Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 26
Lilja varpar öndinni á ný. Hve mennirnir eru óra- langt frá hinum rétta vegi lífsins. Hún rennir augum meðal kirkjugestanna í þeirri von að sjá einhvern frá Vesturhlíð, en árangurslaust. Það er því líkast að hjón- in frá báðum bæjunum finni það á sér, þegar hin ætli til kirkju, því að aldrei kemur fólkið frá báðum bæjunum til kirkju sama daginn. Ekki einu sinni í guðshúsi getur grannfólkið mætzt, svo rótgróið er hatrið í sálum þess. En aldrei hefur óvildin milli bæjanna verið Lilju jafn þungbær sem einmitt nú síðustu vikurnar. — Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig, hljómar stöðugt í sál hinnar ungu stúlku. Bara að sá boðskapur næði nú að fylgja foreldrum hennar heim frá kirkjunni í dag og gagntaka hjörtu þeirra, þá myndi hefjast nýtt samlíf milli bæjanna tveggja undir hlíðinni fögru, — og þá yrði dásamlegt að lifa! Séra Einar hefur lokið messugerðinni, og söfnuður hans streymir út úr kirkjunni. Hjónin í Austurhlíð og Lilja ganga til stofu í boði séra Einars og drekka þar kaffi, en að því loknu halda þau heimleiðis. Síðdegis- sólin ljómar bjart yfir sveitinni og sveipar hana gulln- um hjúpi. Austurhlíðarhjónin og Lilja eru komin miðja vegu og láta gæðinga sína spretta úr spori, er athygli Jóns beinist skyndilega að hesti, sem kemur á hörðum spretti eftir veginum á móti þeim, hann er með beizli og sennilega að strjúka. Jón glottir meinfýsilega og segir: — Þarna er þá sá grái sloppinn úr vistinni. Anna lítur spyrandi á mann sinn. — Veizt þú hver á þennan hest? — Vesturhlíðar-hvskið er nýbúið að kaupa hann, eft- ir því sem ég hef frétt, en hann virðist ekki vel ánægður hjá því, og nú hefur honum tekizt að sleppa frá þræl- unum. — Ætlar þú ekki að stöðva hestinn, pabbi? segir Lilja og lítur spurnaraugum á föður sinn. — Stöðva hestinn! Nei, ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að stöðva strokuhest frá Vesturhlíð! Nei, held- ur skyldi ég nú hraða ferð hans, og það mætti víst hafa dálítið erfiði af því að finna hann aftur, Vesturhlíðar- hyskið, ég gréti það ekki! — Hefðir þú sjálfur átt hestinn pabbi, hvað hefðir þú þá viljað láta gera þér? — Hvað um það, en ég veit að Vesturhlíðar-hyskið færi aldrei að stöðva strokuhest frá mér, það hefði lík- lega heldur sigað á hann hundinum, og það skyldi ég líka hafa gert núna, væri hundurinn minn með í ferð- inni. Lilja horfir döpur í bragði á föður sinn, en segir festulega: — Hvað sagði séra Einar í kirkjunni í dag? — Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Jón hlær kuldalega: — Það er óneitanlega fögur kenn- ing, en mennirnir framfylgja henni nú líklega seint. — Af hverju hlýða þeir ekki meistara sínum? — Hvers konar spurningar eru þetta, barn? Þú hefur bara orðið prestleg af því að hlusta á séra Einar í dag. — Til hvers fer maður í kirkju, ef ekki til að hlýða á boðskap meistarans og breyta svo auðvitað eftir hon- um. I rödd Lilju er djúp alvara, en jafnframt sársauki. Jón svarar dóttur sinni engu, en horfir með ánægju á strokuhest nágranna síns, sem kemur nú á fleygiferð og er rétt kominn að þeim. — Eg stöðva hestinn, pabbi, segir Lilja einbeitt. — Eg held nú ekki, þú lætur hann bara afskiptalausan. — Nei, nú ætla ég að óhlýðnast, það virðist takmark flestra manna, hvort eð er að gera það. — Hvað er hlaupið í þig, barn? — Jón er orðinn þung- ur á svip, og rödd hans lýsir reiði. En Lilja sinnir því engu. Nú skal hún gera uppreist fyrir réttan málstað, hvað sem það kostar. Nú er strokuhesturinn kominn alveg að þeim, Lilja rennir sér af baki og grípur með snarræði í tauminn á beizli hans. Svo snarast hún aftur á bak sínum hesti og hleypir honum á sprett. Hjónin í Austurhlíð sitja fyrst grafkyrr á hestum sínum og horfa bæði reið og undr- andi á tiltæki dóttur sinnar, en svo átta þau sig brátt og hleypa gæðingum sínum á eftir henni. Þau ætla að fylgj- ast með því, hvar hún skilur við strokuhestinn frá Vest- urhlíð. Lilju sækist ferðin vel, strokuhesturinn er léttur í taumi, þótt leiðin til baka sé honum ekki ljúf. Hún er komin heimundir túnið í Vesturhlíð, er hún sér mann koma ríðandi á móti sér og þekkir brátt, að það er Atli bóndi sjálfur. Þau mætast rétt fyrir utan túngirðinguna í Vesturhlíð. Lilja réttir Atla tauminn.á strokuhestinum án þess að mæla orð og ætlar þegar að snúa til baka. En Atli segir um leið og hann tekur við taumnum: — Svo Austurhlíðarheimasætan er farin að greiða fyr- ir Vesturhlíðar-hyskinu. — Það vottar fyrir háði í rödd hans. Lilju bregður ekkert, og hún svarar einbeitt: — Ég hefði stöðvað strokuhestinn, hver sem eigandi hans hefði verið, og svo kemur mér hatur ykkar hús- bændanna ekkert við, það hefur alltaf verið laust við mig, og ég hef skömm á því. Atli glottir. — Sko þá litlu, þú ert bara svona, — ég þakka greiðann. — Hann er nú varla þakklætis verður. Vertu sæll. — Vertu sæl, stúlka mín. Lilja ríður í spretti heim í hlaðið í Austurhlíð og stíg- ur þar af baki gæðing sínum. Foreldrar hennar eru kom- in heim í hlaðið og bíða hennar þar. Þau eru bæði svip- þung og auðsjáanlega reið, en að þessu sinni koma þau sér einhvernveginn ekki að því að atyrða dóttur sína, þau óttast sinn eiginn málstað, það er því bezt að láta þetta leiða atvik falla algjörlega í gleymsku. Atli í Vesturhlíð teymir strokuhestinn heim og kem- ur honum í örugga geymslu og gengur síðan inn í bæ- inn til konu sinnar og sonar. Kristín lítur undrandi á mann sinn og segir: — Hvað, ertu kominn aftur frá því að leita að hest- inum? — Já, ég þurfti ekki nema hérna rétt út fyrir túnið. — Hvað kom til? 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.