Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1959, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.07.1959, Qupperneq 16
KRISTJÁN INGl SVEINSSON: Frásai mir um noKKur kki I. Lceknisferðin. að mun hafa verið veturinn 1900—1901, sem ég var fenginn til að fylgja Sigurði Pálssyni, hér- aðslækni Skagfirðinga, frá Bjarnastaðahlíð í Vesturdal, áleiðis til Sauðárkróks. Hann hafði verið sóttur þangað til ungrar stúlku, Helgu Sveinsdótt- ur, er fengið hafði heilablóðfall og lá máttlaus og rænu- laus. Hún var trúlofuð Nikódemusi Jónssyni í Holts- koti (Geldingaholti), og þangað átti ég að flytja lækn- inn. Þar tók Nikódemus við honum og flutti hann til Sauðárkróks. Kom svo Nikódemus með meðöl til baka, er ég skyldi flytja heimleiðis. I Vesturdal og Tungusveit og alla leið út um Reykjarhól var feikna mikill snjór, en norðar í firðinum var miklu snjólétt- ara. Urðum við læknir því víða að ganga af hestunum, á þeirri leið, vegna ófærðar. Um kvöldið var að ganga í hláku, og um morguninn var komin asahláka. Nikódemus kom litlu eftir fóta- ferðatíma, og hélt ég þá strax af stað og hugðist reyna að komast inn eylendið, því ég vissi að hver dæld væri full af krapi, ef reynt væri að fara inn að vestanverðu við Húseyjarkvísl. Er ég kom að kvíslinni suðaustan við Geldingaholt, var talsvert vatn þar ofan á ísnum, eða á milli hnés og kviðar á hestunum, en um annað var ekki að ræða en að ríða þarna yfir. Gat ég eigi reynt ísinn, því ég hafði engan langan staf. Við austur- bakkann var vatnið orðið vel í kvið á hestunum og þar sluppu þeir báðir niður við bakkann, en allt skreið þó upp úr. Síðan reið ég inn eylendið, og var undrandi á þeim mikla vatnsflaum, er kominn var, þó hláka væri, en komst síðar að því, hvernig á því stóð. Hélt ég nú áfram inn hjá Krossanesi og Löngumýri, og hvar sem dró í Iægð, var alldjúpt vatn. Eg var á þessum árum alveg ókunnugur í Vallhólmi og yfirleitt á ey- lendinu í Skagafirði. Skammt fyrir norðaustan Hús- ev, kom ég á ísbungu, er var alveg þur og lá frá suð- austri til norðvesturs. Virtist þetta traustur ís og reið ég nú óhikað áfram og herti heldur á klárunum. — En á næsta augnabliki brast ísinn og hesturinn, sem ég reið, var á hrokasundi undir mér en sá, er ég teymdi stóð á skörinni, litlu aftar. Ég skreiddist nú af hestinum og upp á skörina, en þar var flughálka og ég brodda- laus, og leizt mér nú miður vel á ástæðurnar. Fór ég samt að reyna að toga í hestinn og einhvemveginn tókst það, að ná honum upp, líklega öllu fremur fyrir skerpu hestsins en átök mín. Hélt ég síðan áfram inn fyrir Húsey. Þar eru tvö drög í bakkana og fékk ég sund í þeim báðum, svona vár vatnselgurinn geysi- legur. — Einhvernveginn komst ég inn að Borgarey. Þar bjó þá Snorri Þorsteinsson, og bað ég hann nú að kenna mér ráð að komast áfram. Taldi hann vonlaust að komast þaðan inn á Vindheimamela, því s.l. nótt hefðu Héraðsvötn hlaupið úr farvegi sínum og í hina fornu farvegi vestur með Vindheimabrekkum. Eina leiðin væri, ef unnt væri að komast vestur yfir Svart- ána, en taldi til þess litlar líkur. Stóð ég svo við dálitla stund og fékk töðu handa hestunum og kaffi handa mér. Fór svo Snorri með mér, til að gera tilraunir að kom- ast vestur yfir. ísinn var laus frá báðum löndum, en virtist sterkur. Gerðum við þrjár tilraunir að koma hest- unum fram á ísinn, sem allar enduðu á sama veg, að þeir fóru á sund, niður með bakkanum, og áttum við fullt í fangi með að draga þá upp úr, til sama lands. Sagðist nú Snorri ekki gera fleiri tilraunir til að koma mér vestur yfir og væri eina leiðin fyrir mig að setj- ast að hjá sér, og vita hvort flóðið sjatnaði ekki yfir nóttina. Inn eftir að sjá, vestan Skiphóls, var eitt græn- golandi vatnshaf, með beljandi straumröstum. — Ég þakkaði honum hjálpina og góð boð, en kvaðst vera með meðöl og vildi reyna til hins ýtrasta að komast áfram, en kvaðst koma aftur og þiggja hans góða boð, ef ófært reyndist. — Kvaddi ég svo-Snorra, og mun hann ekki hafa verið óhræddur um mig. Hélt ég svo suðaustur norðan Skiphóls, og eftir mikið basl, marga króka og töluvert vatnasull, komst ég upp í Vindheima- brekkur, skammt vestan Vindheima, og lofaði guð fyrir að vera sloppinn úr þessum vatnaflaum. En eigi var allt búið enn, þó minni yrði lífsháskinn. Þegar ég kom inn hjá Reykjafossi, snerist snögglega í þvervestur og frysti, og var það hvergi nærri notalegt, fyrir mig og klárana, því við vorum allir þrír vel blaut- ir. — Áfram hélt ég samt inn Tungusveitina og var færðin mjög slæm. Gekk ég meiri hluta leiðarinnar, en hvíldi mig þó spöl og spöl, þar sem skárst var. Fönnina skeljaði ofan, en allt krapastella undir, og því meira fanndýpi, sem innar kom í sveitina. Voru nú hestarnir mjög farnir að slæpast, sem von var til. Inn að Breið í Tungusveit náði ég í rökkri, og bað þar um töðu handa hestunum og stóð ekki á henni. Sjálfur var ég svo settur inn á búrkistu, við heita kjötsúpu, og var hún vel þegin. — Á Breið bjuggu þá heiðurshjónin, Hjálmar Pétursson og Rósa Björnsdóttir. — Þegar ég hafði hresst mig vel, bjóst ég til ferðar, og fylgdi Hjálm- ar mér út og var þá orðið almyrkt. — „Ja, hvar á ég nú helzt að fara, Hjálmar minn,“ sagði ég, er ég hafði kvatt hann. „Ja, ég veit ekki, það er allt ófært,“ var 236 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.