Heima er bezt - 01.06.1957, Síða 7
gefin, og því vel fallin til að vekja athygli bókamanna.
Síðan, eða 1943, gaf hann út í New York, Icelandic
Poerns and Stories, eins konar framhald þessarar bók-
ar, þar sem bæði eru þýdd Ijóð og smásögur, og ritar
hann sem fyrr inngang og æviágrip. í ritsafninu
Islandica gaf hann út sögu íslenzkrar nútímaljóðlistar:
History of lcelandic Poets, 7800—1940, mikið rit og
merkilegt. Er það enn eina heildaryfirlitið, sem vér
eigum um þennan þátt bókmennta vorra. Þá var hann
meðhöfundur að mikilli bókmenntasögu Norðurlanda:
The History of Scandinavian Literature, New York
1938, skrifar hann þar um ymsa þætti norrænna bók-
mennta, auk íslenzku bókmenntanna. Einnig hefir hann
skrifað um íslenzkar bókmenntir og æviágrip skálda í
alfræðibókina Encyclopedia of Literature, New York
1946. Auk margra annarra ritgerða, stórra og smárra.
Ritstjóri Almanaks Ólafs S. Thorgeirssonar var Rich-
ard Beck frá 1941—54, að það hætti að koma út. Safn-
aði hann í það mörgum fróðleik, og ritaði mikið, svo
að nema mundi !500—600 blaðasíðum. Meðritstjóri rits-
ins Scandinavian Studies hefur hann verið síðan 1947.
Þótt hér sé einungis getið um helztu ritgerðirnar og
ritin, nægir það til að sýna, að vinnuafköst Richards
Beck eru langt fyrir ofan meðalmennskuna. Enda er
það almennt mál samborgara hans í Grand Forks, sem
þekkja til vinnudags hans, að hann vinni flestum mönn-
um meira þar í borg. Það þarf heldur ekki að fara í
nokkrar grafgötur um það, hvílík kynning á Islandi
og íslenzkum málefnum ritstörf hans og ræður eru.
Má í því sambandi minna á, að eftir heimkomu sína
frá Lýðveldishátíðinni 1944 flutti hann milli 30 og 40
erindi víðsvegar um Bandaríkin og Canada um lýð-
veldisstofnunina, og ritaði fjölda greina um sama efni
í amerísk blöð. Þá er ekki minna um vert, hvert lið
hann hefur lagt íslenzkum þjóðernismálum vestra og
Framhald d bls. 214.
Dr. Richard og frú Bertha Beck á heimili þeirra í Grand Forks, Norður-Dakota; myndin er tekin i marz 1957.
Heima er bezt 199