Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.01.1955, Blaðsíða 28
24 Heima er bezt Nr. 1 belta liggur allstórt landssvæði, gjörólíkt að yfirsýn. Þar er engin brött hlíð, engin fjöll, og lítið um grösugar grundir meðfram ám. Lágir ásar og hæðir skiptast á við flóa og mýrasund. Hver var svo yfirsýn um þessar slóðir í upphafi byggðar? — Enn lifir talsverður birkigróður — að vísu lágur og kræklóttur — á tals- verðu svæði beggja megin Fá- skrúðar, þrátt fyrir 1000 ára notkun til brennslu og bygginga. Heiti jarðanna á þessum stöðum eru bundin skógum. Sagan geymir greinilegar lýsingar á miklum skógum, einnig um þessar slóðir. Hvernig var þá um- horfs í þessum nafnlausa dal í hinni fyrstu byggð? Um það get- ur enginn verið 'í vafa„ — þar var skógur, mikill skógur og þétt- vaxinn, og þeim mun meiri en annars staðar í Dölum, að hann þakti hverja hæð, hverja lægð, að slepptum nokkrum fúakeld- um. Áin, sem féll fram á milli þessara skógivöxnu ása, lá víð- asthvar í mjög djúpum farvegi, með háa kletta og brattar skrið- ur til beggja handa, þar sem björkin átti griðland fram á tæp- ustu nöf. Um hrjóstrugt lands- lag á þessum slóðum getur því tæpast hafa verið um að ræða, enda móar og þurrlendi í yfir- gnæfandi meirihluta, þrátt fyrir uppblástur og eyðingu, er jafnan fylgir eyðslu skógarins. Að öllu þessu athuguðu verður því ljóst, að á örnefnatímabili lands og þjóðar, er meginþorri örnefna skópust, minnir þessi landshluti mjög lítið á dal, í þessu dalanna byggðarlagi. Ég held því, að hann hafi aldrei borið nafnið Fáskrúð- ur, — og sízt af öllu það heiti ef um nafn hefði verið að ræða, (nær hefði verið að benda á nafnið Skrúður), — ég held ekki að Auður Djúpúðga eða Dala- kollur hafi burðast með neina af- skiptaleysisskyldu í sambandi við þetta — og allra sízt finnst mér trúlegt, að nafnið hafi glatazzt, hafi það einhverntíma verið til. Hin einfalda lausn þessa nafn- leysis verður sennilegust þann veg, að þetta landssvæði hefur ekki blasað við augum frum- byggjanna sem dalur og fær því ekkert nafn sem slíkur. Þótt síðari aldir hafi ekki bætt hér um, er það ekki undrunarefni, þar sem meginþorri þeirra ör- nefna, er þá kunna að hafa skapazt, hafa i byggðinni verið að mestu tengd mjög afmörkuð- um stöðum og atburðum, en ekki stærri landssvæðum. Mig hefur því ekki „undrað hvað valda muni“, og engan hef ég heyrt þar um ræða, fyrr en nú. Ég held meira að segja, að nú, þegar land er allt nakið, og feluleikur bjark- arinnar hvað landssýn snertir er fjarlægður, að fáum myndi það verða, án bendingar, að veita at- hygli dalnum, enda þótt ekki verði fyrir það þrætt, að hér sé slíkt fyrir hendi, þótt ólíkt sé hinum djúpu dölum til beggja handa. Hitt er svo annað mál, að margir eru dalirnir að heiti, þótt lítt beri þeir nafn að réttu, og er skammt að fara til Búðardals við Hvammsfjörð, sem aðeins er smávik,, er gengur inn í sjávar- bakka, og engum myndi hug- kvæmast að nefna dal, væri ekki þetta heiti fyrir hendi. Að öðrum þræði mætti og skjóta því hér inn, að í síðustu árbók Ferðafél. íslands er getið um tvo nafn- lausa dali. Hver skýring kann að verða fundin þar, er mér ekki kunnugt, og má vera að hennar sé lengra að leita, en ég tel að hér muni vera fyrir hendi. En hvað sem þessum gátum fortíð- arinnar líður, fellur Fáskrúð enn fram í sínum djúpa og grýtta farvegi. Beggja megin hennar lifa örnefnin á hverju strái, mörg rík af gátum og spurnum, og flest táknræn að einhverju leyti. Þar er stutt milli áfanga, og í rauninni hvergi eyða svo telj- andi sé, um allan hinn — nafn- lausa dal. Hallgrímur frá Ljárskógum. Og presturinn prétikaöi Prestur nokkur hafði skrifað vandlega sunnudagsprédikunina, sem hann átti að halda, en þeg- ar hann kom til kirkjunnar upp- götvaði hann, að hann hafði gleymt handritinu heima hjá sér. „Þar sem ég gleymdi ræð- unni“, sagði hann, „verð ég nú að reiða mig á leiðsögn drottins. En ég lofa yður því, kæru bræð- ur og systur, að ég skal mæta betur undirbúinn á sunnudaginn kemur“. Alexander Kielland var einn hinna fremstu skáld- sagnahöfunda á Norðurlöndum á öldinni sem leið. Hann var glettinn og ekki ætíð góðgjarn í glettni sinni. Hann var mjög gef- inn fyrir góðan mat og vín og drakk whiský á hverju kvöldi. Björnstjerne Björnson var ekki eins hrifinn af því, en kvöld eitt hafði Kielland ákveðið, að Björnson skyldi fá sér neðan í því líka. Kielland blandaði tvo stórkostlega whiskysjússa, en Björnson horfði á hann með miklum undrunarsvip. Þegar Kielland var búinn að blanda drykkinn, skellti hann glasinu á borðið fyrir framan Björnson og sagði: „Drekktu þetta,, Björnstjerne, svo að þú verðir eins stór rithöf- undur og Ibsen.“ Björnson hrökk við rétt sem snöggvast, svo fór hann afT skellihlæja ásamt þeim, er við- staddir voru. Kielland hafði andúð á Sví- þjóð og öllu sænsku. Var það af þjóðernisástæðum. Hann vildi aldrei stíga fæti sínum á sænska grund og ferðaðist því ætíð með skipum, þegar hann fór til eða frá Kristjaníu (Osló). En örlög- in gerðust svo glettin, að Óskar H, konungur Svía og Norðmanna, kom einmitt í heimsókn í Staf- angri meðan Kielland var þar borgarstjóri. Sem embættismað- ur var hann neyddur til að taka á fóti konunginum og sýna hon- um fulla kurteisi. Kielland skemmti sér oft síðar, er hann sagði frá heimsókn konungs. Hann hafði haft staf sinn, stóran og sterklegan og með silf- urhandfangi, með, þegar hann tók á móti konungi. Konungi varð starsýnt á stafinn og dag nokkurn sagði hann: „Þarna áttu fallegan staf. Þú hefur sennilega fengið hann úr búi afa þíns?“ „Nei, yðar hátign,“ svaraði Kielland, „langafi minn átti þennan staf,“ og svo bætti Kiel- land við, er hann sagði frá þessu: „því, sjáðu til* sjálfur átti hann engan langafa!"

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.