Heima er bezt - 01.07.1959, Page 23
tollstöðinni. Flugferðinni er lokið. Við höfum verið
4l4 tíma á flugi. Flugferðin frá Kaupmannahöfn til
R'eykjavíkur hefur tekið samtals 11 klukkutíma. Þar af
fóru 2 tímar í Prestwick, en 9 tímar í flugið.
Ég fæ mér strax bifreið og ek inn í borgina að Hótel
Skjaldbreið. Mér verður litið á Dómkirkjuklukkuna.
Hún er sjö, en úrið mitt er níu. Þar sem við flugum í
vesturátt höfum við unnið upp tvo tíma á flugleiðinni.
Það næsta sem ég gerði var að seinka úrinu um tvo
tíma, og þá var ég alkominn heim.
Stefán Jónsson.
r j Á r heimasætur á Norðausturlandi, B. M. O.,
Inga Fanney og tvær sveitastúlkur biðja um
Ástarljóðið mitt, sem Helena Eyjólfsdóttir hef-
ur sungið. Höfundur ljóðsins er Björn Bragi.
Helena Eyjólfsdóttir er fædd í Reykjavík og á þar
heima. Þegar hún var 10 eða 11 ára söng hún nokkra
barnasálma inn á hljómplötur og vakti þá strax athygli.
Nú er hún orðin 17 ára og nýtur mikilla vinsælda. Hún
hefur hljómþýða, aðlaðandi rödd og ágæta framkomu.
Hér birtist þá Ástarljóðið mitt, sem Helena hefur
sungið:
Ástarljóðið mitt, fljúgðu í fangið míns vinar,
fuglinn, fuglinn smá, færðu mína þrá.
Syngdu sönginn minn, sætt við gluggann hjá honum,
fljúgðu, fljúgðu þá, fljúgðu um loftin blá.
Ein ég bíð og bíð, hans um ár og síð,
bak við fjöllin blá, berst mitt hjarta af þrá.
Því einum ann ég þér, og þá kveðju ber,
svo 'fljúgðu, fljúgðu þá, minn fugl um loftin blá,
og segðu að mín ást, mun aldrei burtu mást.
Ástarljóðið mitt, fljúgðu í fangið míns vinar,
fuglinn, fuglinn smá, færðu mína þrá.
Syngdu sönginn minn, sætt við gluggann hjá honum,
fljúgðu, fljúgðu þá, fljúgðu um loftin blá.
Sigurbjörn í Skál og margir fleiri hafa beðið um Ijóð-
ið Mærin frá Mexíkó. Höfundur Ijóðsins er Ólafur
Gaukur, en lagið er eftir Lord Burgess. Ragnar Bjarna-
son hefur sungið Ijóð og lag inn á hljómplötu.
Eitt sinn kom til mín yngismær
með augun brún, sem ljómuðu, blíð og skær.
Ég gerðist bráður og bað um hönd,
og biddu fyrir þér, mér héldu engin bönd.
Ég var ungur þá og hýr á brá,
en ekki féll henni við mig þó.
Hún kvaðst ei vilja væskils grey,
og ég varð að skilja hana eftir í Mexíkó.
Mætt hef ég síðan meyjafjöld,
og margar buðu mér hjarta sitt, auð og völd.
Að orðum þeirra ég aðeins hló,
mér efst í huga var mærin frá Mexíkó.
Ég var ungur þá og hýr á brá,
en ekki féll henni við mig þó.
Hún kvaðst ei vilja væskils grey,
og ég varð að skilja hana eftir í Mexíkó.
Hvert sem ég fer um fjarlæg lönd.
Hvert sem fleyið ber mig að sjávarströnd.
Ætíð, er lít ég í augun brún,
heitt ég óska, að þarna stæði hún.
:,: Því mín æskuást mun aldrei mást,
enga gleði mér lífið bjó,
þar til ég fer um fjarlæg ver
og færi hana burtu frá Mexíkó. :,:
Og hér kemur svo að lokum ljóðið Litli tónlistarmað-
urinn. Höfundur ljóðsins er Tólfti September, en það
er dulnefni á þekktum ljóðasinið. Erla Þorsteinsdóttir
hefur sungið lagið í útvarp og á hljómplötu.
Mamma, ertu vakandi, mamma mín?
Mamrna, ég vil koma til þín.
Ó, mamma, gaman væri að vera stór,
þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór.
Mamma, þú ert elskuleg, mamma mín.
Mér finnst gott að koma til þín.
En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig,
en datt þá fram úr og það truflaði mig.
Þú varst drottning í hárri höll.
Fíljómsveitin, — álfar, menn og tröll,
lék þér og söng í senn;
hún var svo stórfengleg.
Tröllin, þau börðu bumburnar,
blómálfar léku á flauturnar,
— fiðlurnar mennskir menn,
— á mandólín ég.
Allir mændum við upp til þín
eins og blóm, þegar sólin skín,
er þínum faðmi frá
gafir flugu um allt.
Flestum gekk vel að grípa sitt.
Glaður náði ég fljótt í mitt.
En stóll, er steig ég á
stóð tæpt, — svo hann valt.
Mamma, þú ert elskuleg, mamma mín.
Adér finnst gott að koma til þín.
En, mamma, gaman væri að vera stór,
þá vild’ ég stjórna bæði hljómsveit og kór.
Heima er bezt 243