Heima er bezt - 01.07.1959, Page 24

Heima er bezt - 01.07.1959, Page 24
Vorboðinn Ijúfi, fuglinn tnír, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín. J. H. Allt frá bernskudögum mannkynsins hafa ungir og aldnir horft með þrá í augum og hrifningu á hin svif- léttu vængjatök fuglanna um heiðloftin blá. Um alda- raðir urðu mennirnir að sætta sig við það, að dást að flugi fuglanna en geta ekki líkt eftir því, en í hugar- heimum mynduðust sögur um ægilega flugdreka, sem svifu um geiminn og gátu valdið líftjóni og hörmung- um, spúandi eldi og ólyfjan. Eru lýsingar á flugdrekum eins konar bergmál fyrri alda af því, sem nútíminn hefur gefið mannkyninu í drápsvélum og helsprengjum. En í hugum bjartsýnna manna blundaði ætíð sú von, að takast mætti að líkja eftir flugi fuglanna, sem fara „með fjaðrabliki háa vegaleysu“. Nú hefur þessi dr’aumur og von rætzt. Um alla ver- öld geta menn nú notið þess unaðar að fljúga um sól- bjarta sumardaga yfir fögrum byggðum, yfir fjallavötn og fagra dali. Flug í björtu veðri finnst mér heillandi ævintýr. Hátt í lofti er hugsunin skýr, hugurinn hlýr og ljúfur og varla fæðist ljót hugmynd í léttfleygri flugvél. Hér birtist eitt þeirra fáu Ijóða, sem kveðin hafa verið um flug og flugvélar. Er það Loftleiðavalsinn. Höfund- urinn er Kristján frá Djúpalæk. Lagið er eftir Svavar Benediktsson. Hve fjarlægðin dregur, til framandi landa við fljúgum í svimandi hæð. í skínandi sól yfir skýjanna földum hér skynjum við, jörð, þína smæð. Til austur- og vesturheims loftbrúin liggur frá landinu út eða heim. Hver ól ekki draum þann að fljúga sem fuglinn í fjarskann, um ljósvakans geim? Og langi þig unaðar lífsins að njóta, þá loftleiðis tekur þú far. Og frjósemi Vínlands dró fornmanna hugi, þó fegurst um Norðurlönd var. Og seiðandi dul er hin suðræna ótta, og svalandi þrúgunnar skál. Og mætir þú augum, sem dökkna í dansi, er djúp þeirra logandi bál. En hvert sem þú flýgur og hvar sem þú gistir, kýs hjarta þitt feðranna grund. Og loftleiðis svífur þú heim yfir hafið um hnattanna blikandi sund. Og brosandi freyjumar bera þér vistir, þú blundar við hreyflanna dyn. Svo lækkum við flugið og landið þér heilsar sem langþráðum, elskandi vin. Maja, Sigga og Guðný í Skagafirði o. fl. biðja um ljóðið Mamma. Ljóðið er eftir Jón Sigurðsson, starfs- mann í Búnaðarbankanum, en lagið er hið sama og við enska textann Mama, sem Mary Adams hefur sungið á hljómplötu: Mamma, hann Halli horfði á mig. iMamma, hann reyndi að faðma mig. Mamma, ég er svo feimin, og þó fæ ég ei ró. Gættu þín, því ég er svo æst að sjá hann. Mamma, ég held að hjartað mitt hljóti að vera orðið alveg tryllt. Eg sé ekkert út úr augurn, öll ég skelf í flestum taugum. Mamma, hann er að kyssa mig. Sigrún í Hvammi, Högni á Bessastöðum og margir fleiri hafa beðið um ljóðið Rock-C.alypso í réttunum. Höfundurinn er Jón Sigurðsson. — Haukur Morthens hefur sungið ljóð og lag inn á hljómplötu: Já, margt var öðruvísi áður fyrr í sveitum. Þá dönsuðu menn ræl í réttunum og fóru á hestum upp um fjöll í öllum leitum, og dönsuðu (svo) ræl og vals í réttunum. Nú aka þeir á jeppum út um allar götur... og aldrei beizla þeir klárinn sinn... Já, allt er orðið breytt, og svona yfirleitt þeir dansa rokkið í réttunum. Og heimasæturnar, feimnar og hýreygar, þær sátu í söðlunum og sviftu upp pilsunum, nú aka í rokkbuxum í rússajeppunum með eld í augunum, og dansa Rock-Calypso í réttunum. En þó að fólkið snúist öðruvísi en áður og dansi Rock-Calypso í réttunum, er ennþá sérhver maður meyju sinni háður. Þó dansi Rock-Calypso í réttunum, þau verða hvort í öðru ennþá ósköp skotin, og svo elskast þau eins og gerðist fyrr. Þó allt sé orðið breytt, já, svona yfirleitt þau dansa rokkið í réttunum. í bréfum hafa borizt óskir um að birt væru í þessum dægurlagaþætti Ijóð á erlendum málum. — Upphaflega hafði ég hugsað mér, að birta einungis í þættinum frum- ort ljóð á íslenzku, en allmikið af þýddum dægurlaga- textum hafa -orðið svo vinsælir, að ég taldi rétt að birta þá, en fyrst um sinn verða ekki birt í þættinum ljóð á erlendum málum. Ég vil þakka bréfriturum vinsamleg ummæli um dæg- urlagaþáttinn og tímaritið Heima er bezt. Stefán Jónsson. 244 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.