Heima er bezt - 01.01.1955, Síða 24
.20
Heima er bezt
Nr. 1
Úr ræðum séra Pdls Sigurðssonar
Ég held að það hafi verið 23.
febr. 1954, sem kunningi minn
bauð mér að láni mjög fágæta
bók og merkilega, en það var
Húslestrarbók séra Páls Sigurðs-
sonar.
Séra Páll hefur verið mikill
andans maður og langt á undan
sinni samtíð.
Ræður hans bera þess merki,
að hann hafi verið sannmennt-
aður maður.
Hann túlkar kristindóminn
umbúðalausan, nákvæmlega í
anda Krists.
Hann einangrar kenningar
kristindómsins aldrei frá lífinu
sjálfu, eins og of mörgum prest-
um hefur hætt við bæði fyrr og
síðar. Og Biblíuna túlkar hann
ekki eftir bókstafnum, heldur
andanum.
Bók þessi er og verður dýrmæt-
ur gimsteinn í íslenzkum bók-
menntum og á borð við það
bezta, sem þar er ritað. Á síðum
hennar er lifandi orð frá upp-
hafi til enda.
Mér datt því í hug, að sumum
lesendum Heima er bezt þætti
fengur í að kynnast þessum
andans manni, og tek ég því hér
upp smákafla úr ræðum hans.
Fyrsta sunnudag i aðventu.
(Um kirkjuna).
.... „Annar galli við kirkjulíf-
ið er sá, að allur andi er stirðn-
aður við form og siðvenjur, sem
guðsþjónustan er reirð niður við.
Ég á við það, að hinar kirkjulegu
athafnir eru svo einskorðaðar,
að þær verka svæfandi fremur
en vekjandi, svo að ef vikið væri
frá fastbundnu formi, þá mundi
það valda hneyksli í söfnuðin-
um. Það er um þessar ytri venj-
ur, er standa í sambandi við trú-
arbrögðin, að mönnum því mið-
ur hættir við að skoða þær sem
part af trúarbrögðunum sjálfum,
þótt þær auðvitað séu manna-
setningar einar, og stundum, ef
til vill, bláber hégómi. Þannig
missa menn andann, sem lífgar,
en halda bókstafnum, sem deyð-
ir, eins og farísearnir, sem gættu
kostgæfilega hins ytra í lögmál-
inu, en vanræktu svo réttvísi,
miskunnsemi og trú.“
Þriðja sunnudag í aðventu.
(Innblástur ritningarinnar af
guði).
Við barnið segir hann: „Þú
skalt nota skynsemi þína og
samvizku sem bezt má verða og
alls ekki gjöra þér í grun, að bók-
in sé ætluð til að drottna með
ofurvaldi yfir sál þinni og sam-
vizku. — — — Sál sjálfs þín,
skaltu vita, er meira verð, held-
ur en bók þessi; því ekki er sálin
sköpuð vegna ritningarinnar,
heldur er ritningin til orðin
vegna mannlegrar sálar.“ — —
Nýárið.
(Til komi þitt ríki).
Þetta segir hann um frelsið —
-----: „Frelsi í sönnum skilningi
hlýtur að eiga rót sína í sann-
leiksþekkingu. Eða skilurðu ekki
það til dæmis, að því fleira, sem
þú veizt, og því fleira, sem þú
kannt, því færari ertu til allra
úrræða; því betur ertu fallinn til
starfa; með öðrum orðum: Þú ert
frjálsari. Þú ert síður undirorp-
inn afvegum og afglöpum og
tjóni; þú ert óháðari öðrum
mönnum og getur í öllum grein-
um betur neytt sjálfs þín. Öll
aukning á þekkingu hlýtur að
hafa í för með sér aukning á
frelsi. Enn sem komið er erum
vér í sannleika lítt frjálsir; vér
erum mestmegnis þrælar og am-
báttir, bundnir frá morgni til
kvölds við ógeðslega vinnu, því
ógeðslega verð ég að kalla þá
vinnu, sem oft misheppnast og
seður tæplega verkamanninn; og
ef lífið á að geta haldizt, þá höf-
um vér að tiltölu bæði lítinn tíma
og þaðanaf minna fé aflögum, til
að mennta sjálfa oss og börn vor.
Er þetta frelsi?----------Því af
hverju eru menn ranglátir og
syndugir? Af þekkingarleysi og
af kúgun. Af þessum tveimur
höfuðorsökum fá þeir ekki neytt
sinna góðu krafta og þekkja þá
jafnvel ekki. Þá vantar að ná
hærra stigi sannleiks og frelsis,
til þess að verða að nýjum og
betri mönnum."
Fyrsta sunnudag eftir þrettánda.
---------„Þeir menn eru til,
sem aldrei eldast; það eru þeir,
sem alltaf geta lært, alltaf geta
skilið teikn tímans og fylgt tím-
anum. Mín setning er sú: Svo
lengi sem menn geta lært, þá eru
þeir ekki búnir að lifa.“
Og á öðrum stað í sömu ræðu
segir hann:
—------„Ég hef séð tvítugt, þrí-
tug gamalmenni; en svoleiðis
kalla ég ungt fólk, sem þykist
fullnema í öllu, þar sem sálin er
ekki aðgengileg framar fyrir til-
sögn eða fræðslu. Þessir ungu
menn, segi ég, eru búnir að lifa;
því ég held fast við þá setning:
„Sá, sem er búinn að læra, hann
er búinn að lifa.“-----
Annan sunnudag eftir þrettánda.
Þetta segir hann um gleðina:
-----— „Gleðin vermir mann-
inn allan og glæðir allt það, sem
hann hefur gott til að bera.---
Já, gleðin margfaldar alla vora
mannkosti.------Ættum við kost
á að lifa glaðara lífi en nú er, þá
mundi félagsandinn hefjast,
manndyggðum fjölga og fram-
kvæmdarafl aukast.-------“
Fimmta sunnud. eftir þrettánda.
-------„Hver aðferð hefur þá
venjulega verið höfð til að þýða
heilaga ritningu? Sú, að þýða
hana of mjög eftir bókstafnum,
en of lítt eftir andanum. „En
bókstafurinn deyðir,“ eins og
skrifað stendur. Já, bókstafurinn
er það sem deyðir kirkjuna, að
því leyti, sem hún verður deydd.
-----Bókstafurinn slær menn
með blindni, veldur því, að þeir
misskilja kristindóminn og lífið,
sökkva niður í fáfræði og eymd
og lifa líkir skynlausum skepn-
um.“
Fyrsta sunnudag i nluviknaföstu.
(Um köllunina).
„Hver er þá eiginlega sá óald-
arher, sem forsjónin ætlar oss að
veita viðnám: Eldur og ís, harð-
indi og einokun, mannfæð, ör-
birgð og ófrelsi, fáfræði, deyfð,
ósamheldni og úrræðaleysi.-----
Þetta er það, sem vér höfum helzt
fengið í arf frá fortíðinni; þess-
ar eru þær vofur úr gröfum feðr-
anna, sem daglega ganga í ber-
högg, en sem vér erum kallaðir
til að yfirstíga.“