Heima er bezt - 01.07.1959, Qupperneq 8
Hraunkamburinn, sem bœrinn stendur undir. Fram undan
honum liemur eldra hraunið fram. Nesgjd og varphólmarnir.
byr þótt ekki væri vel hagstæður og komust þeir loks
eftir langa mæðu á seglslitrunum til Reykjavíkur.
Til dæmis um það, hvernig samgöngur voru hér á
landi á þeim tíma, er þetta gerðist, skal þess getið, að
ekkert fréttist af „Önnu Soffíu" fyrr en hásetarnir 2
og kokkurinn komu heim, í fylgd með landpóstinum,
skömmu fyrir jólin. Voru þá liðnar tæpar 13 vikur frá
því skipin lögðu út frá Þingeyri. Þóttust menn svo viss-
ir um að allir hefðu týnzt, að búið var að selja sængur-
fatnað Bjarna skipstjóra og fleira af eigum hans. Til
„Egils Skallagrímssonar“ spurðist aldrei.
En „Anna Soffía“ átti eftir að komast oftar í krapp-
an dans ekki ólíkan þeim, sem hér hefur verið lýst,
nema það var á öðrum árstíma, og manntjón varð ekki.
Vorið 1897 skall á eitt hið versta manndrápsveður er
sögur greina frá, hér á landi — hinn alræmdi sumar-
málagarður. í því óveðri fórust 5 þilskip og 1 opinn
bátur og drukknuðu um 60 manns.
Þann 1. maí gerði aftaka norð-austan veður. Var
„Anna Soffía“ þá stödd all-djúpt n. au. af Straumnesi
og lét drífa. Þ. 2. maí, kl. 11 f. m„ reið brotsjór yfir
skipið, splundraði stórseglinu og braut bómuna. Slóst
sá hluti seglsins, sem lafði við mastrið á vantinn og sleit
hann. En vanturinn snerist fram á fokkustaginu, svo
hann slitnaði líka. Var þá ekki um annað að gera en að
lensa á reiðanum vestur fyrir landið og suðvestur í haf
undan rokinu. Ekki sást út fyrir borðstokkinn, svo var
hríðin og sjórokið mikið.
Til allrar hamingju voru þá 2 menn á skipinu, sem
voru því vaxnir að stýra skútunni í því mikla hafróti.
Það var skipstjórinn — Jóhannes — og norskur maður,
Henrik að nafni, sem var með okkur Birni á „Önnu
Soffíu“ síðari hluta vertíðar, sumarið áður. Bundu þeir
sig til skiptis hjá stýrinu og þótti takast mjög vel að
verja skipið áföllum. Morguninn eftir létti hríðinni svo,
að sást til lands. Voru þeir þá alldjúpt s. v. af Snæfells-
jökli. Sami veðurofsinn hélzt. Og var þá skipinu lagt til
með klýfi, sem var bundinn við mastrið. Þannig var
látið reka til 6. maí. Á þessu tímabili brotnaði lúgu-
kappinn af skipinu og nokkuð af lunningunni.
Þann 6. maí var farið að lægja, svo að skipverjar gátu
af vanefnum hafið aðgerð á helztu skemmdunum. Og
seinni hluta dags þ. 8. maí var lokið að gera við það,
sem hægt var, enda komið suðvestan stórviðri. Var þá
farið að lensa n. au. Eftir 5 tíma siglingu fóru þeir
fram hjá skerjunum út af Reykjanesi. Lensuðu þeir svo
á reiðanum, því að veðurofsinn hafði gert hin lélegu
segl ónothæf. Hélzt veðrið þar til þeir voru komnir
norður og austur í miðjan Faxaflóa. En aðfaranótt þ.
10. maí gekk í sama veðurofsann af norðri og blindbyl.
Var þá enn hleypt undan veðrinu, og náðu þeir höfn í
Reykjavík síðdegis. Var það lán skipverja, að vindstað-
an breyttist stöðugt þeim í hag svo að þeir gátu alltaf
lensað án þess þá bæri að landi á óheppilegum stað.
í ofsaveðrinu 20. sept. 1900 rak „Ónnu Soffíu“ á
land á ísafirði, brotnaði hún allmikið og fylltist af sjó.
Varð þó náð út og fékk viðgerð.
í feigðarför sína fór „Anna Soffía“ í apríl 1906. I
þeim mánuði var svo mikill veðrahamur, að ég man
ekki annan eins á minni löngu ævi. Urðu þá svo miklir
skipskaðar og manntjón hér við land, að slíks munu
engin dæmi á einum mánuði. 5 skútur fórust með manni
og mús — 88 manns —. Þar á meðal var „Ingvar“, er
strandaði á Viðeyjarsundi þ. 6. eða 7. apríl. Máttu
Reykvíkingar þola þá raun að sjá stórsjóina slíta sjó-
mennina 20, smátt og smátt, úr reiðanum, án þess að
geta nokkuð aðhafzt, þeim til bjargar. Auk þessa fór-
ust af þilskipum 4 menn, sem flesta tók út. Alls drukkn-
uðu því 92 skútumenn í mánuðinum. — „Anna Soffía“
hvarf með 9 manna áhöfn, og var talið, að hún mundi
hafa farizt ásamt öðru skipi í ofsaveðri er gekk yfir
allt land dagana 26.-28. apríl. Þannig urðu endalok
þessa gamla skips, sem segja mátti, að hefði staðið sig
með prýði þar til yfir lauk.
Þessar frásagnir af „Önnu Soffíu“ eru að mestu
teknar úr bókinni „Skútuöldin“, aðeins mikið styttar.
Mér fannst ég verða að birta þær, úr því ég fór að
ræða um þetta gamla skip — eina þilskipið, sem ég hef
komizt í kynni við og þótt vænt um. Því að þó ýmis-
legt mætti að því finna, einkum það, að það sigldi illa
í beitivindi — tók ekld nærri — þá er augljóst af því,
hve vel „Anna“ gamla stóðst hin harkalegu faðmlög
228 Heima er bezt