Heima er bezt - 01.01.1955, Síða 16

Heima er bezt - 01.01.1955, Síða 16
12 Heima er bezt Nr- 1 Frá liðinni tíð: „Bakkabúðin". Lengst af nítjándu öldinni og fram yfir aldamót var Lefoliisverzlun á Eyrarbakka ein af stcerstu verzlunum landsins. Þangað sóttu bcendur af öllu Suðurlandsundirlendinu, allt austur til Skeiðarársands. Ferðir þessar, einkum Skaftfellinga, voru langar og erfiðar, þar sem yfir óbrúuð stórvötn var að fara. En margt af aldra fólkinu, sem tók þátt í þessum kaupstaðarferðum, á margar skemmtilegar minningar frá þeim. Oft var glatt á hjalla, bœði meðan staðið var cið á „Bakkanum“ og eins á heimleiðinni. Myndin sýnir lestamenn og farangur þeirra hjá búðinni. Finnur á Kjörseyri, fræðimað- ur og rithöfundur, ólst upp í Laugardalshólum til tvítugs ald- urs. í endurminningum sínum lýsir hann eitthvað Vallaréttum fornu og minnist þar á Lýsing. Þar segir svo: „Ef gott var veður á rétta- dagsmorguninn streymdi fólk að úr öllum áttum, konur og karlar, æðri og lægri. Var þá gaman að rsjá gæðingana geysast eftir völl- unum. Sérstaklega man ég eftir leirljósum hesti sem Eyjólfur bóndi Ámason á Efra-Apavatni átti, var þiað annálaður víking- ur. Eitt sinn hafði Eyjólfur ver- ið boðið hátt verð fyrir „Leira“, en hann svarað: „Ég get ekki rsélt ánægjuna“, og sté á bak. Eitt sinn voru þeir komnir samferða af stað úr Vallarétt- um við Reyðarbarm, sr. Jón á Mosfelli og Eyjólfur, en sr. Jón átti þá ágætan gæðing móálótt- ann. Þegar þeir eru komnir til gangs segir :Eýjólfur: „Á ég að sýna yður undir taglið á honum Lýsing sr. Jón“? og tekur þar með sprett, og hinn sá ekki meira af honum fyrr en austur á Apa- vatni. Þetta var þó 2 tíma lesta- ferð. Einu sinni frá messu á Mos- felli, er Eyjólfur að stíga á bak inn í Kirkjugarði. Lýsingur var fljótur til og hleypur í sáluhliðið og fer með grindina á lendinni góðan spöl vestur fyrir tún. Eftir það kölluðu strákar klárinn Lýs- ing með sálargrindina. Niðursetningsdrengur, sem Hjörtur hét, ólst upp hjá Eyjólfi til fermingar aldurs. Þegar hann var farinn að slá þurfti Eyjólf- ur að vekja hann á morgnana, og sagði þá: „Rís upp Hjörtur, votur mosinn, gott að slá“. En alltaf þurfti rekju á Brúnirnar á Apavatni. Þær eru á milli mýra og valllendis. Sr. Jón á Mosfelli vildi ekki ferma Hjört. Þótti hann tæpur í guðfræðinni eins og Geir ívars- son orðaði það um tvo Arnstaða- bræður, sem gerðir voru aftur- reka frá fermingu. En Eyjólfur hafði sagt: „Hjörtur skal vera fermdur“. Ríður hann þá suður að Hraungerði. Þar var þá pró- fastur sr. Sæmundur, og þá hafð- ist þetta. — Hjörtur þessi var Hansson, Þorsteinssonar á Apa- vatni, Bjarnasonar á Helgastöð- um. Hann var annar af tveim fyrstu nemendum í Hvanneyrar- skólanum. Hinn var Björn í Grafarholti. Svo gerðist Hjörtur bóndi á Grjóteyri i Andakíl, og varð myndar- og efnabóndi. Dá- inn nú fyrir fáum árum, 85 ára gamall. Eitt vor vildi Eyjólfur selja kaupmanni nokkrum ull sína, en það gekk ekki saman með þeim. Um haustið vildi sami kaupmað- ur fá keypta sauði hjá honum. Þá segir Eyjólfur: „Nei, mínir sauðir eru allir í ullu“. Eyjólfur hefur víst viljað hafa allt traust og rammbyggilegt.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.