Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.07.1959, Blaðsíða 29
GUÐRÚN FRÁ LUNDI NITJÁNDI HLUTI „Það var svo sem hvorugt, enda lítið að marka lygina úr kerlingarfjandanum,“ var hann búinn að segja áður en hann gætti að. Svona talsmáti gengi sjálfsagt fram af þessari silkitungu. „Fyrirgefið þér orðbragðið, prest- ur minn, en þetta gengur svo nærri mér, að ég óttast að ég verði brjálaður. Sárast af öllu er að hafa ekki drenginn hjá sér,“ sagði Kristján. „Þér eruð nú svo skynsamur maður, Kristján minn, að þér reynið að beygja yður undir vilja Drottins,“ svaraði prestur í hógværum prédikunartóni. Kristján stikaði fram og aftur um gólfið og hugsaði, að það væri víst nær að segja sér að beygja sig undir vilja maddömunornarinnar. Það var hún, sem var búin að ná bæði tagli og högldum á lífskjörum hans. „Það er þetta, sem ég ætlaði að segja við yður,“ sagði presturinn. „Ég fer núna með næstu skipsferð suður. Ég skal taka af yður bréf til konu yðar og koma með svar- bréf til baka. Ég heimsæki frú Karenu alltaf, þegar ég kem til Reykjavíkur. Það kalla hana ailir frú þar. Þessi maddömutitill er að hverfa úr málinu. Þér getið fengið skriffæri hjá mér og skrifað heima á herberginu mínu, ef þér viljið.“ „Þakka yður kærlega fyrir. Það er vel boðið, en ég er í svoleiðis skapi núna að ég get ekki skrifað. Sendi þá heldur strákangann með það á morgun.“ Svo kvaddi Kristján og reið heimleiðis, jafnhryggur og áður. — Hvernig gat nokkur manneskja lifað í marg- ar vikur og jafnvel mánuði, sem hafði alltaf hita? Hann hefði verið orðinn brjálaður í sporum Rósu. En svo gat það iíka átt sér stað, að hún hefði verið þarna heima hjá móður sinni og hlustað á það, sem hún talaði við hann í símann. Það var ómögulegt að vita, hvað þetta kvenfólk léti sér detta í hug. Kristján gat þess ekki við nokkurn mann, að hann hefði talað suður og skilaði aldrei kveðjunni til Geir- laugar. Næsta morgun settist hann niður og skrifaði konu sinni. En það gat ekki orðið eldheitt ástabréf eins og þau, sem hann hafði sent henni fyrir sjö árum. Sá eldur var orðinn svo fölskvaður, að ekki var hægt að glæða hann aftur, hvernig sem reynt var að blása í glæðurnar. Samt varð þetta hlýlegt bréf. Hann sagði, að heimilið væri eins og hálfhrundar rústir síðan hún hefði farið. Tómleikinn ætlaði að gera út af við sig. Sig dreymdi drenginn og hana næstum því á hverri nóttu. Frá þeirri draumasælu væri ömurlegt að vakna. Nú langaði sig ósegjanlega til að fá drenginn norður, fyrst hann væri heilbrigður. Séra Gísli ætlaði að taka hann að sér og hugsa um hann, eins og hann ætti hann sjálfur. Dreng- urinn hefði beðið sig að koma og sækja sig, þegar hann hefði talað við hann í símanum. Svona hljóðaði bréfið. Kristján fór með það út í kaupstað áður en nokkur kom á fætur. Það var rétt búið að opna búðina, þegar hann kom út eftir. Líklega væri presturinn í rúminu ennþá. En það gerði ekki mikið til. Kristján þurfti að kaupa ýmislegt í búðinni. Þegar því var lokið, fór hann heim í kofann til Leifa og Gerðu og fékk þar morgunkaffið. Gerða var heima þessa daga, vegna þess að það hafði verið uppgripaafli, og hún hafði vinnu við fiskinn. En annars fengu hana færri en vildu við heyskapinn. Leifi var nýlega kominn af sjó og svaf. „Einhvern tíma þurfa þeir að sofá, sjómannagreyin,“ sagði Gerða. Hún þóttist vera búin að sannfrétta það að sunnan, að Rósa væri komin heim til móður sinnar. Ekki gat hún samt munað, hver hefði sagt henni það. Það máttu heita bærilegar fréttir, fannst Kristjáni. Kannske kæmu þau nú heim með prestinum, Jón iitli og moðir hans. Hann hugsaði sér að taka vel á móti þeim. Það yrði gaman að heyra í orgelinu aftur. Þögnin var eitt af því, sem gerði heimilið eins og gröf. Honum hafði alveg láðzt að minnast á það í bréfinu til hennar. Kristján stanzaði lítið í kofanum og flýtti sér síðan heim í læknishúsið. Presturinn var kominn á fætur, sem annað hvort var í glaðasólskini. Kristján fékk honum bréfið og bað hann fyrir dreng- inn, ef hann fengi að fara með honum heim. „Mér væri það sönn ánægja að koma með hann norð- ur, angann litla,“ sagði prestur. „Óiíklegt, að hann vilji ekki fara með mér.“ Kristján reið heim léttur í skapi, með nýjar vonir í Heima er bezt 249'

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.