Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 13
í anda til íslands.
Þegar laus við líkamann
lyftir vængjum nýjum,
máske yfir hafið hann
hreyfist ofar skýjum.
Kveðja til þeirra, sem fluttu 1902 vestur í Ward
County frá Mountain.
Á ómælandi sléttu, þar sem enginn skógur grær,
þér ætlið nú að flytja, og mannabyggðum fjær,
og reisa þar í auðninni byggð og fögur bú,
og blómgast þar í framtíð, já, það er ykkar trú.
Ég veit þið hafið vilja og þrek og kjark og þor,
að þreyta ykkar skeiðhlaup í framfaranna spor,
en bræðralag og eining þó bætir allra mest,
því bindið það og eflið og rækið æ sem bezt.
Þessum orðum fer Guðbjörg um æskuárin í bjálka-
kofanum:
„í gegnum alla æsku okkar vorum við látin sitja í
hóp í rökkrinu við arin-logann og lesa kvöldbænir okk-
ar. Eitt barnið Ias hátt, en hin fylgdust með lágt, og
móðir okkar sat hjá okkur. Eins vorum við látin lesa
borðbænir. Faðir okkar las sunnudagalestra, og allan
veturinn kvöldhugvekjur og allir sungu sálm. Öll fjöl-
skyldan kom saman við þessar guðsþjónustugjörðir.
Ekki voru jólatré eða jólaglingur meðan við vorum að
vaxa. Ég var 15 ára, þegar ég sá fyrsta jólatréð, og ekki
voru aðrar jólagjafir en heimatilbúnir sokkar og heima-
tilbúin jólakerti, sem móðir okkar steypti. En tilhlökk-
unin til jólanna var mikil hjá okkur.“
Sigurbjörn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í hérað-
inu. Um skeið var hann í skólanefnd, sveitarstjórn og
starfaði mikið í Góðtemplarareglunni. Einnig átti hann
sæti í safnaðarstjórn eftir að Eyfordkirkja var byggð
1890. Átti hann oft sæti á kirkjuþingum, meðal annars
á þingunum í Argyle og Winnipeg.
Þegar Matthías kom til Dakota eftir að hann hafði
verið í Chicago árið 1893, þegar hann sótti heimssýn-
inguna í boði Vestur-íslendinga, var honum haldið veg-
legt samsæti á Óðinssæti. Var þar margt manna saman
komið og margar ræður fluttar. Sigurbjörn var beðinn
að flytja þar tölu. Gerði hann það og ræddi aðallega
um íslenzku skáldin, en þó einkum Kristján Fjallaskáld,
og flutti að lokum þetta kvæði um hann:
Þó enginn legsteinn skreyti skáldsins leiði,
skín hans verkum dýrðarbirta af,
hún er sem röðulsaftanskin í heiði,
þá unaðsfagran ritar geislastaf.
Hann varð að hníga í ítrum æskublóma,
fyr örlög fram og Skuldar ráðin grimm,
en starfað hafði hann sinni þjóð til sóma,
þó særðu hjartað mæðuélin dimm.
Hans ljóð þau munu í lýða hjörtum geymast,
svo lengi sem að streymir íslenzkt blóð,
Fjórir attliðir i Ameriku: Magnús Björnsson, Sigurbjörn,
Magnús og Kevin.
þau munu aldrei, aldrei fymast, gleymast,
en ávalt verða metin dýr og góð.
Sigurbjörn var lipur við sjúka og hljóp undir bagga,
þegar veikindi steðjuðu að. Eftirfarandi frásögn Guð-
bjargar er dæmi um fórnarlund hans:
„Hann elskaði þessa byggð og gjörði oft gott af sér,
þar sem veikindi voru. Einu dæmi man ég eftir, þar
sem lágu þrjár systur, 10—14 ára, í smitandi taugaveiki.
Enginn nágranni þorði að hjálpa móður þeirra að
hjúkra. Hún var ekkja. Faðir minn var þar alla sólar-
hringa meira og minna, þar til hann hafði lokað öllum
litlu augunum. Þær fóm allar í eina gröf. Hann sagðist
vona, að guð varðveitti sig frá að bera veikina heim í
sinn bamahóp. Það varð heldur ekki. Ekkjan sorgmædda
var honum þakklát til dauðadags. Hjá þessari ekkju,
mrs. Jóhann Geir, var skáldið K.N. í fjölda mörg ár,
og þar dó hann. Faðir minn var mjög lipur við veika,
og þessvegna var hann sífeldlega beðinn að koma.“
Sigurbjörn var einn hinna íslenzku landnema í Norð-
ur-Dakota. Hans er þó ekki getið í sögu íslendinga í
Norður-Dakota eftir Þorstínu Jackson, sem var prent-
uð árið 1926. Ræktaði hann heimilisréttarland sitt,
byggði þar þokkalegt býli og bjó þar í 24 ár góðu búi.
Nú býr þar Guðni Bjöm, sonur hans, en hann er kvænt-
ur Ingu Miller, konu af sænskum ættum.
Sigurbjörn fór með tvær hendur tómar út í barátt-
una við óbyggðir Vesturheims. Sigraðist hann á öllum
erfiðleikum landnámsins, og lifði menningarlífi ættjarð-
arinnar til hinztu smndar. Sannaðist þar, eins og svo
oft áður, „að römm er sú taug, er rekka dregur föður-
túni að“.
Sigurbjörn var einn af þeim, er
„sýndu það svart á hvítu
með sönnun, er stendur gild,
að ætt vor stóð engum að baki
að atgervi, drengskap og snilld“.
Heima er bezt 205