Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 6
BALDUR BALDVINSSON, Ófeigsstöðum: sveitum, svo að hann hafi ekki gegnt þeim mörgum samtímis, og flestum frá unga aldri fram undir þenna tíma, að hann hefur smám saman losað sig við þau. Sýn- ir það gleggst hvert traust sveitungar hans hafa til hans borið, og geta má þess að Skaftfellingafélagið í Reykja- vík gerði hann heiðursfélaga sinn. Ekki verða hér rakin einstök störf, en þess skal þó getið, að á Búnaðarþingi hefur Sigurður setið um tugi ára, og formaður Menn- ingarfélags Austur-Skaftfellinga frá stofnun þess. En sá félagsskapur er næsta sérstæður og hefur unnið merkilegt menningarstarf á liðnum árum, en Sigurður alltaf verið einn af máttarstólpum þess. Getið hefur verið um miklar og margháttaðar fram- kvæmdir á Stafafelli, en ekki er þó sagan öll sögð með því. Sigurði hefur ekki nægt það eitt að starfa mikið og búa stórt. Fegurð og snyrtimennska hefur hlotið að haldast í hendur við framkvæmdir allar og störf. Er umgengni öll á Stafafelli með slíkum snyrtibrag að fátítt er. Fagrir trjágarðar setja svip á umhverfið, og hvarvetna blasir við regla og snyrtibragur jafnt í smáu sem stóru. Sigurður á Stafafelli hefur ferðazt mikið urn Island. Árið 1916 fór hann ásamt tveimur sveitungum sínum í hringferð um landið. Mun slíkt ferðalag ungra bænda eða bændaefna hafa verið fullkomið eins dæmi um þær mundir, en sýnir að Sigurður hefur farið sínar leiðir. Allmikið hefur hann ferðazt síðan og mörgum kynnzt sem vænta má. Á ferðum sínum hefur hann eins og hann segir í bréfi til Lleima er bezt „sannfærzt um að við elskum landið og þjóðina, sem það byggir því meir sem við kynnumst því betur.“ Þegar Sigurður lét af búskap 1955 tók hann til við nýtt verkefni. Hann seldi gamalt bókasafn föður síns en varði andvirðinu til landnáms á aurum Jökulsár, sem fellur með landi Stafafells, og oft hefur veitt því þung- ar búsifjar. Hefur hann girt þar um 6 ha. land og hafið ræktun þess. Blasir þar nú við sjónum iðgrænn óasi, sem hlotið hefur nafnið Sigurðarfit. En blettur þessi „er mér kærri en öll önnur gróin jörð“, segir hann í áður nefndu bréfi. Sigurður á Stafafelli hefur verið hraustmenni alla ævi, enda er starfið mikið. Hann er maður fastur í lund og „sjálfstæður í hugsun og afskiptum af almenn- um málum, þótt heitið hafi hann flokksbundinn“, segir Gísli Sveinsson. í framkomu er hann glaður og reifur og drengilegur og hlýr. Ber hann aðalsmerki hins sjálf- stæða bændahöfðingja í fasi sínu öllu. Fyrir mörgum árum komum við nokkrir félagar að Stafafelli í Lóni síðla kvölds. Höfðum við þá verið í ferðalagi um óbyggðir unt þriggja vikna skeið. Má fara nærri um hversu við nutum þess að fá þvegið okk- ur, sezt að ágætum kveldverði og loks háttað í góð rúm eftir skrínukost, vos og útilegur. En þótt mér séu þeir hlutir minnisstæðir, þá er mér miklu minnisstæðara hlýa og alúð húsbændanna og menningarbragur sá all- ur, sem á heimilinu hvíldi. SIGURÐUR JÓNSSON, Stafafelli SJÖTUGUR Vígði fót í fjörugrjóti fjallsins þekkti eggjar bláu, dalsins kyrrð og dýrð á vori, — dagsins önn í stóru og smáu. Rösklega stýrði ríki sínu, ráðsvinnur drengur fram í elli. Höfuðbólið sat með sóma Sigurður á Stafafelli. Veitti ástúð fornum fræðum, færði margt úr sporum deyfðar. Sat í háum söðli renndum sinnar glæstu föðurleyfðar. Félagsmála — gildi garpur greiddi för til margra þinga, hollráður í hverjum vanda. Höfuðsmaður Skaftfellinga. Tignaði hann tind og grundir. Trúði á mátt og veldi foldar. Átti skjól við angan lundsins — ávöxt frjórrar gróðurmoldar. Þar sem léttbrýnn lítill drengur lék sér fyrr með skel og legginn, leikur sér nú ljúft í þeynum limskrúð upp við bæjarvegginn. Nú er halur hæru-skotinn hnignar æskufjör í æðum. Leiftrin björt frá liðnum dögum lifa þó í fornum glæðum. Vinafjöld frá starfsins stundum, — störfin öll í hverjum ranni þakkar — marga sókn og sigra sjÖtíu ára heiðursmanni. Starir sól og stafar geislum Stafafells á tún og engi. Jarðargull, hinn græni teigur, gleði bóndans verður lengi. — Sigurður hefur í sókn og vömum sigrað í því, er mestu varðar. Hann hefur verið sveitar-sómi sinnar kæm fósturjarðar. 226 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.