Heima er bezt - 01.06.1957, Blaðsíða 21
fellið ætlaði strax að koma til bjargar, en gat það ekki,
þar sem legufæri þess höfðu snúizt saman. Súlan bað
þá Selfoss, er lá utar á víkinni, um hjálp, en skip-
stjóri hans kvaðst ekki geta komið til hjálpar í slíkum
ofsa, enda hefði hann nóg með sig. Súlan setti nú herpi-
nótarbáta sína í sjó, en eins og áður var getið, voru
þeir í bátsuglunum. Bátarnir slitnuðu samstundis frá
skipinu, en er það var laust við þá, kom það betur upp
í vindinn og rak nú minna en áður.
Meðan á þessu stóð, höfðu skipverjar á Snæfellinu
unnið að því, að ná upp legufærum sínum, svo að Snæ-
fellið gæti komið til hjálpar, en þetta reyndist mjög
erfitt vegna þess, að legufærin höfðu, svo sem sagt
var, snúizt saman. Til þess að ráða bót á þeirri flækju,
varð það helzt til ráða, að koma vír í stjórnborðs-
akkerið og draga það upp á þilfar. Aðstaða til þessa var
þó hin erfiðasta, bæði sakir veðurs og svo þess, hversu
skipið var hlaðið. Skipstjórinn á Snæfellinu beitti þá
þeim ráðum, að hann lét bregða um sig kaðli. Var
honum síðan rennt niður í sjóinn. Tókst honum að
láta vírinn í akkerið, en naumast hefur þetta verið
neinn barnaleikur, því skipstjórinn var að mestu leyti
á kafi í sjó, meðan hann lásaði vírinn um hausinn á
akkerinu. Þegar nú Snæfellið hafði losnað, hélt það í
humáttina til Selfoss, sem það hafði haft samband við.
Fékk Snæfellið 50 faðma langan 3” vír hjá Selfossi,
og mun hafa gengið greiðlega að koma honum yfir í
Snæfellið. Var síðan haldið til Súlunnar, sem var í
hálfrar annarar sjómílu fjarlægð. Enn var sama ofsa-
rokið, og þegar Snæfellið snéri upp í til þess að leggja
að Súlunni, kom sjór á það og braut skjólborð á stjóm-
borðshlið. Eigi að síður tókst Snæfellsmönnum að koma
vírnum yfir í Súluna, og andæfðu þeir, meðan sett var
fast og Súlverjar náðu upp legufærum sínum. Var síð-
an haldið af stað gegn veðrinu, en nú hafði heldur
dregið úr því. En þegar skipin höfðu farið nokkurn
spöl, slitnaði dráttartaugin enn, og rak Súluna nú und-
an veðri skammt vestur af Svaðaboðum. Snæfellið bjóst
enn til bjargar, en þegar skipunum var lagt saman aftur
til þess að koma dráttartauginni af nýju milli þeirra,
komu stjórnborðskinnungar skipanna saman. Laskaðist
Snæfellið lítilsháttar, en annars geklc greiðlega að koma
tauginni á milli. Enn var haldið af stað í áttina til Ólafs-
víkur, og þótt hægt gengi, þá mjakaðist þó, og upp
úr hádeginu lögðust skipin grunnt út af bryggjunni í
Ólafsvík. Voru þá liðnar fullar 12 stundir frá því, er
þau köstuðu akkerum þar í fyrra skiptið. Höfðu áhafnir
skipanna allan þenna tíma barizt við veður og vind,
í hinu mesta fárviðri, en þessa nótt fórust níu sjómenn,
er geysisterk stormhviða hvolfdi síldveiðaskipinu Eddu
á Grundarfirði.
Það er næst af Súlunni að segja, að vélbáturinn
Aðalbjörg frá Reykjavík dró hana upp að bryggju í
Ólafsvík. Hafði Snæfellið ekki frekari afskipti af
henni. Lá hún þarna í tvo sólarhringa, en þá dró
björgunarskipið Sæbjörg hana til Reykjavíkur. Snæ-
fellið fór einnig suður sama daginn, enda var för þess
upphaflega þangað heitið til þess að losa aflann.
Lauk þar með orustunni við náttúruöflin, en nú barst
leikurinn inn í dómsalina.
Fyrir dómstólunum hófst mál þetta með því, að
haldin voru sjóferðapróf, bæði í Reykjavík og á Akur-
eyri. Gáfu skipverjar beggja skipanna skýrslur um það,
sem fram hafði farið, og er saga sú, er nú var sögð, á
þeim skýrslum byggð.
Eigandi Snæfells setti nú fram fjárkröfur á hendur
eiganda Súlunnar. Krafðist hann í fyrsta lagi þeirra
12 þús. kr., sem um hafði verið samið fyrir að draga
Súluna til Reykjavíkur. í öðru lagi krafðist hann 300
þús. króna björgunarlauna fyrir að hafa bjargað Súl-
unni óveðursnóttina miklu, er hún slitnaði frá Snæ-
fellinu út af Ólafsvík. Loks krafðist hann 8 þús. króna
fyrir skemmdir á Snæfellinu. Kröfu sína um 12 þús. kr.
fyrir drátt á Súlunni studdi hann þeim sökum, að
hann hefði af sinni hálfu verið reiðubúinn til þess að
draga Súluna til Reykjavíkur, samkvæmt þeim samn-
ingi, er gerður var, en honum hefði að ófyrirsynju
verið riftað af eiganda hennar með því að ráða annað
skip, Sæbjöm, til að draga Súluna frá Ólafsvík til
Reykjavíkur, án þess að bera það undir sig eða fá
samþykki sitt til þess.
Björgunarlaunakröfuna byggði eigandi Snæfells hins
vegar á því, að Snæfellið hefði bjargað Súlunni úr
yfirvofandi háska, er hana# rak út af legunni í Ólafs-
vík óveðursnóttina. Kvað eigandi Snæfells, að samn-
ingurinn um dráttinn skerti ekki á nokkurn hátt rétt
þeirra Snæfellsmanna til björgunarlaunanna, þar sem
hjálp sú, er þeir veittu Súlunni, hefði farið langt fram
úr því, sem þeim hefði verið skylt að inna af hendi
samkvæmt dráttarsamningnum. Þeir hefðu, er þeir urðu
að snúa við hjá Malarrifi, komið Súlunni heilu og
höldnu til hafnar í Ólafsvík, og hefði það aðeins stafað
af vanbúnaði hennar sjálfrar og hinu ofsafengna veðri,
að hana sleit upp þar.
Eigandi Súlunnar krafðist þess hins vegar af sinni
hálfu, að Snæfellinu yrði aðeins dæmd hæfileg þókn-
un fyrir dráttinn, þó ekki yfir 12 þús. krónur, en að
algerlega yrði sýknað af björgunarlaunakröfunni. Var
því haldið fram af hans hálfu, að Súlan hefði að öllu
leyti verið í ábyrgð Snæfells, meðan á drættinum stóð,
og Snæfellsmönnum því borið skylda til þess að veita
henni alla þá aðstoð, er þeir gátu. Þá hélt eigandi Súl-
unnar því fram, að hún hefði ekki verið í bráðri hættu.
Loks kvað hann það hafa verið með samþykki skip-
stjórans á Snæfelli, að Sæbjörg var til þess fengin, fyrir
kr. 6000.00, að draga Súluna til Reykjavíkur.
Samkvæmt 229. gr. siglingalaganna frá 1914 skal hver
sá, er bjargar skipi, sem statt er í neyð, fá björgunar-
laun. En hafi maður tekizt á hendur að draga skip og
því hlekkist síðan á, þá skal sá maður, er tók að sér
dráttinn, aðeins eiga rétt á björgunarlaunum að því
leyti, sem talið verður, að aðstoð sú, sem hann veitir,
fari fram úr því, sem honum bar skylda til að inna af
hendi.
Sjó- og verzlunardómur Akureyrar, sem dæmdi í
máli þessu, tók fyrst til athugunar það atriði, hvort
Heima er bezt 213