Heima er bezt - 01.01.1955, Side 20
16
Heima er bezt
Nr. 1
Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði:
Sumargleði og vetrarþankar
Þegar hinn norðlenzki vetur
leggst að dal og breiðbyggð með
fjúki sínu, frosti og blástri nöpr-
um — Sól, móðir lífs og gleði,
virðist tímanaum til ljóss og yl-
gjafa okkur norðurhjarans börn-
um, svo að myrkur skammdegis-
ins leggst að okkur og um okk-
ur, þá bjargar furðanlega vel
gömlum sem ungum frá þungum
skammdegisþönkum að bregða
upp myndum minninga og at-
hafna frá björtu vori, blikandi
sumri og haustsins mildu dögum
— upplifa í húsum inni eða við
utanbæjar stympingar, við krapa
og hríðargjóst — upplifa í hug-
ans heimi það, sem sumarið okk-
ur að höndum færði, gott og
minnilegt —- nú, og ekkert sakar
þótt eitthvað af erfiðleikagrett-
um skjóti upp kolli í og með. Því
í þeirra kjölfar sigla oft minn-
ingar dugandis átaka og sigur-
gleði.
Nú lít ég um öxl til horfins
sumars og haustdaga, það er
ýmislegt, sem fyrir sjónir ber,
sumt hlýtt, vermandi og elsku-
legt, annað dálítið leitt, ,en eig-
inlega allt gott og blessað. Tjáir
nú penni minn hér frá nokkru.
Það er skínandi bjartur en dá-
lítið svalur síðsumardagur. Ég
stend við heimreiðarhlið Geita-
skarðs, búinn til farar — jarðar-
farar. Bíll hirðir mig upp og
rennir fram Langadal, fram til
miðs Svartárdals. Ég er að
fylgja horfnum kunningja mín-
um, bændaöldungnum fjölgefna,
gáfumanninum og fræðaþulnum
Jónasi Illugasyni frá Brattahlíð,
síðasta spölinn að grafarbrún.
Mér er furðu glatt í sinni. Skrít-
inn þankablær það, að bera glaða
hyggju í miðri líkfylgd, vinar og
mæts manns. Svo mun mörgum
finnast, er þessa frásögn líta, það
er víst nær eðlilegt að sumir telji
til undarlegheita þessa skaplýs-
ingu mína, því gömul hefð hefur
helgað þá venjú til þessa dags,
að allir, er að greftran ganga lát-
innar manneskju, beri að öllum
ytri háttum grafar og dapurleik-
Þorbjörn Björnsson
á yngri árum.
ans svip. Hitt mun þó nær sanni,
að gleðjast megi þá árahátt, elli-
kramið, sárþj áð gamalmenni
losnar af jarðlífsins þrautaklafa.
Maður eða kona„ sem skilað hafa
þörfum dagsverkum og góðum
fyrirmyndum, til eftirbreytni lif-
andi fólki.
Likfylgd stöðvast við túnhlið
Brattahlíðar, þar sem hinn látni
hefur eytt flestum starfsdögum
ævi sinnar. Það eru hans handa-
verk, þessi velhlaðni grjótgarð-
ur, þetta slétta tún.
Hér eru Svartdælingar — Hlið-
hreppingar fjölmennir, konur og
menn frá flestum býlum dalsins.
Roskinn bóndi, gamall nágranni
hins látna, stígur fram úr fylk-
ingu þessa skarpdrátta, veður-
bitna fólks og flytur fallega, vel
orðskipulagða kveðju frá sér og
sveitungum. Hann talar blaða-
laust og fipast hvergi. Karla-
kór Bólhreppinga syngur fög-
ur sálmavers. Brattahlíðarfjöll
bergmála ljúfa hljóma. „í berg-
málsins öldu við björgin há, sem
brotna við þagnandi hlíðar“,
segir stórskáldið Einar Ben. ein-
hversstaðar.
Áfram er haldið til Bergstaða,
það er síðasti áfanginn, bar bíð-
ur opin gröf í kirkjugarði. Tveir
prestar flytja ræður í kirkju við
kistugafl. Læknir héraðsins talar
af grafarbrún. Prestur með litla
reku í hendi gengur til og kast-
ar þrem lúkum moldar á kistu-
lok. Mér eru gamalkunnar þær
þrjár setningar, er klerkar hafa
þulið við þennan verknað, nú brá
mér undarlega við, þvi hér var
önnur og ólík orðskipan á ferð,
en ég hafði áður vanizt við slíka
athöfn; þetta var allt annað orð-
bragð. Hér hafði kirkjan og
klerkar lagað í hendi sér eftir
tímans og fólksins skilningi. En
sannindi hinna gömlu áður við-
höfðu setninga eru hverjum ljós
— þau, að af mold séum við
komin og að mold munum við
aftur verða; hinu festi ég ekki
trúnað á, upprisu eða fötaferð
fúnaðra í mold.
Til íslenzkra sveita er ennþá
uppi haldið þeim forna, ramm-
íslenzka sið að drekka erfi lát-
ins heiðursfólks.
Nú var setzt að veizluborðum;
fannst mér um leikni og kúnst
þeirra sveitakvennanna að búa
svo fagurt og kostulega veizlu-
borðin, sem raun gaf hér vitni
um. — Þessar konur, sem höfðu
þó ærna önn langra vinnudaga
í heimahúsum. En góðhugur, geta
og verkleg afköst sveitakvenn-
anna eru óútreiknanlegir hlutir.
Þegar ég nú hvarf frá borð-
um, fór ég um að litast, hingað í
þessa dalbyggð hafði ég ekki fæti
stigið í 40 ár. Nú var mér sjón
sögu ríkari. Það var augljóst, að
hér hafði umbrotaelfi nútímans
tækni og framfara frjóvgað og
fágað næstum hvert býli um
endilangan dal. Þar sem áður
kúrðu lágreist hreysi í litlum
þúfutúnum, vöfðu sig nú víð-
lendar nýræktarflatir upp að vel
hýstum býlum. Þetta framdala-
fólk stendur ekki að baki þeim,
er búa við breiðgötu alfaraleiðar.
Hér mæti ég nú rosknum
bónda úr framdal, þeim, er ég
hafði síðastan séð í kaupstaðar-