir góð skot í skotfélagi sínu, og á þeim stóð m. a. mánaðardagur og árstal, og á hvaða færi hefði verið skotið. Sömuleiðis var nafn eigandans, V. Jörgensen, og hafði hann auðsjáanlega haldið mikið upp á gripinn og látið nikkla lásstykkin og krassann og breyta fram- og aftur-miðinu á honum og gert þau nákvæmari en þá tíðkaðist. Riffillinn var smíðaður sem herriffill og útbú- inn fyrir byssusting. Ég spurði Þórarinn, hvort hann vildi ekki selja mér þenn- an riffil, en hann sagði að hann myndi vera ónýtur, því að bæði Jón og Elías hreindýraskyttur hefðu skotið úr honum og ekki hitt með honum, hvernig sem þeir hefðu farið að, og væri þá nokkuð út í hann varið, fyrst svo væri? Jú, ég sagðist engu síður vilja kaupa riffilinn, ef falur væri. Þórarinn sagðist hafa gefið fyr- ir hann 50 krónur, og vildi ég kaupa hann fyrir það verð, gæti ég fengið hann. Þessu varð ég feginn, og voru kaupin þegar af- gerð í skyndi. En þegar ég skaut úr honum, dró ég upp eftir álna- máli og hitti strax vel með hon- um. En áður hafði verið skotið úr honum eftir metramáli, og mátti þó sjá, að álnamál var á hæðalínunum. Þetta gerði allan mismuninn. Riffilinn kallaði ég Skjöld, og hef ég engan betri fundið.1) Aldrei varð ég þess var, að Þórarinn sæi sig eftir þessu, og var hann þó oft með mér á dýra- veiðum eftir þetta og sá mig gera hvert skotið öðru betra með honum, enda var Þórarinn bezti drengur í hvívetna. Eitt sinn voru nokkrir menn saman, er gert var gott skot með rifffli þessum. Einn mannanna tók hann, strauk hann og kysti og mælti: — Þetta er mikið blessað verkfæri. !) Þórarinn heitinn Ketilsson sagði mér frá þessu eitt sinn, er við hittumst á Akur- eyri. Kvaðst hann hafa orðið algerlega for- viða á því, hve Guðmundur hefði verið fljótur að átta sig á meðferð og kostum riffilsins, sem öðrum góðum skyttum hefðu dulizt áður, þótt reynt hefðu. Taldi hann Guðmund óvenju góða skyttu og leikinn í meðferð skotvopna. — H. V. Ég var eitt sinn staddur inni Geitadals-göngukofa ásamt nokkrum öðrum leitarmönnum. Sáum vió þá 6 hreindýr renna hvert á eftir öðru í lest út Há- ufsina á Múlanum. Þegar heim kom um kvöldið, riðum við Auð- unn Halldórsson á stað með byssur okkar að leita dýranna. Hestana skildum við eftir hjá Rauðabergsánum, leituðum dýr- anna alla nóttina um Múlann og Öxi og innhjá Axará, þar sem kemur úr hrauninu, sem kallað er, þótt þar sé ekki um neitt brunahraun að ræða. Þar fórum við norðuryfir Múlann og sáum um Brattháls og Búðartungur og út Hesteyrarfjall, og þegar við sáum í mynni Klapparárdalsins, sem er lítið dalverpi, er liggur til suðurs á Múlanum innan til, lágu hreindýrin þar öll framan til í dalnum á flatneskju, þar sem ekki var hægt að komast að þeim með byssum. Samt urðum við fegnir að sjá þau, en urðum að bíða þess, að þau stæðu upp. Við vorum bæði þreyttir og ^svangir og það sem verst var, einnig blautir, svo það setti fljótt að okkur. Ég sagði við Auðunn, að ekki dygði nú þetta að láta sig krókna hérna, og yrðum við tafarlaust að fá okkur snúning. Tókum við svo saman og döns- uðum allt hvað af tók, og dans- völlurinn var sæmilegur, renn- slétt melalda. Okkur hitnaði fljótt, og stóðst það á endum, að þegar við fórum að þreytast, stóðu dýrin upp og runnu til næstu öldu fyrir ofan sig. Þetta passaði prýðilega, því að alda þessi lá í boga til okkar, og tók- um við nú sprettinn á bak við hana og urðum að vera komnir þar undir ölduna, sem dýrin stefndu til hennar. Þetta tókst prýðilega. Nú runnu dýrin rétt neðan við ölduna, tveir tarfar fyrstir hlið við hlið, og sá þriðji með haus og háls fram á milli þeirra, en ekki nógu framarlega. Þessi dýr voru framundan mér, hin þrjú voru aftar, og passaði fyrir Auðunn að skjóta á þau, og sagði ég honum að taka eitt- hvert þeirra, því að ég ætlaði mér þau fremstu, og skaut ég svo á þau, og lágu báðir þeir tarfar við skotið. — En hvað er þetta, skauzt þú ekki? sagði ég við Auðunn. — Nei, ég fékk svo mikinn hljóm fyrir eyrun við skotið hjá þér, að ég skaut ekki, og svo datt hvellhettán af hjá mér líka. — Hvað er nú þetta, sagði ég. — Hérna er hvellhetta og skjóttu nú fljótt. Hann greip hana og setti á og skaut, en það var að- eins til að herða á dýrunum í burtu. Við vorum samt ánægðir

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.