Heima er bezt - 01.01.1955, Síða 19
Nr. 1
Heima er bezt
15
Taktu maður, vara d þér
Kona ein í Kanada sendi mér
nýlega sögu þá, sem hér fer á
eldri getum við kallað Miriam, en
Luise þá yngri. Það eru ekki
þeirra réttu nöfn, en að lestri
sögunnar loknum mun öllum
ljóst, hvers vegna þeim er haldið
leyndum.
Siðustu árin, sem faðir þeirra
lifði, var hann ekkjumaður, en
þær sáu um heimilið fyrir hann.
Þegar hann dó, var Luise aðeins
sextán ára gömul, en Miriam
nokkrum árum eldri. Það var ár-
ið 1912. Eigur hans féllu þá ó-
skertar til þeirra systranna, og
þó að arfurinn væri ekki mikill,
var þeim þó nokkur styrkur að
honum.
Kvöld eitt, skömmu eftir að
faðir þeirra var jarðaður, sátu
þær og ræddu um framtíðina.
„Það, sem ég óska mér helzt,
er að ferðast. ... Ég vildi óska,
að við gætum farið í ferðalag og
séð einhverja af þessum fögru
stöðum, sem við höfum lesið
um“, sagði Luise og dró djúpt
andann af hrifningu við tilhugs-
unina.
„Við höfum ekki ráð á því“,
svaraði Miriam.
Næsta vor tóku systurnar sig
upp og fluttu burt úr átthögun-
um. Þær settust að í smábæ í
Austur-Kanada og settu þar á
stofn litla sveitaverzlun. Þetta
heppnaðist vel, enda skorti þær
hvorki dugnað né kappsemi. Þar
að auki voru þær bæði fríðar og
gervilegar stúlkur, og fólkið lað-
aðist að þeim. Að fáum árum
liðnum var litla sölubúðin, sem
þær byrjuðu með, orðin að fjöl-
sóttasta verzlunarhúsi, sem þá
var til í þessum ómilda lands-
hluta.
Dag einn var langferðavagni,
merktum Flórida, ekið að búðar-
dyrum systranna. Nokkrir ungir
og myndarlegir menn stigu út
úr honum og fóru inn í verzlun-
ina. Þar keyptu þeir sér dálítinn
forða af niðursoðnum matvæl-
um og óku síðan burt. Þegar þeir
voru farnir, sagði Luise við syst-
ur sína:
„Hvað heldur þú, að mér hafi
allt í einu dottið í hug? Við ætt-
um að loka búðinni svo sem mán-
aðartíma í vetur og fara suður
á Flórida. ... Hugsaðu þér allt
sólskinið þar og pálmana, hvítu
gistihúsin og hótelin full af
skemmtiferðafólki — og heið-
blátt Atlanzhafið!"
„Við mundum missa alla okk-
ar viðskiptavini, ef við gerðum
það“, svaraði Miriam.
Svo leið og beið. Tíu árum síðar
hafði systrunum græðst miklu
meira fé en hugsanlegt var, að
þær hefðu nokkurn tíma þörf
fyrir eða kæmust yfir að eyða.
„Til hvers erum við annars að'
hrúga saman öllum þessum pen-
ingum?“ varð Luise eitt sinn að
orði“. Hvers vegna seljum við
ekki verzlunina og förum svo til
Kaliforníu — eða ættum við
heldur að fara til Mexíkó? ... Þá
ættum við þó skemmtilega daga
í vændum. Við mundum kynnast
fjöldamörgu og allskonar fólki,
og hver veit nema við tækjum
allt í einu upp á því að gifta
okkur!“
„Við getum aldrei selt verzlun-
ina fyrir sannvirði", svaraði
Miriam.
En svo fór nú samt, að ári síð-
ar áttu þær systurnar kost á að
fá kaupanda að verzluninni.
Hann bauð sæmilegt verð fyrir
hana, en kaupin strönduðu á því,
að Miriam vildi fá miklu meira
en hann gat fallizt á, og hún var
ófáanleg til að slá af kröfu sinni.
Hann setti þá á stofn nýja verzl-
un í grendinni, og næstu fimm
ár urðu systurnar að hafa sig
allar við til að standast sam-
keppnina við hann, en að þessum
fimm árum liðnum neyddist
hann til að hætta verzlun sinni.
— Þetta var 1938, og eftir að
stríðið brauzt út, gafst þeim
systrunum enn þá einu sinni
tækifæri til að auka við verzlun
sína.
Svo var það litlu síðar eða um
það bil tveimur árum áður en
þetta var upphaflega ritað — þá
var Luise orðin hálffimmtug að
aldri — að hún lagði kvöld eitt
af stað heim á leið ein síns liðs
að loknu dagsverki í verzluninni.
Þetta var í janúar og það var
orðið dimmt úti. Hún ætlaði að
stytta sér leið með því að fara
beint af augum yfir óslétta móa,
en datt svo illa, að hún skadd-
aðist um mjaðmirnar og gat enga
björg sér veitt. Hún kallaði á
hjálp, en staðurinn var afsíðis,
og enginn heyrði neyðaróp henn-
ar. Það var ekki fyrr en með
morgninum, að einn nágrann-
anna fann hana þarna, en þá
hafði hún ofkælzt, og þremur
dögum síðar andaðist hún úr
lungnabólgu.
Miriam steig aldrei fæti í
verzlunina eftir lát systur sinn-
ar. Hún gerði jarðarför hennar
svo viðhafnarmikla, að annað
eins hafi aldrei sézt á þessum
slóðum. Luise var lögð til hinztu
hvíldar í eirkistu, og á gröf henn-
ar var settur mjög vandaður leg-
steinn úr dýrum marmara.
En nokkrum mánuðum síðar
barst viðkomandi yfirvöldum
kynleg umsókn frá Miriam. Hún
fór þess á leit að fá leyfi til að
flytja kistu Luise til Kaliforniu,
og var henni veitt það. Þá leigði
hún flugvél til að annast flutn-
inginn og fór sjálf með til að
gæta þess, að allt yrði fram-
kvæmt eins og samið var um og
til var ætlazt.
Fáeinum mánuðum síðar fékk
hún aftur leyfi til að flytja kist-
una á nýjan stað. Að þessu sinni
voru jarðneskar leifar Luise lagð-
ar til hvíldar í mexikanskri mold.
Það síðasta, sem heimildamað-
ur minn hafði frétt um gömlu
konuna, var á þá leið, að hún
væri enn einu sinni komin af
stað með eirkistuna. Að þessu
sinni var ferðinni heitið til Hav-
anna.
Og þar með er sagan öll. Ég
hefi engu við að bæta nema því,
að hin viðförula líkkista hefur
nú sennilega enn þá einu sinni
verið lögð í nýja gröf um stund-
arsakir einhvers staðar á hnett-
inum. Og á einum eða öðrum
hótelsvölum þar í grenndinni
situr rík, en einmana, gömul
kona og veltir því fyrir sér, hvert
litlu systur hennar kynni að
langa til að fara næst.
Sigurður Helgason
þýddi.