Heima er bezt - 01.06.1957, Side 25
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON----------------------------------
NÁMSTJÓRI
FORINGINN MIKLI
U
únímánuður er bjartasti mánuður ársins. Fyrir
ylgeisla sólarinnar, vex gróður íslenzkrar moldar
og nær fullu frjómagni í lok mánaðarins. í þessum
mánuði er ríki vorsins í fullum blóma. Fyrir ís-
lendinga er þessi mánuður líka ímynd frelsis og full-
veldis. í þessum mánuði endurheimtu íslendingar að
fullu frelsi sitt og fullveldi. Hinn 17. júní 1944, var
því lýst yfir á Alþingi að Þingvöllum að ísland væri
frjálst og fullvalda ríki og var þetta viðurkennt af flest-
um ríkjum og stórveldum heims, og þar á meðal af
hinu gamla sambands-ríki Danmörku. Um næstu alda-
raðir verður þetta ártal öllum minnisstætt við hlið hinna
þekktu ártala 814, 930 og 1000.
Hinn 17. júní er nú sem öllum er kunnugt löghelg-
aður þjóðhátíðardagur íslendinga. En 17. júní á sér
fleiri rætur sem minningadagur. Hann er afmælisdag-
ur Jóns Sigurðssonar, mestu sjálfstæðishetju þjóðar-
innar og ástsælasta íslendings á síðari öldum.
Jón Sigurðsson er fæddur að Rafnseyri við Arnar-
fjörð lúnn 17. júní 1811 og eru því í ár liðin 146 ár
frá fæðingu hans. Þetta er nokkuð langur tími, en þó
hafa fram á síðustu ár verið á lífi menn og konur, sem
munað hafa Jón Sigurðsson. Séð hann með eigin aug-
um, á bams- eða unglings-árum. Hann dó í desember
1879. Þeir sem vom 10 ára, þegar Jón Sigurðsson dó,
eru nú 88 ára, ef þeir era á lífi. Hér á landi er nú á
lífí allmargt fólk um nírætt. Það fólk hefði allt getað
séð Jón Sigurðsson síðustu ár hans. í minni 10 ára bams
geta fest þeir atburðir, er það man til æviloka, og jafn-
vel man gamalt fólk vel atburði frá 5 ára aldri, ef þeir
hafa hrifið það eða valdið þeim sorg.
Flestar þekktir myndir af Jóni Sigurðssyni sýna gáfu-
legt og svipfagurt andlit. Silfurhvítt hárið eykur feg-
urð mannsins. Hinn bjarti, hreini, göfugmannlegi svip-
ur er ógleymanlegur.
En ef til vill er til heima hjá ykkur, sem þessar línur
lesið, bók, sem heitir Jón Sigurðsson, foringinn mikli,
samin af Páli Eggerti Ólafssyni. í þessari bók gætuð
þið fundið mynd af Jóni Sigurssyni, sem er að sumu
leyti ólík þeim myndum, er oftast sjást af þessum ást-
mög þjóðarinnar. Þessi mynd er á bls. 58 í bókinni.
A þeirri mynd er Jón Sigurðsson aðeins 26 ára. Þessi
mynd sýnir ungan, blíðlegan, sviphreinan mann, með
liðað dökkt hár, — nær því hrafnsvart. Myndin er ekki
ljósmynd, heldur er hún máluð, — en vafalaust er hún
lík honum. Þessi mynd sýnir það, að þegar á æskuár-
um hefur Jón Sigurðsson verið óvenjulega eftirtektar-
verður maður.
Dagurinn 17. júní 1811, hefur verið mikill gleði og
hamingjudagur á Rafnseyri. Hinn fagurskapaði, dökk-
hærði drengur, er fyrsta barn þeirra prestshjóna. Þau
Jón Sigurðsson 1837 (mál. Comradt).
Heima er bezt 217