Heima er bezt - 01.06.1957, Qupperneq 11
um þessar mundir, og var þessi breyting gerð til þess
að veita honum hvíld.
Bömin vom nú orðin 7. Árið 1884 hafði þeim fæðst
dóttir, Oddný Kristín, 1886 sonur, Guðmundur Krist-
inn, 1889 dóttir, Ingibjörg, 1891 sonur, Kristján Jósef,
og 1894 fæddist þeim síðasta barnið, Guðný Lilja, sem
aðeins lifði nokkra mánuði.
í október 1894 tóku þau Sigurbjörn aftur við land-
inu og húsum sínum. Bjó hann síðan á Brautarholti,
þangað til 1908, er hann, vegna heilsuleysis og þreytu,
treystist ekki til þess að standa í búskaparstritinu leng-
ur. Þá var vélaöldin ekki ennþá gengin í garð, svo að
bændur urðu að erja jörðina hörðum höndum. Sigur-
björn seldi Birni, syni sínum, í hendur býlið, en byggði
sér laglegt íbúðarhús í nánd við býli Guðbjargar, dótt-
ur sinnar, og Magnúsar Björnssonar, eiginmanns henn-
ar. Þar bjuggu þau síðan þangað til Anna Sigríður and-
aðist 25. nóv. 1911. Hjónaband þeirra hafði verið hið
ástúðlegasta, enda voru þau samrýnd og samataka. Oft
minntist hann hennar með hlýjum orðum í vísum sín-
um og kvæðum. Þessa vísu mælti hann fram við hana,
er hann kom heim, og var þungt í skapi:
Gleður einatt geðið þreytt,
góð því reynist stundin,
þig ég eina elska heitt,
eðalsteina grundin.
Árið 1907 orti hann svona til hennar:
Böls þó gustur blási kalt,
bót er stór í kífi,
meira virði en annað allt
ert þú mér í lífi.
Þessi vísa úr kvæði, sem Sigurbjörn orti 1912, lýsir
vel söknuði hans og sorg yfir konumissinum:
Þó stundum hrynji höfug tár,
og falli niður fölar kinnar,
í fylgsnum innstu sálar minnar
mun lengi ríkja sorgin sár.
En guð þó lofa af hreinu hjarta,
ég hef ei undan neinu að kvarta,
lofa hann fyrir líkn og náð,
lofa hann fyrir allt hans ráð.
Eftir lát konu sinnar dvaldist Sigurbjörn hjá börnum
sínum, ýmist í Kanada eða Bandaríkjum. En árið 1914
hnignaði svo heilsu hans, að hann leitaði lækna til
Winnipeg. Var hann tekinn til skurð-aðgerðar, en
andaðist 12. maí 1914 af völdum hjartabilunar.
Áður en Sigurbjörn gekk undir skurðaðgerðina skrif-
aði hann Guðbjörgu, dóttur sinni, þetta bréf af sjúkra-
húsinu:
Hús Guðbjargar og Magnusar á Mountain.
„Elsku Bogga mín.
Innilegar þakkir fyrir allt og allt, og seinast fyrir
bréfið, sem ég fékk frá þér í gær. Engar held ég að ég
hafi gefið þér afmælisvísur í vor eða þá glatað þeim.
Jæja, þá, nú á að skera mig upp á morgun. Elskurnar,
kvíðið engu mín vegna. Við skulum vona að ég verði
sem nýr maður eftir uppskurðinn. En ef ekki, þá er
svo sælt að komast heim í hina fögru og friðsælu bú-
staði hinumegin. Ég ber ekki kala í brjósti til nokkurs
manns, en ég ber hlýjar kærleiks tilfinningar í brjósti
mér til byggðarinnar minnar, vinanna og kunningjanna,
og elsku til alls blessaða skyldfólksins míns, og hjarta
mitt rúmar ekki meira. Ég er svo undur rólegur í dag.
Guð veitir mér styrk og ró. Það er engu að kvíða. Svo
flytur þú frá mér innilega hjartans kveðju til Magn-
úsar, manns þíns, og allra elsku barnanna þinna. Já,
bezta þakklæti til Magnúsar og þín, elsku Bogga, fyrir
öll gæði við mig frá því fyrsta. Guð launi það. Svo
kæra kveðju heim á gamla heimilið mitt og til Rósu
minnar og Alla, til Árna Björnssonar, Sigurgeirs, Ind-
riðasons og Gríms og Ollu og margra fleiri. Svo óska
ég ykkur Magnúsi með allan hópinn ykkar, allrar guðs
blessunar og lukku. Guð veri með þér, elskan. Þinn
elskandi faðir.“
Guðbjörg kemst svo að orði í minnisgreinurti sínum:
„Eoreldrar okkar skildu ekki mikið eftir af verald-
legum auð, voru samt sjálfstæð til enda, en þau létu
okkur eftir arf, sem ég álít meira virði: gott mannorð,
trú, von og kærleika. Þegar ég hugsa um rólegt ævi-
kvöld þeirra, þá er ég guði svo þakklát. Ég sé föður
minn enn fyrir mér, er hann kvaddi mig á spítalanum
í Winnipeg og bað guð svo undur vel fyrir okkur öll
skyldmennin....
Faðir okkar var fluttur suður í gömlu byggðina og
jarðaður frá Mountainkirkju, en í Eyfordgrafreit hjá
konu sinni og litlu Lilju.“
Heima er bezt 203