Heima er bezt - 01.07.1959, Page 14
JÓH. ÁSGEIRSSON:
Draumar og svefngön2ur Jóns Ma Pnússonar
ó n Magnísson er fæddur 25. júní 1894 að
Flankastöðum á Miðnesi í Gullbringu- og Kjósar-
1» sýslu. Þá bjuggu foreldrar hans þar, Magnús
Jónsson og Vilborg Magnúsdóttir. Jón telur sig
6. lið frá Skúla Magnússyni landfógeta.
Þegar Jón var fimm ára gamall, fluttu foreldrar hans
austur að Söndum í Meðallandi í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Þaðan var Magnús faðir hans ættaður, og ólst
Jón þar upp til tvítugs. Jón er einn af þeim mönnum,
sem unnið hafa hörðum höndum um dagana og margs
konar atvinnu stundað, bæði til sjós og lands.
Nú er Jón til heimilis að Langholtsvegi 99 í Reykja-
vík.
ÞEGAR JÓN DRUKKNAÐI í DRAUMI
Óveðursnótt eina 1942 var Jón að vinna í togara
einum úti á hafi. Dettur honum þá allt í einu í hug að
fara að hugsa um það, hvað verða muni af þeim mönn-
um, sem drukkna á hafi úti og leggjast til hinztu hvíldar
á mararbotni. En eins og gefur að skilja, gafst ekkert
svar frekar venju.
En sjálfur mun hann hafa ályktað eitthvað á þá leið,
að ef um annað líf væri að ræða, þá myndu þeir lifa eins
og aðrir, þótt þeir lentu á sjávarbotni. En væri það svo,
að ekkert líf væri eftir þetta, þá var það áreiðanlega
aukaatriði, hvar skrokkurinn lægi.
Hér um bil fimm árum síðar dreymir Jón draum
þann, sem hér segir:
Virðist Jóni hann vera staddur á gufuskipi, sem er
að fara út úr höfninni. Og fór það rétta skipaleið út
fyrir Akurey, fram hjá henni, og hafði stefnu laust
framan við Gróttuvita.
Þegar þeir voru nýkomnir fram hjá Akurey, verður
allt í einu sprenging mikil rétt framan við stjórnklefa
skipsins. Fannst Jóni þá hann þeytast í loft upp og út
úr skipinu bakborðsmegin, niður í sjóinn. Kom hann
niður á bakið og seig með hægð niður. Þegar hann var
á að gizka kominn um þrjá metra niður í sjóinn, sá hann
sólargeislana glitra á sjávarfletinum uppi yfir sér. Þá
sýndist honum, að hann sæi til hliðar niður á sjávar-
botn, þakinn gulleitum skeljasandi og þaragróðri.
Nú þóttist Jón vita, að dauðastund sín væri þegar
komin, en ekki segist hann hafa fundið til hræðslu,
heldur kvíða fyrir því, að erfiðast yrði að þola dauða-
stríðið, þar til hann missti meðvitund.
Verður nú eyða í drauminn, og man Jón ekki eftir
sér, fyrr en honum virðist hann standa við vík eina
litla eða vog vestur á Seltjarnarnesi. Verður honum þá
litið út á sjóinn, og sér hann þá, hvar skipið, sem hann
var á, er kyrrt á sama stað og það var, þegar hann féll
útbyrðis.
Dettur Jóni þá í hug að fara niður í bæ, og er hann
þá samstundis kominn að verkamannaskýlinu við höfn-
ina. Heldur hann svo áfram eftir hafnarbakkanum
austur undir kolakranann og þar inn í port hjá Kol og
Salt.
Á leiðinni frá skýlinu var Jón alltaf að velta því
fyrir sér, hvort hann mundi nú virkilega vera lifandi
eða kominn yfir í annan heim. Og fannst honum þá,
þrátt fyrir það, sem á undan var gengið, að hann hlyti
að vera lifandi. En til þess að fullvissa sig um að svo
væri, datt honum í hug að fara þarna inn í portið, því
að dætur hans, Erla og Sigurbjörg, komu þarna oft inn
til þess að leika sér.
Hann valdi sér því stað rétt fyrir innan dyrnar, þar
sem þær hlutu að sjá hann, ef þær kæmu og hann væri
þeim sýnilegur.
En ekki hafði hann staðið þar lengi, þegar hann sá
þær koma, glaðlegar á svip og léttar í spori, en ekki
gat Jón merkt það á einn eða neinn hátt, að þær tækju
eftir honum, og þó komu þær mjög nálægt þeim stað,
sem Jón var á.
Þóttist Jón nú sannfærður um það, að hann væri þeim
ekki sýnilegur og að þar með væri sannað, að hann til-
heyrði ekki lengur þessari tilveru.
Og um leið endaði draumurinn.
J ARÐ ARFÖRIN
Árið 1930 dreymdi Jón draum þann, sem hér verður
frá skýrt. Átti hann þá heima hér í Reykjavík.
Draumurinn byrjaði þannig, að Jóni fannst hann vera
staddur austur í Vestur-Skaftafellssýslu, í Langholts-
sókn í íMeðallandi. Stóð hann þar úti við hjá sóknar-
kirkjunni, og þóttist hann vita að útfararguðsþjónusta
stæði þá yfir þar í kirkjunni.
Og ekki leið heldur á löngu þar til líkmennirnir komu
út úr kirkjunni með kistuna, og gengu þeir norðvestur
í kirkjugarðinn ásamt líkfylgdinni, sem á að gizka var
25—30 manns. Söfnuður þessi eða líkfylgd var mjög
niðurlút og alvarleg, eins og jafnan er við jarðarfarir.
Veður var gott og bjart mjög yfir umhverfi. Og stóð
Jón þarna suðaustan við kirkjuna sem áhorfandi. Ekki
þurfti Jón neinn að spyrja, hvern væri verið að jarða
þarna. Hann vissi það svo ósköp vel sjálfur, að þarna
var verið að jarða hann sjálfan eða hans jarðnesku lík-
amsleifar.
234 Heima er bezt