Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 4
Dr. RicharcL Beck á skrifstofu sinni í ríkisháskólanum i Norður-Dakota; myndin er tekin i marz 1957.
DR. RICHARD BECK, PRÓFESSOR
Islendingum hefur löngum verið útþrá í blóð bor-
in. Þegar í fornöld var enginn sá maður með
mönnum, sem ekki hleypti heimdraganum, fór
utan og lagðist í víkingu. Frásagnirnar um unnin
afrek á framandi slóðum eru margar, og hætt er við
að ærið mikið mundi vanta í íslendinga sögur, ef ekk-
ert væri þar sagt frá íslendingum erlendis. En ald-
irnar hafa liðið, og alltaf hafa margir Islendingar svalað
útþrá sinni og afrekalöngun meðal framandi þjóða.
Flestir þeirra hafa horfið aftur heim yfir hafið, en á
öllum tímum hafa þó verið nokkrir, sem fundið hafa
starfssvið erlendis og ílenzt þar. Eftir þeim mönn-
um hefir löngum verið séð, og því meir, sem þeir hafa
verið efnismeiri og vænlegri til forystu. En ein hefir
löngum verið bót í því máli. Þessir menn hafa gerzt
útverðir íslands meðal framandi þjóða. Þeir hafa ekki
einungis aukið hróður ættlands síns með störfum sín-
um og góðu fordæmi, heldur einnig unnið ótrauð-
lega að því að kynna menningu þess úti í hinum stóra
heimi og vinna því það gagn, er þeir máttu.
Elópur þessara manna er þegar orðinn býsna stór,
og langflestir þeirra, sem víðast hafa borið hróður
íslands, eru úr hópi menntamanna. Fyrr á tímum
mátti svo heita, að þeir sætu eingöngu í Kaupmanna-
höfn, síðar leituðu þeir til Bretlands, og á þessari öld
hafa nokkrir lagt leiðir sínar til Vesturheims.
196 Heima er bezt