Heima er bezt - 01.07.1959, Page 21

Heima er bezt - 01.07.1959, Page 21
bókina. Ég tek hér orðréttan kafla úr dagbókinni. Þess- ar sundurlausu setningar lýsa nokkuð áhrifum flugferð- arinnar. Ég reyndi að skrifa allt niður jafnóðum, en vitanlega fer hugurinn hraðar en höndin, og féll því margt niður, er í hugann kom. En þannig er kaflinn: „Við erum yfir úthverfum Stokkhólms-borgar. Út- sýnin er undrafögur. Framundan eru akrar, skógi vaxn- ar hæðir og fögur sveitabýli. Það er sólskin. Líklega er vindur hvass, því að flugvélin hreyfist mikið. Það er varla hægt að skrifa. Við fljúgum suður með strönd Eystrasalts, og beint móti vindi. Elraði skýjanna tvö- faldast, af því að við höfum vindinn í fangið. Landið neðan undir lítur út eins og vel teiknað kort. Hér er frjósamt og fagurt. Tunglið gægist upp fyrir skýja- rönd. Þess gætir lítið, því að enn er sól á lofti. Enn er langt til Islands, en þangað er hugurinn floginn. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Nú erum við ofar skýjum. Nú hrevfist flugvélin lítið. Við erum ofar vindum. Ský- in neðan undir líkjast hvítum, mjúkum þelbingjum. Aldrei á ævinni hef ég séð neitt þessu líkt. Nú skyggja hin sólfjölluðu ský á hina fögru byggð. Ég sé þó stund- um til sjávar. Yfir Eystrasalti eru skýin gisnari. Líklega erum við nú í fjögur til fimm þúsund metra hæð. Eyj- arnar Öland og Gotland felast undir sólbjartri þokunni. A sænsku heitir þokan „demma“. Hún er líka venjulega myrk fyrir augum okkar. Þokuskýin, sem sýnast myrk og grá neðan frá, sýnast að ofan, úr flugvélinni, mjúk- leg og björt, eins og nýfallin mjöll á mishæðótt land. Nú höfum við verið í lofti eina ldukkustund. Það eru regnbogalitir á skýjabólstrunum. Alltaf er landið fagurt og frjósamt, þegar sést til jarðar. Við erum hér yfir fegurstu og frjósömustu héruðum Svíþjóðar. Stórborg- irnar á austurströnd Svíþjóðar sýnast eins og smáþorp úr háloftunum. Sólin skín nú glatt. Flugvélin hreyfist varla. Þokulaust er nú yfir Eystrasalti, en hvítir þoku- bólstrar hylja strendur Eistlands. Líklega fer flugvélin nú með allt að 250 km hraða á klukkustund. Ég hélt áðan að flugvélin væri í 4000—5000 m hæð, en nú kemur sænska, prúða stúlkan og réttir mér miða. Á honurn stendur að við séum í 2400 metra hæð, og vélin fari með 210 km hraða á klukkustund. Mér hefur dálítið skjátlazt áðan að meta hraðann og hæðina. — Sænska stúlkan býður pilsner að drekka. Hún segir að hann kosti ekki neitt. Nú erum við yfir Málmey. Farið er að skyggja ld. hálf-tíu. Hér er viðkomustaður. Flug- vélin lendir á eggsléttum, grænum grasvelli.“ Þetta var orðréttur kafli úr dagbókinni frá flugferð- inni milli Stokkhólms og Málmeyjar. Eystrasalt er ekkert úthaf, en það aðskilur þó lönd og þjóðir, sem búa við ólík lífskjör. í Svíþjóð er almenn velsæld, en í Finnlandi og Eystrasaltslöndum fátækt og skortur og í Eystrasaltslöndum ófrelsi og kúgun. Ég minnist litlu 12 ára stúlkunnar í einum barnaskólanum í Stokkhólmi. Hún var frá Eistlandi, norræn í útliti, Ijóshærð, bláeyg og hávaxin. Hún var hæst í sínum bekk. Hún talaði og skrifaði lýtalausa sænsku, eftir tveggja eða þriggja ára dvöl í Svíþjóð. í stundahléinu talaði ég dálitla stund við þessa landflótta stúlku. Ég fór að spyrja hana frá Eistlandi. Þá fékk ég þetta svar: „Nú er ég sænsk. Eistland er víst ekki lengur til. Ég er hjá sænsku, góðu fólki. Ég á engan föður og enga móður. Ég á ekkert föðurland og ekkert móðurmál.“ Allt hafði þessi litla stúlka misst í styrjöldinni, foreldra, heimili, föðurland. Ég minnist líka atviks frá heimsókn minni í gagn- fræðaskóla í Gautaborg. Ég þurfti að hitta einn kenn- arann og kynnti mig fyrir dyraverðinum. Skammt frá mér biðu á skólaganginum virðulegur miðaldra maður og ung stúlka. Þegar ég sagðist vera frá íslandi, komu þau brosandi til mín og sögðu á lélegri sænsku, að þau væru líka Eistlendingar. Ég tók kveðju þeirra, en sagði þeim að þetta hefði verið misheym, ég væri íslending- ur. Við tókum svo tal saman og saga þeirra var rauna- saga. Þau voru feðgin og voru landflótta. Hann hafði verið prófessor í þjóðréttarfræðum, en hún hafði verið kennari við gagnfræðaskóla. Þeim hafði tekizt að flýja land og bjuggust ekki við að eiga afturkvæmt heim. „Við erum beittir andlegu ofbeldi Eistlendingar,“ sagði prófessorinn. „Við eigum sjálfstæða hálf-norræna menn- ingu, en erum beittir kúgun og ofríki. Við höfum vænzt þess að Sameinuðu þjóðirnar tækju upp okkar málstað, en okkar litla þjóð gleymist við samninga- borðið. Þetta voru sár vonbrigði.“ — Nú kom kennar- inn, sem ég átti erindi við, svo að samtalið varð ekki lengra, en ekki get ég gleymt þessum sorgmæddu feðg- inum, sem þráðu að vinna fyrir land sitt og þjóð, en voru landflótta fyrir kúgun og ofbeldi. Viðdvölin í Málmey er ekki löng. Eftir klukkutíma dvöl eru allir komnir í sæti sín aftur. Eitthvað af fólki hefur farið, en aðrir komið í staðinn. Nú er næstum fulldimmt. Hreyflarnir fara í gang. Flugvélin rennur eftir eggsléttum grasvellinum og svífur á loft. Leiðin yfir Eyrarsund er ekki löng í flugvél. Eftir örfáar mín- útur sjáum við lendingarljósin á flugvellinum við Kaup- mannahöfn. Flugvélin lendir með dálitlum hnykk. Eg kem farangri mínum í geymslu á flugvellinum og fer með bifreið inn í borgina. Klukkan hálf-tíu að morgni skal flugferðin hafin til Islands. Borgin við sundið var í sínum fegursta sumarskrúða. Ég var snemma á fótum og tók mér morgungöngu í einum skemmtigarði borgarinnar (Örsteds parken) kl. 6 um morguninn. Kaupmannahafnarbúar fara snemma á fætur og á sjöunda tímanum streymdi fólkið til vinnu sinnar, gangandi, hjólandi og akandi í bifreiðum, en sum- ir voru bara á morgungöngu eins og ég. í skemmtigarð- inum var því talsvert af árrisulu fólki, sem naut veður- blíðunnar. Á bekk undir skuggsælum trjám sátu piltur og stúlka. Þau hölluðust hvort upp að öðru og stein- sváfu. Ef til vill hefur það verið þeirra fyrsti blundur þessa hlýju sumamótt. Enginn krafði þau sagna, og svefn þeirra var vær. Á réttum tíma er ég kominn á flugvöllinn. Enn er Heima er bezt 241

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.