Heima er bezt - 01.06.1957, Page 5
Einn þeirra manna, sem mest hafa unnið að kynn-
ingu á íslandi og íslenzkri menningu í Vesturheimi, er
dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskóla Norður-
Dakota í Grand Forks, en hann átti sextugsafmæli fyrir
nokkrum dögum.
Dr. Richard Beck er fæddur að Svínaskálastekk í
Reyðarfirði 9. júní 1897. Foreldrar hans voru Hans <
Kjartan Beck (d. 1907), bóndi þar, og kona hans,
Vigfúsína Vigfúsdóttir, sem enn lifir í hárri elli vestur
í Ameríku. Þar er og einn bróðir Richards, Jóhann
Þorvaldur, prentsmiðjustjóri í Winnipeg.
Þegar Richard var í bernsku, fluttust foreldrar hans
að Litlu-Breiðuvík í Reykjarfirði, og ólst hann þar upp.
Var honum haldið til allrar vinnu, en sjómennska lét
honum bezt, jafnsnemma og aldur leyfði. Stundaði
hann sjómennsku frá fermingaraldri, og þar til hann
lauk skólanámi, og var oft formaður hin síðari árin.
Kunni hann þeim störfum vel og telur sig ætíð síðan
í hópi sjómanna. Skilur hann manna bezt störf þeirra
og lífsviðhorf.
Snemma þótti Richard vera hneigður til bóklegra
fræða, og tók hann að búa sig undir skólanám í heima-
húsum. Naut hann þar handleiðslu móðurbróður síns,
Sigurðar Vigfússonar, ágæts kennara. Lauk hann síðan
gagnfræðaprófi á Akureyri, utan skóla, vorið 1918,
með mjög hárri einkunn. Veturinn eftir sat hann í
4. bekk Menntaskólans í Reykjavík, en las síðan tvo
bekki á einum vetri, og lauk stúdentsprófi 1920, og
var þá meðal hinna hæstu bekkjarbræðra sinna. FTafði
hann þó stundað kennslu og fengizt nokkuð við ritstörf
samhliða náminu. Kom þar þegar fram það, sem síðan
hefir einkennt vinnubrögð hans, að hann er vart ein-
hamur, að hverju, sem hann gengur.
Um þessar mundir kvæntist hann Ólöfu Daníels-
dóttur, ágætri konu, en inissti hana eftir mjög skamma
sambúð.
Veturinn 1920—21 hélt Richard Beck einkaskóla á
Eskifirði, en nú hneigðist hugur hans til meiri frama
og verka en að vera unglingakennari heima á íslandi.
Hélt hann því vestur um haf haustið 192 f, og kenndi
þann vetur íslenzku á vegum Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Winnipeg. Haustið 1922 hóf hann síðan nám
við Cornell háskóla í Ithaca í Bandaríkjunum. Mun
hann hafa verið einn hinn fyrsti íslenzkra stúdenta,
sem leituðu til náms við amerískan háskóla. Cornell
háskóli er einn hinna fremstu háskóla Ameríku, og
voru þar miklar kröfur gerðar til námsmanna. En brátt
kom í ljós, að Richard hafði hlotið haldgóða mennt-
un, þótt skólavist hans væri stutt og slitrótt, því að
hann settist þegar á belck með þriðja árs stúdentum í
háskólanum, og lauk hann meistaraprófi M.A. í nor-
rænum og enskum fræðum vorið 1924 og doktors-
prófi (Ph. D.) tveimur árum seinna, hvorttveggja við
góðan orðstír. Ekki gat hanna þó gefið sig óskiptan
við náminu, því að jafnan þurfti hann að vinna fyrir
sér og skólavist sinni, en nokkuð létti það róðurinn,
að hann naut námstyrkja og námsverðlauna í ríkum
mæli, en slíkt hljóta einungis úrvalsnemendur. Jafn-
framt tók hann mikinn þátt í félagslífi stúdenta og var
um skeið formaður í allsherjarfélagi erlendra stúdenta
(Cosmopolitan Club) í Cornell.
Að Ioknu námi var Richard Beck um skeið prófessor
í enskum bókmenntum og samanburðarbókmenntum
við St. Olafs College, Northfield, Minnesota, og Thiel
College, Greenville, Pennsylvania. En 1929 gerðist hann
prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við
Ríkisháskóla North-Dakota í Grand Forks, og varð
jafnframt forseti þeirrar háskóladeildar. Hefur hann
gegnt því embætti síðan. Aðalkennslugrein hans hefir
verið norska og norskar bókmenntir, því að margt
er um Norðmenn í Norður-Dakota, og hafa þeir þar
mikil ítök. Hefir hann því haft mikil skipti við Norð-
menn og staðið framarlega í félagssamtökum þeirra,
og gegnt formannsstörfum í félögum þeirra. Auk þess
hefir hann kennt þar íslenzku, þótt nemendur hafi verið
þar færri en í norskunni. Um allmörg undanfarin ár
hefir hann verið forseti hinnar erlendu tungumála-
deildar háskólans; er það mikið trúnaðarstarf, og fylgja
því mörg umsvif.
Náms- og starfsferill Richards Beck í Bandaríkj-
unum segir sína sögu. Þangað kemur hann erlendur
námssveinn, óstuddur af öllum, nema eigin dug og
vilja. Hann vekur þar þegar athygli vegna námsafreka.
Gerist forystumaður í félagsskap stúdenta, og eftir fá
ár er hann orðinn prófessor og deildarforseti við mikils-
virtan háskóla. Slíkt er ekki á meðalmannsfæri, því að
slíkar stöður eru ekki veittar vegna kunningsskapar
eða af pólitískum ástæðum, heldur einungis fyrir verð-
leika mannsins sjálfs, og af því að hann skapar sér
traust þeirra, sem ráðin hafa, og reynist maklegur þess
trausts.
En þótt kennslustörf við háskóla virðist ærið starf,
hefir Richard þó jafnframt því haft mörg járn önnur
Dr. Richard Beck flytur rceðu sína á Lýðveldishátiðinni á
Þingvöllum.
Heima er bezt 197