Heima er bezt - 01.01.1955, Qupperneq 17
Nr. 1
Heima er bezt
13
Rí mnaþáttur
(Háttanöf n)
Hérna á Apavatni eru stórar
mýrar og í þeim sæmilegur
torfvöllur, en sagt var að hann
hefði alltaf sótt heytorf á töð-
una upp á Austureyjarmýri, en
þar er fyrsta flokks torfvöllur.
Hann bannaði mönnum sínum
að hafa smátt heyband, heldur
stífasta reipnafyllir. Hann sagð-
ist ekki setja á tóm reipin. Vissi
hvað þessu leið, því að hann hlóð
sjálfur úr.
Móðir hans dó hjá honum
fjörgömul. Þegar þeir voru að
binda kistu hennar á, en þá var
siður að flytja líkkistur þverbak
á hesti eða kviktrjám, segir
Eyjólfur: „Um að gera að láta
ekki gjögta“.
Eitthvað þótti hann argsamur,
einkum við sambýlismenn sína,
sem honum þóttu slóðar og
trassalegir með það, sem hann
átti saman við þá að sælda. Einu
sinni voru þeir að jagast, og sam-
ræðan endaði með því að Eyj.
sagði: „Þú gengur á sem getu hef
ur og hana nú og hafði þetta“.
Traðir láu út úr túninu og átti
hvor bóndi að halda við sínum
veg, en vesturbæjarmenn tröss-
uðust við þetta og lokaði þá
Eyjólfur tröðunum fyrir þeim.
Páll á Hjálmsstöðum var 9 ára
þegar Eyjólfur á Apavatni dó,
og man því eftir honum og sá
hann. Páll segir, að hann hafi
komið að Hjálmsstöðum á Ein-
mánuði, og hafi riðið grárri
hryssu. Þá liefur Lýsingur senni-
lega verið fallinn frá. Það var
komið með ornaða töðu handa
hryssunni, en Eyjólfur hafði
sagt, að ekki ætti að gefa móðum
hesti ornaða töðu, og var þá haft
skipti á tuggunni. Páll segir, að
Eyjólfur hafi verið frekar stór
vexti.
Heimildir að þessum sögnum
um Eyjólf bónda eru í fyrsta lagi
frá Ragnhildi, f. 1853, d. 1930,
Vigfúsdóttur bónda og hreppstj.
á N.-Apavatni. Hún ólst þar upp
hjá föður sínum og var uppkom-
in þegar Eyjólfur dó, og mundi
hann því vel. Ragnhildur var síð-
ari kona föður míns, og stjúpa
mín. f öðru lagi frá Ingunni,
dóttur Eyjólfs, hún ólst upp hjá
föður sínum fram yfir tvítugs-
aldur. Ennfremur frá gömlu fólki
frá þvi að ég var unglingur.
Apavatni í Laugardal, 20. okt. ’54.
Helgi GuðmuncLsson.
Það er gamall siður að gefa
bragarháttum nöfn. Snorri grein
ir mörg háttaheiti í Eddu. Flest
nöfnin hefur hann sjálfur gefið
háttunum, en sum eru eldri, svo
sem fornyrðislag, málaháttur,
ljóðaháttur og fleira. Snorri get-
ur þess ekki hvað af nöfnunum
hann hafi búið til sjálfur, en trú-
að get ég að þau séu flest hans
verk.
Snorri nefnir hætti stundum
eftir einkennum þeirra: alhent,
stúfur, stamhent o.s.frv. Einnig
kennir hann þá oft við þau skáld
er fyrst eða frægast hafa ort þá:
Vörf-Einars hátt, Egils hátt,
Fleins hátt, Braga hátt o. fl.
Stundum nefnir Snorri hættina
eftir sögulegum rökum: græn-
lenski háttur, galdralag ...
Til er háttalykill, eldri en
háttatal Snorra, og er sá kveð-
inn í Orkneyjum. Vera má að
Snorri hafi kunnað fleira slíkt
og fellt inn í fræði sín. Frægur
er háttalykill Lofts Guttorms-
sonar og annað háttatal, sem oft
er eignað Lofti. Þar eru nöfn
hátta einatt á annan veg snúin
en hjá Snorra og engin leið að fá
botn í þá fræði.
Loftur orti háttalykil í byrjun
fimmtándu aldar. Þá voru rímur
nýár í bókmenntum íslands, en
þegar orðnar allmjög vinsælar.
Rímnaháttum fjölgaði hægt. Á
sextándu öld áttu nokkrir hætt-
ir rímna nafn, en fáir þó. Síðan
varð algengt að nefna þá ýmsum
nöfnum. Oftast voru rímnabrag-
ir nefndir eftir einkennum sín-
um: alhent, stafhent, dverghent,
skammhent, langhent...
Fáir rímnahættir draga nöfn
af höfundum sínum. Kolbeins-
lag er eina algenga háttanafnið,
sem þannig er myndað.
Sumir hættir eiga fjölmörg
nöfn, fle^tir ekkert. Stundum
hefur sama nefnið færst yfir á
marga bragi. Nöfnin eru oft út
í hött og varpa engu ljósi á sér-
kenni háttarins: Hálfdýrt merk-
ir að hátturinn sé eitthvað
breyttur, en aldýr er hann kall-
aður ef hann er nokkru meira
rímaður. Séra Helgi Sigurðsson
safnaði ýkjamörgum háttum og
bjó til mikið af bragorðum. í
bragfræði hans er að finna flest
eldri háttanöfn og ýmis orð um
afbrigði hátta. Ef rímnabrag-
fræði á að verða tiltæk fræði-
grein, verður að nota fastara
kerfi en tíðkast hefur. Nauðsyn-
legt er að orð séu til um sérkenni
braga ef um þá er ritað, en flest-
um mun þykja nóg að kunna skil
á algengustu háttum. Hér koma
þeir rímnabragir, sem flestir
þekkja úr almennum kveðskap.
Ferskeytt.
Skýin byrgja skáldi sól,
skyggir tún og engi.
Voldug minning vörn og skjól
veita mun þó lengi.
Hringhenda.
Ljóð við sungum áður oft —
eyddust þungar sorgir,
turnum stungu langt í loft
lífsins ungu borgir.
Oddhenda.
Lang á bak það leiða hrak,
lastnæm staka flýgur;
eykur brak og orðaskak
andans Lakagígur.
Sléttubönd.
Háður tökum furðu fast
fljóðsins nettu handa.
Áður stökum vanur vast
viðjum sléttu banda.
Braghenda.
Ennþá man ég ljósan lokk í
léttum vindi;
Þegar flest allt lék í lyndi
lífið sýndist fullt af yndi.
Við þennan hátt er þess að
gæta að stundum rímar fyrsta
ljóðlína ekki við hinar tvær og
er það allt eins títt.
Stafhenda.
Þér skal færa þessi ljóð;
þú ert fjarska væn og góð.
Fyrir kvæðin fagurgerð
fæ ég launin mikilsverð.