Heima er bezt - 01.06.1957, Side 8

Heima er bezt - 01.06.1957, Side 8
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON, BÆJARFÓGETI: • • r SIGURBJORN FRA NYJA-HOLI Á HÓLSFJÖLLUM ^ (Framhald). E1 g gekk út á ísinn og reyndi fyrir mér með priki, j er ég hafði náð mér í (en í mínu ungdæmi þótti j ófært á íslandi að fara bæjarleið, án þess að hafa göngustaf, helzt broddstaf), en þegar ég átti eftir tvo til þrjá faðma/fór að bresta í ísnum. Ég ætl- aði þegar að snúa til baka, en um leið og ég snéri mér við, brast ísinn undan fótum mér, og fatapoki minn, er ég hafði borið í lausasmeyg um hálsinn, hentist á ísinn og rann nokkrar faðmslengdir upp undir sama land, er ég hafði komið frá. Þetta allt var svo snöggt, að ég get naumast lýst því. Taldi ég í huganum dauða- stund mína komna, fannst í svip eins og dauðinn leggja sína hrollköldu hönd að innstu hjartarrótum, er ég tók dýfuna upp fyrir höfuð, svo ekki var hár þurrt á mínu höfði. En ósjálfrátt hafði prikið, er ég hélt á í hægri hendi, slegizt þversum yfir vökina. Nærri fyrri en ég vissi af flaut ég því í vökinni, í þessari straumlausu lygn. Já, ég flaut þarna eins og korkur. Hafði ég líka reynt það áður á íslandi, að ég gat aldrei vaðið dýpra en í mitti, þá flaut ég upp. Engan botn hafði ég fundið, er ég féll ofan um ísinn. Nú fór á svipstundu að bærast lífsvon í brjósti mínu. Ég fór að laga prikið yfir vökinni og reyndi traust- leika vakarbarmanna. Eftir nokkrar tilraunir tókst mér að skríða upp úr vökinni og komst til sama lands. Gekk ég svo nokkuð niður með lengra, þar til þó að ég komst yfir um. Áfram gekk ég um stund og kom að skógar- beltinu, en hinum megin við það var aðalvatnsfallið, Netlikrík, og þorði ég ekki í náttmyrkrinu að leggja út á það, eftir það, sem fyrir mig hafði komið. Komst ég svo upp í skóginn, bjóst þar um og bar saman þurr- an við, kynnti bál að sið Ameríkumanna og þurrkaði föt mín eftir mætti. Allt var líka þurrt í pokanum. Þar hafði ég nógar eldspýtur, þurra skyrtu, sem ég fór í þarna við bálið, líka þurra ullarábreiðu, ögn af mat og fleira. Við eldinn sat ég og ætlaði að stikna á annarri hlið- inni, sem að eldinum snéri, en frjósa á hinni. Þó var kyrrt þarna í skóginum, og bætti það mjög mikið úr. Svo fór mig að syfja, og kl. um 2 um nóttina (því úrið mitt hafði ekki hætt að ganga) sofnaði ég. Hrökk þó fljótt um aftur við það, að kviknað var í buxunum mín- um utan fótar og brunnar upp að hné á öðrum fæti, og stórt gat komið á nærbuxurnar líka. Við þetta al- vaknaði ég, drap niður eldinn, gróf niður með trjárót- um ofan í mosa og vafði mig innan í ábreiðuna og öll þau föt, er ég hafði, og sofnaði fast og rótt, þó nokkuð væri kalt. Þá um nóttina gerði ég þessar vísur: Hryggð í anda oft ég ber og í vanda svamla, ólánsfjandinn flækti mér frá íslandi gamla. Fátt er hægt að fyrirsjá, fram úr seint vill rakna. Efaláust ég ætíð má íslands gamla sakna. Er ég vaknaði næsta dag, var sól komin hátt á loft, en talsverður hrollur var þá kominn í mig. Gnísti ég nokkuð fast tönnum fyrst í stað. Hélt ég svo með hraða á stað og fram á ísinn. Á bakkanum hinum megin var lítill bjálkakofi. Þar kom út Indíánakerling og benti og benti í ósköpum upp eftir eða vestur í landið, sem ég skildi svo, að ísinn mundi vera ótraustur þar við bakkann. Sá ég og sannfærðist um það, að svo var í raun og veru. Yfrum komst ég og heim að þessum kofa. Fór ég þar inn að hlýja mér. Kofinn mun hafa verið að stærð eitthvað 16 og 12, og var eldstæði í einu hominu og þar yfir pottur hangandi á jámkrók. Hvorki var þar borð né stólar eðá rúmstæði, en loðnir feldir lágu þar við vegg. Tvær kerlingar voru þar, sú, er benti mér að koma, og önnur ennþá eirrauðari, og þrír eirrauðir krakkaangar. Feldur var breiddur á gólfið og mér þar boðið sæti með bendingum og borinn matur. Var það einhver brauðskorpa, lær af héra á blikkdiski og kol- svart Indíánate í blikkbolla. Fór ég strax að matast, og er ég var mettur, fór ég á stað. Borgaði ég tíu sent fyrir þennan greiða.“ Sigurbjörn fór síðan norður að Engimýri, þar sem kona hans og dóttir vom. Var hann þar í húsmennsku hjá Jósef Björnssyni og Málfríði Hallgrímsdóttur. Þau voru skyldmenni Önnu Sigríðar, konu hans. Þessi vetur var þeim hjónum mjög erfiður, og eini 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.