Heima er bezt - 01.07.1959, Side 22
tollskoðun og athugun vegabréfa. Ég slepp vel í gegn-
um hreinsunareldinn, en er þó ekki alveg. syndlaus.
Fyrr er varir er flugvélin komin á loft, og nú þjótum
við á feikna hraða yfir dönsku sundin á leið til Jótlands.
Enn er veður fagurt, en þó eru létt þokuský hátt í
lofti. Nú fljúgum við ekki ofar skýjum, heldur þeyt-
umst við öðru hverju inn í skýja-þykkni, og skjótumst
eins og örskot út úr því aftur. Sum skýin eru mjög
rök, næstum regnskúrir. Þá dynur á flugvélinni eins
og stórhríð sé úti, því að hraðinn er svo mikill, þegar
flugvélin klýfur skýin. Flugið yfir Danmörku tekur
ekki langan tíma. Eftir rösklega klukkutíma flug, sést
ekkert nema hafið blátt og kyrrt, niður í gegnum sól-
g'lituð skýin og út í blátæran himingeiminn.
Mínúturnar verða á ný að klukkutíma, og mörgum
verður tíðlitið á úrið. Þótt hraðinn sé mikill, þá finnst
manni tíminn lengi að líða, þegar ekkert er við að miða,
nema sviflétt þokuský í fjarska.
Ung stúlka gengur milli farþeganna og úthlutar dá-
litlum pakka til hvers og eins. I pakkanum eru nokkrar
smurðar brauðsneiðar og dálítið af súkkulaði. Á eftir
kemur hún með kraftsúpu í stórum bollum.
Á flugvélinni er öll áhöfnin skozk, nema þessi fallega,
prúða stúlka. Flún er íslenzk og segist heita Sigríður
Gunnlaugsdóttir. Flún var þama í eins konar flug-
þernu-skóla. Þrátt fyrir vélardyninn spjallaði hún dálít-
ið við hvern farþega, og gaf upplýsingar um hraðann
og veðurútlit, og kom öllum í sólskinsskap með glað-
lyndi sínu og hlýlegu viðmóti. Sagði hún að oft væru
þessar vélar aðeins 4 tíma milli Kaupmannahafnar og
Prestwick, en nú væri mótvindur, sem seinka myndi
ferðinni um 15—20 mínútur.
Sigríður Gunnlaugsdóttir vann svo áfram á þessum
leiguflugvélum Flugfélagsins, og var eftirlæti allra far-
þega. Seinna var hún á flugvélum félagsins innanlands.
Flennar sorglegu ævilok eru öllum kunn. Flún lét líf
sitt í hinu hörmulega flugslysi við Héðinsfjörð. Hennar
sakna allir, sem eitthvað kynntust henni.
Eftir hressinguna færist kyrrð og værð yfir farþeg-
ana. Margir eru þegar sofnaðir í sætunum. Flugvélin
vaggar mjúklega í blátærum geimnum. Hvergi sést nú
ský á lofti. Svefninn sigrar mig eins og aðra farþega,
og þegar ég vakna aftur, er klukkan rúmlega eitt, Við
höfðum þá verið á flugi í 31/2 tíma. Nú sjást strendur
Skotlands framundan. Það hefur dimmt í lofti, meðan
ég svaf, eða öllu heldur við höfum flogið inn í þoku-
loft við austurströnd Skotlands. Við komum að strönd-
inni rétt norðan við landamæri Skotlands og Englands.
Við ströndina er landið flatt. Þar skiptast á akrar, engi
og skógar. Akrarnir og vegirnir mynda víða hornrétta
reiti.
Nú hækkar vélin flugið. Við fljúgum yfir strjálbýlt
heiðaland og fjalllendi. Flugvélin byltist til, lyftist og
hnígur. Ósjálfrátt grípur maður um stólbríkurnar og
heldur sér fast. Flugvélin er mjög ókyrr.
Klukkan tvö erum við yfir Prestwick og hafið hand-
an við Skotland blasir við sýn. Flugvélin flýgur yfir
borgina í kröppum sveig og svífur hljóðlaust niður á
flugvöllinn og lendir með talsverðum hnykk. Flugferð-
in hefur staðið í 41/2 tíma.
Starfsfólk flugvallarins kemur strax að flugvélinni.
Hér á að skipta um flugvél, svo að strax er lokum skot-
ið frá póstklefum og geymslurúmum og farangur allur
færður milli véla. Að þessu vinna aðallega ungar stúlk-
ur í einkennisbúningi flugvallarins. Við farþegarnir er-
um reknir án nokkurra skýringa inn í næsta hús eða
skála. Þar eru tekin af okkur vegabréfin og okkur vísað
inn í matsal allstóran. Þar er framreiddur góður mið-
degisverður. Er verð hans innifalið í fargjaldinu. Það
tekur ekki langan tíma að ljúka við matinn og nú fer ég
að líta í kringum mig.
Við útgöngudyrnar eru einkennisklæddar stúlkur á
verði. Þótt rösklega ár sé liðið frá stríðslokum, eru far-
þegar, sem koma úr austurátt, tortryggilegir í augum
Englendinga. Mig langar út í góða veðrið og geng hik-
laust út um dyrnar fram hjá einkennisklæddu dömun-
um. Ein stúlkan kallar til mín, en ég þykist ekkert skilja
og fer mína leið. Eins og örskot hleypur ungfrúin á
eftir mér og segir að farþegum sé bannað að fara út úr
húsinu. Um leið grípur hún þéttu lögreglutaki um upp-
handlegginn á mér og bendir ákaft heim að dyrum
hússins. Tvær íslenzkar frúr, sem reyndu líka að laum-
ast út, fengu sömu útreið.
Eftir tveggja tíma viðdvöl í Prestwick erum við aftur
komin á loft. En nú er farartækið ekki eins glæsilegt.
Þessi flugvél er gömul sprengjuflugvél, sem hefur ver-
ið breytt í farþegaflugvél. Enn þá eru sprengjutengurn-
ar neðan í vængjunum. Flugvélin er óupphituð og sætin
ekki reglulega góð. Fara nú allir að dúða sig í fötum og
þó leyfir ekki af því að fólkinu sé nógu heitt. Við
fljúgum í þrjú til fjögur þúsund metra hæð. Þar uppi
er bjart en líklega talsvert kalt. Norður með vestur-
strönd Skotlands fljúgum við yfir hálendar eyjar og
vogskorna, strjálbýla strönd.
Klukkan um 6 erum við yfir miðju hafi milli Skot-
lands og íslands. Við svífum hátt í lofti yfir sólgulln-
um netaskýjum. í gegnum skýjahuluna sést oft niður í
kyrrt, dimmblátt hafið. Veðrið er yndislegt. Ég get
ekki setið kyrr í stólnum, en stend út við gluggann og
horfi út í geiminn. Með rösklega 200 km hraða á
klukkustund nálgumst við strendur íslands. Þetta er
góður ferðahraði, en þó fer hugurinn enn hraðar. Hann
er þegar kominn heim til íslands, og heima er bezt.
Klukkan tæplega átta sjáum við Eyjafjallajökul.
Fjallasýn er fögur. Hjörleifshöfði og Vestmannaeyjar
rísa úr sæ. Aldrei hef ég séð Vestmannaeyjar svona vel.
Lítill tími gefst til athugunar. Hraðinn er mikill. Við
komum að landinu nálægt Selvogi. Suðurlandsbrautin
nýja, Krisuvíkurvegurinn, er eins og mjór renningur
eða strik á ströndinni.
Flugvélin hoppar dálítið, meðan hún fer yfir fjall-
garðinn. Nú sjáum við Hafnarfjörð og höfuðborgina.
Vélin lækkar flugið og flýgur yfir Hafnarfjörð og út
yfir Skerjafjörð. Enn lækkar vélin flugið. Hún svífur
hljóðlaust um stund, en svo heyrist aftur í hreyflunum,
og vélin þýtur eftir flugvellinum og staðnæmist hjá
242 Heima er bezt