Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1959, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.07.1959, Qupperneq 9
„Ægis“ konungs og harða pústra „Himinglæfu" og systra hennar, að hún hefur verið traust og mjög gott sjóskip — einkum í lensi. Enn fremur gerði ég það til þess að ungu mönnunum í landinu — einkum sjómönn- um og þeim, er hafa í hyggju að gerast sjómenn — verði Ijóst hver reginmunur er á því að stunda sjóinn á vélskipum nútímans, eða gömlu seglskipunum. Því að ég hygg að mikill hluti yngri kynslóðarinnar, hafi ekki eignazt eða lesið hina fróðlegu og stóru bók: Skútu- öldin. Skal nú aftur vikið að því er fyrr var frá horfið. 1. maí lögðum við út frá ísafirði í fyrstu veiðiför okkar. Vorum við 8 á skútunni: Norðlendingarnir 6, unglingspiltur af ísafirði — Baldvin Björnsson, síðar gullsmiður í Reykjavík — og 14 ára piltur, sem var kokkur. Auðvitað var þetta lítið og lélegt lið. Stýri- maðurinn — Jónatan Jóhannesson, síðar utanbúðarmað- ur hjá Höepfner á Akureyri — hafði verið eitt sumar á fiskiskútu. Og sömuleiðis 1 af hásetunum. Það var lán okkar, að við hrepptum aldrei svo dimma hríð eða mik- inn storm að við gætum ekki leitað skjóls í fjörðum og víkum, sem svo mikið er af á Vestfjörðum. Allur var útbúnaður skipsins mjög forn og lélegur. T. d. fylgdi því engin „logg“-lína — mælispjald — eða varasegl. Og hásetaklefinn var regluleg hundahola: lítill og loftillur og svo lágt undir loft, að meðalmaður gat ekki staðið uppréttur í honum. Eldavél var undir stiganum, og bætti hún auðvitað ekki loftið. — íshroða varð vart und- an Ströndunum til 10. ágúst. Og um mánaðamótin maí—júní, er við vildum sigla til Isafjarðar, leggja afl- ann á land og taka „kost“, var svo mikill ís meðfram ströndinni vestan við Djúpið, að ekki varð komizt inn á Skutilsfjörð. Lágum við í tæpan sólarhring við ísbrún- ina og vildum sæta færi að smjúga í gegn, ef eitthvað lónaði í ísinn. En þá skall á austan rok, svo við máttum hleypa til Önundarfjarðar. Eg ætla ekki að lýsa aflabrögðunum eða lífinu á skút- unni um sumarið. Það var mjög líkt því er frá greinir í „Virkum dögum“. Þó skal þess getið til samanburðar fiskigöngum nú á dögum, að um miðjan júlí héldum við frá Skagagrunni austur á bóginn til Grímseyjar, og síðan til Húsavíkur. Komum þangað aðfaranótt þ. 20. Vorum við alltaf að smárenna fyrir fisk á leiðinni. En fengum sáralítið. A Húsavík var þá að byrja að aflast lítið eitt af hvítum þorski. Mikið norðan óveður gerði í 2—3 daga eftir að við komum til Húsavíkur, og snjó- aði næstum ofan í byggð. Vorum við í marga sólar- hringa að bagsa við að komast aftur vestur. Olli því hægviðri, mótvindur og harður vestan straumur. Hitt- um við hvergi í fisk að ráði fyrr en komið var vestur undir Skaga, í byrjun ágústmánaðar. Skútunni var haldið út í rúma 4 mánuði. Fórum við á mánaðarfresti til ísafjarðar að skila fiskinum á land og taka matvæli. Við vorum ráðnir upp á „premíu“: Kr. 14.00 fyrir skippundið af fullverkuðum saltfiski, en kr. 9.00 upp úr salti. Sumarkaup mitt varð kr. 240.00 og mun hafa verið nálægt meðallagi þrátt fyrir sjóveikina. En sjófatakaup og ferðakostnaður hjuggu þó nokkurt skarð í það. Því útgerðarmaðurinn greiddi ekki nema fargjaldið aðra leiðina. „Margt fer öðruvísi en ætlað er.“ Ég bjóst við — eins og áður er sagt — að ég mundi losna við sjóveik- ina, ef ég væri stöðugt á sjónum. Það fór þó á annan veg. Ég var engu sjóhraustari um haustið en í byrjun vertíðar. IVIér fannst því ekki geta komið til mála, að taka ábyrgð á skipi og mönnum, og verða máske óstarf- hæfur, þegar mest á reyndi. Auk þess var sjóveikin mér hin mesta kvöl. Ég hvarf því frá fyrirætlan minni og hugði á heimferð. Börn frændi gerði þá hið sama. Aðfaranótt þ. 7. sept. komum við til Isafjarðar úr síðustu veiðiförinni. I fimm daga unnum við að því að flytja fiskinn í land, aðskilja hann, setja skipið og þvo það og skafa, áður en við vorum afskráðir. Að því búnu urðum við að bíða í 12 daga eftir skipsferð norð- ur. Þann 23. sept. keyptum við Björn okkur farseðla með „Vestu“ í annað sinn, og fórum um borð með farangur okkar um kvöldið. Kl. 12 á miðnætti leysti skipið og hélt norður Djúpið. Væntum við Björn þess að fá nú fljóta og góða ferð heim, því nú þurfti ekki að óttast að ís gerði „Vestu“ skráveifur. Það fór þó svo, að von- irnar brugðust einnig í þetta sinn. Tíðin hafði verið köld, óstillt og úrkomusöm norðanlands um sumarið, hey lítil og hrakin og urðu sums staðar úti. Haustið varð þó miklu verra. Frá 13. september og til 8. októ- ber mátti segja að væri stöðug norðanátt, og hver norð- angarðurinn ræki annan. Á Blönduósi hafði skipið ekki legið nema litla stund, er á skall norðaustan hvassviðri. Ætlaði skipstjórinn fyrst að hleypa til Reykjarfjarðar. En áður en hann næði þangað, gerði svo dimma hríð, að hann treystist ekki til að taka fjörðinn. Var þá stefnt til hafs og andæft móti stormi og stórsjóum í tæpa 2 sólarhringa. Var líðan mín og margra annarra á skipinu hin versta. — Þá var þetta kveðið: Heimurinn okkar er hreint ekki stór: Hann er bara skipið, festing og sjór. Þrautirnar margar og sjóveikin sár; Sigurlaug farin, og því falla tár. (Sigurlaug var fín og falleg „dama“, er kom frá Vesturheimi og fór í land á Blönduósi). Mig fýsti að sjá hildarleik höfuðskepnanna, í vond- um ham, við hið góða skip, svo ég skreiddist eitt sinn með veikum burðum upp og leit út um káetudyrnar. Þá var dimmt af hríð, sjórinn rismikill og gaf ótæpt á „Vestu“, er hún stakk nefinu í hinar fjallháu öldur. Þegar upp birti og storminn lægði var „Vesta“ kom- in langt norður í haf. Engu varð skipað upp á Blöndu- ósi daginn, sem skipið kom þangað aftur. Hafði „Vesta“ allmikið af efni til brúarinnar, sem byggja átti yfir Blöndu. Og var uppskipun á því ekki lokið, er skipið leysti seint næsta dag. Á Sauðárkróki gerðist svipuð saga þegar „Vesta“ hafði legið þar í tæpan sól- arhring og lítið getað losað, bæði vegna þess að báta skorti, þar eð „Thyra“ lá fyrir á höfninni og hafði kló- fest alla báta nema einn, og sökum kviku, skall á einn norðangarðurinn. Bæði skipin urðu að hörfa af höfn- Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.