Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 25
ANNAR HLUTI — Nei, sittu kyrr á Sóta mínum meðan við eigum samleið. í kvöld er öllu óhætt, blessuð þokan sér um það. — Já, blessuð þokan. En líklega geðjaðist foreldrum okkar ekki sem bezt, ef hún svipti burt blæju sinni, og þau sæju til ferða okkar, Jónatan. — Já, þá gengi nú eitthvað á, en við stöndum utan við hatrið á milli bæjanna, Lilja. — Já, vissulega! — Oft hef ég óskað þess, að við gætum gert uppreist, farið í stríð gegn hatri foreldra okkar og unnið sigur á því. Lilja brosir dapurlega: — Skyldi sú ósk eiga eftir að rætast nokkurn tíma? Þau halda af stað hlið við hlið heim á Ieið ou reka D hrossahópinn á undan sér. Ferðin sækist vel, og brátt eru þau komin ofan fjallshlíðina. Jónatan rýfur þögnina og segir: — Það var einhvers staðar hérna í fjallshlíðinni, sem ég hitti þig í fyrsta sinn, Lilja. Manstu eftir því? — Já, ég man vel eftir þeim degi. Ég sat hér ein grát- andi yfir tómri berjafötunni minni, en þá kom lítill, góður drengur til mín og hjálpaði mér, og það varst þú, Jónatan. — Við geymum þá bæði endurminninguna frá þeim degi. Ég fer aldrei svo- hérna um hlíðina, að mér detti hún ekki í hug. Síðan rifja þau upp hinar fáu sameiginlegu endur- minningar sínar frá bernskuárunum, og fyrr en varir eru þau komin að túngirðingunni í Austurhlíð, en blessuð þokan heldur enn hlífiskildi sínum yfir ferðum þeirra, svo að þau sjást ekki heiman frá bæjunum tveim undir fjallshlíðinni. En hér skilja leiðir þeirra. Þau stíga bæði af baki, og Lilja réttir Jónatan tauminn á gæðingi hans og segir: — Ég þakka þér kærlega fyrir hestlánið, Jónatan. Hann tekur við taumunum. — Það er ekkert að þakka, Lilja. Mér þykir vænt um, að hesturinn minn hefur borið þig þennan spölinn. Hún roðnar ósjálfrátt við orð hans og réttir honum höndina í flýti í kveðjuskyni, en augu þeirra mætast um leið ög handabandið knýtist, og í augum beggja blikar hin hreina, barnslega vinátta, sem vaknaði í ung- um hjörtum þeirra sólbjartan sumardaginn fyrir mörg- um, mörgum árum, er þau hittust í fyrsta sinni í berja- mó uppi í hlíðinni. En á þessari stundu fær sú vinátta dýpri rótfestu og snertir nýja strengi í hjörtum beggja. — Ég þakka þér fyrir hjálpina og samfylgdina og vertu nú sæll. — Ég þakka þér sömuleiðis samfylgdina, Lilja. Vertu nú sæl. Þau brosa viðkvæmt að skilnaði um leið og handa- band þeirra rofnar. Lilja rekur síðan hrossin heim í réttina í Austurhlíð, en Jónatan stígur á bak gæðingi sínum og ríður heim að Vesturhlíð. Ef til vill finnst foreldrum hans, að hann komi nokkuð seint heim frá vinnunni að þessu sinni, en ástæðuna til þess fá þau aldrei að vita. Blessuð þokan geymir dyggilega ævintýrið hans. IV. Heitur sumarblær leikur í laufi. Djúpur friður hvíld- ardagsins leggur helga ró yfir sveitina. Náttúran öll andar sátt og unaði. Jón í Austurhlíð teymir þrjá gæðinga heim á hlaðið og leggur á þá reiðtygi. Hjónin í Austurhlíð og Lilja hafa ákveðið að ríða til kirkju fram að Grund þennan sólbjarta helgidag. Mæðgurnar koma ferðbúnar út á hlaðið til Jóns, og síðan er lagt af stað í kirkjuferðina. Hver bekkur í Grundarkirkju er þétt setinn af messu- fólki, og séra Einar lítur með gleði yfir fjölmennan hóp sóknarbarna sinna, sem kominn er til að hlíða á orð lífsins, og í dag velur hann líka að íhugunarefni æðsta boðorð meistara síns: — Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni, og náunga þinn eins og sjálfan þig. Lilja í Austurhlíð situr við hlið foreldra sinna í kirkj- unni og hlýðir með athygli á boðskap meistarans. Henni verður litið á foreldra sína til skiptis, um leið og séra Einar lýkur orðunum: — Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.. . og hún andvarpar þunglega. Skyldi þetta fagra boðorð meistarans mikla megna að ná til hjartna foreldra hennar í dag? Þau hafa eflaust oft heyrt það áður í þessari kirkju, en ekki veitt því við- töku. Myndi fara svo enn á ný? Skyldu þau nokkurn tíma eiga eftir að elska hjónin í Vesturhlíð eins og sjálfa sig? Heima er bezt 245

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.