Heima er bezt - 01.01.1955, Page 27

Heima er bezt - 01.01.1955, Page 27
Nr. 1 Heima er bezt 23 Nokkrar smáleiðréttingar og athugasemdir Jóhann Bjarnason, frændi minn og vinur að fornu og nýju, á greinarstúf í júlíhefti „Heima er bezt“, er hann kennir við „nafnlausan dal“. Vel er það rit- að og skemmtilega og mun eng- um leiðast lesturinn sá. Hins veg- ar verður mér, sem nákunnum heimalandi mínu, örnefnum þess og örnefnasögum, ekki allt ör- ugglega rétt í frásögninni, miðað við sagnir þær, er ég veit rétt- astar innan landamerkja Ljár- skóga. Væri mér því kærkomið að mega hér leggja örfá orð í belg. 1. Gaflfellshvolf hef ég aldrei heyrt nefnt fyrri, og sem ör- nefni mun það ekki til. Heiðin þar inni á Ljárskógarfjalli heitir Gaflfellsheiði. 2. Gaflfell og Rjúpnafell eru á vatnaskilum Hvammsfjarðar og Bitrufjarðar, ekki Hrútafjarðar, — Hjarðarfell e. t. v. yzt að vatnaskilum Hrútafjarðar, eða þar sem mætist Hrútafjörður og Húnaflói, en Lambafell er langt fjarri sýslumörkum Dala- og Strandasýslu, svo sem sjá má á kortum herforingjaráðsins. 3. Hvanná á upptök þar sem mætast Þröskuldakvísl og Vatna- dalskvísl, ofarlega í Þröskulda- hvolfi, (ekki Gaflfellshvolfi). Nokkuru neðar fellur í hana Fjórðungskvísl, en á mótum Hvannár og Stikukvíslar skiptir hún um nafn og heitir þá Fá- skrúð., 4. Selhœðir, syðri og nyrðri, liggja fast að Neðsta-seli, ör- skammt frá Þverá, þar sem hún fellur í Fáskrúð, og liggja til tveggja átta frá selinu. Hins- vegar heita hæðir þær, ,er við taka fram af Miðseli, (Ljár- skógaseli) Selaxlir, ekki Selhæð- ir, og Hæðarkollur, er Jóhann nefnir, heitir réttu nafni Axlar- kollur. 5. Smalarnir vógust Ijáum. í sambandi við bardaga smalanna á Orustuhryggjum hef ég ekki fyrri heyrt nefnda ljái. Faðir minn, er Jóhann tilgreinir sem heimildarmann að sumu í frá- sögnum þessum, Jón bóndi í Ljárskógum, kunni vafalaust réttastar allar sagnir af þessum slóðum, enda þar um sérstöðu að ræða, er ekki er víða fyrir hendi. Oft ræddi hann þessar sagnir við okkur bræðurna, ekki sízt á ótal ferðum okkar þar um Gaflfells- heiði,, bæði í vor- og haustleit- um, og þó einkum í grenjaleitum að vorlagi, en þá var næðið bezt til ýmissa hugleiðinga. Um vopn smalanna hafði faðir minn heyrt nefnda smáhnífa eða söx lítil. Að smalarnir hafi verið vopnaðir ljáum við sauðagæzlu, fjarri öllum heyskaparslóðum, er svo barnaleg tilgáta, að undrum veldur, og skil ég ekki, hvernig sú vitleysa hefur orðið. til. 6. Heiðarkolla. Misminni hlýt- ur það að vera hjá Jóhanni, að bera föður minn fyrir því, að sel hafi fyrst verið byggt að Fremsta-seli á 13. eða 14. öld. Vera má, að einhverjir aðrir hafi talið svo vera, en áreiðanlega ekki hann. — Engin saga var okkur jafn hugstæð og sagan um Heiðarkollu, og oft bar hún á góma. Og hvort sem faðir minn hefur mælt þar af rökum eða ekki, var hann sannfærður um það, að Heiðarkolla myndi verið hafa uppi rétt fyrir kristnitöku,, eða a. m. k. meðan kristni var mjög ung. Dró hann það af því, að Heiðarkolla var dysjuð þar frammi á heiði, en ekki flutt til kirkju, ekki sízt þar sem kirkja var í Ljárskógum hin fyrstu ár kristninnar. Taldi hann ekki sennilegt, að þann veg væri laun- uð löng og dygg þjónusta, að urða gömlu konuna sem illvirkja frammi á fjöllum, og vildi ætla hinum gömlu Ljárskógabændum annan metnað en þann. Ekki kunni hann heldur nema tvær sagnir um atvik að dauða henn- ar, og nefnir Jóhann þær báðar, en það er um heimkomu smalans og rekaviðardrögurnar, og aldrei hef ég annað heyrt, fyrr en hjá Jóhanni. Fljótið, er Heiðarkolla drukkn- aði í, heitir Sandfcm/cufljót, ekki Sanduífcwrfljót, og dregur nafn af aurbleytu eða sandkvikum, er þar eru í ánni, og varasamar ferðamönnum. Kolluklöpp mun ekki vera til hjá þessu fljóti, en sennilegt er, að flúðir þær eða klappir, er lík gömlu konunnar bar upp á, þar sem hún er dysj- uð, heiti þessu nafni. Sá siður, að kasta steinum að kumli Heið- arkollu hélzt lengur en svo, að vitna þurfi til minnis aldraðra manna um löngu horfinn tíma og enn var hann við lýði árið 1915, er ég fór fyrsta sinni í göngur. Átti ég þá, sem nýfari um þessar slóðir, að helga mér leið með þessum hætti, eins og aðrir strákar, er fóru hér fyrsta sinni. Mér er þetta minnisstætt vegna þess, að ég gerði uppreisn gegn þessu, og týndi í þess stað nokkra steina úr kumlinu, í stað þeirra, er hafði þá verið grýtt, áður en röðin kom að mér. Eftir það vissi ég ekki til þess, að kast- að væri grjóti að gömlu konunni. Að lokum má þess geta, að Fremsta-sel, eða rústir þess, standa austan við Lambafell, neðst í jaðri þess, í litlu brekku- varpi, og mjög nærri Fáskrúð, en ekki á Hvanneyrunum. Ég hef nú týnt til hin helztu atriði, er ég tel að nauðsyn væri að leiðrétta. Veit ég, að Jóhann mun ekki amast við því, að hafa það heldur, er sannara reynist, í þessu sem öðru, og ekki virða framanritað sem áreitni frá minni hlið. — Að lokum nokkur orð um hinn „nafnlausa dal“, og viðhorf mitt sem leikmanns til nafnleysis hans, er mér virðist einfalt og óbrotið — og ekkert undrunarefni. Meginþorri þeirra örnefna, sem nú eru til, og bundin eru heilum landssvæðum, t. d. hin- um helztu dölum, munu hafa fengið nöfn sín strax á land- náms- og söguöld. Er enn hægt að rekja heiti þeirra í tuga- og hundraðatali í flestum héruðum landsins, þar sem flest er heilt frá fyrstu gerð. Dalir í Breiða- fjarðardölum eru ærið margir. Og flestir eru skýrt markaðir, djúpir, með bröttum hlíðum, en grónar grundir í dalbotnum, þar sem árnar liðast í mjúkum bugð- um til sævar, en bylgjandi græn- gresi til beggja hliða. Flestir, eða allir þessara skýrt mörkuðu dala, hafa vafalaust fengið sín heiti þegar í upphafi byggðar- innar, og eru mörg geymd í sög- um þeirra tíma. Bæði vestur- og suðurhluti sýslunnar saman- standa af dölum og aftur dölum. En milli þessara tveggja dala-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.