Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 27
— Austurhlíðarfjölskyldan var að koma frá kirkjunni
og hefur víst mætt hestinum á leiðinni. Stelpan kom
með hann til mín.
— Hvað ertu að segja, kom stelpan með hestinn?
Læzt hún nú vera eitthvað merkilegri heldur en hitt
dótið, varla hefðu þau gert það, karlinn eða kerlingin
að stöðva strokuhest héðan.
— Stelpan er líklega ekki svo afleit.
Kristín hlær kuldalega. — Það hefur ekki hingað til
komið dúfa úr hrafnseggi, og hún er varla merkilegri
en foreldrarnir. Atli svarar þessu engu, en Jónatan lítur
fast á móður sína og segir:
— Hvernig getur þú dæmt um stúlku, sem þú þekkir
ekkert, mamma?
— Ég held ég þekki Austurhlíðar-hyskið.
— Áttu nokkuð sökótt við Lilju?
— Nei, en hún er dóttir hjónanna í Austurhlíð, og ég
hata allt hyksið.
— En sú dómgreind! — Jónatan rís úr sæti sínu og
gengur út þungum skrefum. En tiltæki Lilju í dag vek-
ur óblandinn fögnuð í brjósti hans. Hún hefur þegar
gert uppreist gegn hatrinu á milli bæjanna, og fleiri
skulu á eftir koma.
V.
Heiðbjartur septemberdagur roðar í austri. Sveitin
rís af svefni og fagnar hátíð haustsins, gangnadeginum.
Leitarmennirnir eru komnir til fjalla, og hó þeirra og
hundgá kveður við í hlíðum og giljum, svo bergmálar
í frjálsum fjallasal. Búsmalinn lýtur valdi þeirra og
hópast saman og verður nú að yfirgefa friðsæl fjöll og
heiðar og halda til byggða. Nú er frelsi sumarsins lok-
ið, og haustið bíður.
Skammt frá fjárréttinni á Stað hefur verið reistur all-
mikill danspallur í fyrsta sinn, og þar á fólkið úr sveit-
inni að fá tækifæri til þess að njóta gleðinnar samkvæmt
nýjum venjum þennan bjarta gangnadag. Ungmenna-
félag hefur nýlega verið stofnað í sveitinni, og það
stendur fyrir þessari nýbreytni, sem fær marga og
misjafna dóma hjá íbúum Staðarsveitar. Kvenfélag sveit-
arinnar ætlar eftir venju að selja veitingar við réttina,
og hafa tjöld verið reist í þeim tilgangi skammt frá hin-
um glæsilega danspalli. Allt gefur þetta góð fyrirheit
um gleði dagsins.
Kristín í Vesturhlíð stendur aðallega fyrir kaffiveit-
ingunum. Hún er í stjórn kvenfélagsins og ræður þar
miklu. En Anna í Austurhlíð hefur aldrei gengið í þann
félagsskap sökum þess, að grannkona hennar er þar fé-
lagi, og hún hefur ekki einu sinni farið í réttirnar á
gangnadaginn, síðan Kristín fór að standa þar fyrir veit-
ingum. En nú ætlar hún að breyta út af þeirri reglu og
ríða í réttimar með Lilju dóttur sinni til þess að sjá
þessa margræddu nýbreytni sveitarbúa á gangnadaginn,
dans úti á víðavangi.
Lagðsíður og frjálslegur fénaður streymir niður að
réttinni í stórhópum. Hó og hundgá, hróp og fyrirskip-
anir blandast jarmi fjárins og myndar háværan klið í
kyrrð haustsins. Samleik margra óskyldra radda. Fólkið
úr sveitinni hópast heim að réttinni, ungir og gamlir,
og aldrei fjölmennari en í dag.
Jón í Austurhlíð er réttarstjóri að þessu sinni, og nú
segir hann svo fyrir, að fyrsti fjárhópurinn skuli rekinn
í réttina. Skipulagður flokkur manna framkvæmir það
verk, og að því loknu hefst drátturinn. Hér er sam-
felld hringiða fólks og fjár.
Mæðgurnar frá Austurhlíð eru komnar að réttinni.
Anna hittir þar gamla vinkonu sína við réttarvegginn
og tekur hana tali. Brátt ganga þær afsíðis til þess að
geta ræðzt við í einrúmi. En Lilja stígur upp á réttar-
vegginn og sezt þar. Niðri í réttinni er mikið fjör á
ferðum. Gamlir bændur og ungir bændasynir handleika
hverja kindina af annarri, skoða mark hennar og draga
hana síðan í dilk þann, sem við á. Lilja fylgist með því
sem fram fer niðri í réttinni með miklum áhuga og hefur
yndi af. Jónatan í Vesturhlíð er einn hinna rösku
gangnamanna, sem draga féð í réttinni. Hann gengur
ötullega að því starfi og er auðsjáanlega glöggur á mörk
og fénað. Lilja virðir Jónatan fyrir sér af réttarveggn-
um, og virðist henni hann bera mjög af bændasonunum,
sem þarna eru að verki, bæði að atgjörvi og glæsileik.
Hann er karlmannlegur að vallarsýn og efni í góðan
bónda og....
Hún hefur ekki ráðrúm til að hugsa setninguna á
enda, því Jónatan leiðir nú kind að einum dilkdyrun-
um rétt hjá henni og hleypir henni þar inn, en kemur
um leið auga á Lilju, þar sem hún situr á réttarveggn-
um, og nemur þegar staðar. Þau brosa bæði, og svo rýf-
ur Jónatan þögnina og segir lágt og þýtt: — Komdu
sæl, Lilja.
— Sæll, Jónatan. — Þakka þér fyrir síðast.
— Sömuleiðis.
— Það eru margir samankomnir hér í dag.
— Já, ég hef aldrei séð annan eins fjölda fólks hér
samankominn áður. Það gerir eflaust blessaður dansinn.
Og hann fer nú senn að hefjast, því harmónikuleikar-
inn er loks kominn á staðinn, var mér sagt áðan.
— Verður dansað hér, meðan er verið að draga féð í
réttinni?
— Já. Það hefur bara verið beðið eftir hljóðfæraleik-
aranum. — Dansar þú ekki, Lilja
— Jú, en ég hef litla æfingu í því.
— Ætlarðu þá ekki að dansa við mig í dag?
Hún svarar spurningu hans aðeins með brosi, og það
verður hann að láta sér nægja, því að nú er ekki næði
til frekari viðræðna að sinni. Atli bóndi hefur komið
auga á son sinn, þar sem hann stendur á tali við heima-
sætuna í Austurhlíð, og kallar til hans, fremur hastur í
máli:
— Jónatan, haltu áfram að draga féð, drengur!
Jónatan hlýðir þegar skipan föður síns og heldur
áfram að draga féð í réttinni, en hugur hans dvelur hjá
Lilju, og hann bíður þeirrar stundar með fögnuði og
sælli eftirvæntingu að fá að svífa með henni í dansinn.
Haustblærinn andar mildri gróðurangan yfir réttar-
Heima er bezt 247