Heima er bezt - 01.06.1957, Side 32
krá, sem var í þröngu öngstræti, langsum með kvik-
myndahúsi einu. Hún vissi, hvað manninum var á hönd-
um, og hvers vegna hún átti að hitta hann. Á vissan
hátt var hún nú að fremja morð. Hún aðstoðaði hann
að minnsta kosti við að fremja afbrot. En þessar ásak-
anir höfðu sótt að henni fyrr, en hún átti aðeins eitt
svar á reiðum höndum: Gat hún annað gert?
Reiðin sauð enn niðri í Cindýju Hilliard og óx um
allan helming, er hún kom auga á htla manninn, sem
kom inn í þessu, horfði skeytingarlaust í kringum sig
og mældi hana síðan hátt og lágt með óskýrum, þám-
uðum augum. Frammistöðustúlkan var öll á burtu,
og veitingamaðurinn í tiglótta vestinu hafði snúið við
þeim baki. Cindý veitti þessu öllu athygli, um leið og
augu hennar mættu augum þessa nýkomna gests. Henni
var ofurljóst, að hún mundi ekki geta leynt andstyggð
sinni og viðbjóði á þessari mannskepnu. Svipur hennar
og augnaráð hlaut að koma upp um hana. En þessi
kurfur skaut henni skelki í bringu, er hann gekk í
humáttina til hennar. Hún vissi ekki, hvað olli, ef til
vill réð mestu um, að hún vissi erindi hans, vissi, á
hvern hátt hann átti að vinna fyrir þessu fé, sem hún
átti að afhenda honum.
„Mætti ég tylla mér niður hjá yður andartak, ung-
frú?“ spurði hann.
Cindý var sér þess meðvitandi, að hún hristi höf-
uðið, og hvatti hann með því til að gera það, sem vænta
mátti: Harin settist hinum megin við borðið, gegnt
henni.
„Þér vitið nafn mitt, ungfrú,“ sagði hann með spurn-
arhreimi.
Aftur hristi hún töfuðið. Annað hvort vissi hún ekki
um það eða skeyttti ekki um, hvað hún gerði. Hún
óskaði sér aðeins á burtu frá honum, langaði til að
hverfa aftur til föður síns, svo að þau gætu haldið
heim saman, eins og þeim hafði verið skipað. Raunar
gat hún naumast trúað því, að svo meinleysislegt skinn,
sem þessi maður virtist vera, — svo stuttur, kringlu-
leitur og krangalagur, væri morðingi, leigumorðingi.
Hann var að heyra og sjá áþekkastur sölumanni, inn-
heimtumanni eða þá skrifstofumanni í stórfyrirtæki,
áþekktu því, sem faðir hennar var fyrir.
„Hann er farinn að kólna,“ sagði maðurinn, og
glanmpalaus augun, sem hún sá, að voru blá, hvörfl-
uðu ekki af henni, um leið og hann lagfærði bindi
sitt og benti á glasið fyrir framan hana. „Þér ætlið víst
ekki að drekka þetta?“
„Nei.“
„Þakka yður fyrir, ungfrú.“
Hann sötraði í sig úr glasinu með áfergju, lá við
sjálft, að ánægjubros breiddist út um andlitið, en þess
botnslausu, sviplausu augu hvíldu æ á henni. Hún vissi
ekki, hvað hún átti að gera. Hún var ekki ennþá viss
um, að þetta væri rétti maðurinn. Ef til vill var hér
aðeins um að ræða farandsala, sem reyndi að koma
henni til við sig.
„Ég er sendill,“ sagði maðurinn loks. „Átti ég ekki
að taka við einhverju hjá yður?“
Þegar hann sagði þetta, vissi hún, að hann laug, ef
til vill vegna þess, að hér var nærri höggvið því, sem
vel hefði mátt vera satt. En nú var hún þess fullviss,
að þessar hendur, sem hvíldu slyttislegar, en þó án
minnsta óstyrks, á borðinu fyrir framan hana, voru
morðingja hendur, sem mundu handleika þessa byssu,
er yrði manni að bana, — manni, sem hún vissi ekki
nafn á.
Hún opnaði tösku sína og dró upp bréfið. Maðurinn
þreif það, kinkaði kolli og stakk því á sig án þess svo
mikið sem að líta á það. Hún horfði á hann og jafn-
framt gaf hún gaum að hreyfingum handa sinna, rétt
eins og hún væri að horfa á kvikmynd. Þetta svefn-
gengils ástand var orðið eins og hluti af lífi hennar.
Svo skipti það engum togum, hún sá allt í einu, að
heljarmikill skuggi féll þvert yfir borðið, og leit upp.
Hún sá, að maðurinn, sem gegnt henni sat, leit upp,
sá, að honum varð litið þessum líflausu augum á rum-
inn, sem yfir honum stóð, svo hálfluktust augun, án
þess að sýnilegs áhuga gætti hjá Htla manninum.
„Hvað ert þú með í vasanum, Flick?“ spurði hái
maðurinn hásri röddu, sem var ills viti, þótt ekki væri
hún ýkja kuldaleg. „Hvað fékk ungfrúin þér?“
„Bréf, herra yfirlögregluþjónn,“ svaraði maðurinn,
sem nefndur hafði verið Flick.
Cindý tók eftir því, að hávaxni maðurinn, sem auð-
sæilega var leynilögregluþjónn, hafði ekki tekið hend-
urnar upp úr frakkavasanum. Og einhvers staðar langt
inni í hugskoti hennar hvíslaði rödd: Það getur ekki
verið satt, nei, það má ekki koma fyrir.
„Komdu með mér til stöðvarinnar,“ sagði leynilög-
reglumaðurinn. „Svo getur þú skilað bréfinu, Flick.“
Nú varð undrunin að víkja fyrir reiði og uppreisnar-
andanum: Það má ekki koma fyrir. Þér getið ekki gert
það! Nú sjá þeir fyrir öllu! Hún stóð upp.
„Þér getið ekki.... “ hóf hún mál sitt.
Hái maðurinn leit aðeins við henni myrkum, en ekki
óvingjarnlegum augum. „Ég fer aðeins eftir skipun-
um, ungfrú. Það var ekki nefnt, að ég ætti að taka yður
líka, en ég geri það, svo að yður sé óhætt. Skiljið þér
mig? Ef þér hafið ekkert af yður gert, verðið þér ekki
tafin lengi.“
„Nei,“ sagði hún og reyndi að skjótast framhjá
honum.
„Mér þykir þetta leitt, ungfrú,“ sagði hái maðurinn,
og nú varð reiði Cindýjar að víkja fyrir vonleysinu.
„Er ég tekin föst?“
„Nei, ekki enn, ekki lagalega séð, nema því aðeins,
að þér neitið að koma með mér til stöðvarinnar.“ Hann
leit við Flick, sem var að ljúka úr glasinu. „Ég vona,
að þér verðið ekki dæmd eftir þeim félagsskap, sem þér
eruð í.“
Nú komu tárin fram í augu Cindýjar, tár í fyrsta
skipti, eftir að þessi viðureign hófst. Tár reiði, sneypu
og örvæntingar! Nú var útséð um allt. Á einn eða ann-
an hátt hafði henni orðið á, henni hafði ekki tekizt að
leika þetta hlutverk svo, sem henni hafði verið falið.
Og hvað mundi gerast, ef hún kæmist ekki heim fyrr
224 Heima er bezt