Heima er bezt - 01.07.1959, Page 31

Heima er bezt - 01.07.1959, Page 31
segja að Rósa væri orðin feit og falleg. Hann hafði svo sem farið að troðast inn á spítala til hennar þessi upp- skafningur. Hann skálmaði beina leið til bæjar — og inn í skrifstofu. Settist á orgelstól konu sinnar og las bréfið, ekki einu sinni, heldur tvisvar eða þrisvar. Það var nátt- úrlega ekkert ástabréf frekar en það sem hann sendi henni. Um það var ekki lengur að tala. Hún sagðist vera óðum að hressast og ef það yrði framhald á þeim bata gæti hún farið heim til mömmu sinnar svona úr réttunum, sem vanalega var sagt fyrir norðan, og þar eftir færi hún að hugsa til heimferðar. Jóni litla yrði áreiðanlega orðið mál á því, Rósa frænka hefði endilega viljað fá hann suður til sín. Hún yrði honum áreiðan- lega góð. Kannske færi hún líka suður einhvern tíma í haust. Svo bað hún að heilsa öllum heima, einkanlega Geirlaugu. Hann varð talsvert rólegri eftir að hafa lesið bréfið. Það var svo líkt Rósu, hlýtt og rólegt. Hann kom við í maskínu-húsinu og skilaði kveðjunni til Geir- laugar, og sagði henni hvað Rósa hefði sagt í bréfinu. Svo flýtti hann sér út á túnið til að rifja með vinnufólk- inu. „Var presturinn kominn með glansandi gullhring?“ spurði Bogga, strax og hann var kominn svo nálægt að hann heyrði til hennar. „Mér datt víst ekki í hug að gæta að því,“ hnussaði í Kristjáni. „Sú fengi þó „feitan slag“ eða hitt þó heldur, sem hreppti svoleiðis hræsnara og landeyðu,“ bætti hann við. „Alltaf hefur það nú þótt bærileg staða að verða prestsfrú,“ sagði kaupakonan. Kristján blés út úr sér einhverjum blótsyrðum. Sá var þó víst ekki í neinu hátíðaskapi, hugsaði kaupa- konan. Bezt að vera ekki að ræða mikið við hann. En Bogga hélt áfram að gaspra: „Mér datt nú bara ekki annað í hug en hesturinn setti prestinn af sér þegar hann lét hann stökkva yfir merkjalækinn þarna hjá Bakka.“ „Það hefði þó ekki gert neitt sérlega mikið til þó hann hefði steypzt af baki,“ sagði Kristján. „Það er ekki svo mikið að hann kunni að sitja hest almenni- lega.“ „Sagði hann þér einhverjar fréttir af Rósu og Jóni litla?“ hélt Bogga áfram. „Láttu þig það litlu skipta,“ sagði hann. Þá hætti Bogga öllum spurningum. Viku fyrir göngur fóru' kaupahjúin. Jóhanna ráðs- kona var farin viku áður. Svo nú voru erfiðar ástæður hjá stórbóndanum á Hofi. Mikið af heyi á engjum og talsvert í votabandshrúgum á túninu. Hvernig skyldi hann geta þurrkað þetta og komið því heim í tóft með Boggu einni. Hann varð að reyna að fá einhverja mann- eskju sér til hjálpar. Geirlaug gat eldað matinn þegar ekki voru fleiri en nú í heimilinu. Hann leit í hugan- um yfir kvenfólksráð á heimilum sveitarinnar. Það var víðast hvar nóg, en ekki aflögu. Loks mundi hann eftir þrekvaxinni heimasætu fram í dalsbotni. Hún hafði ver- ið nokkrar vikur á Hofi fyrsta árið sem hann átti þar heima. Hann mundi enn eftir dugnaði hennar við úti- vinnuna, en maddaman var ekki eins hrifin af henni innanbæjar. En hvað gerði það til. Hann þurfti að fá hjálp við heyið en ekki eldamennskuna. Hann hugsaði sér að reyna að finna hana. Hún var ein af þeim, sem voru hrifnar af honum þegar hann var dáður af sveit- ungum sínum. Hann var að hugsa um þetta í hálfrökkr- inu á heimleið frá því að flytja hjúin. Það var bezt að fara strax í kvöld. Kannske yrði þurrkur á morgun, þá yrði nóg að gera. Geirlaug stóð úti þegar hann reið í hlaðið. „Ég var að vona að þú hefðir kannske fengið einhverja hjálp við heyið,“ sagði hún. „Komstu ekki við hjá Leifa og Gerðu. Ég sé ekki hvernig þú ferð að þessu.“ „Ég hef víst lagt þessa spurningu fyrir mig nokkr- um sinnum á þessum degi, en svarið vill ekki koma,“ sagði Kristján. „Gerða er ráðin næstu viku. Annars hefði hún orðið hjá mér. Hún sendi þér þarna nýjan fisk og lifur. Þeir rífa upp fiskinn núna.“ „Fiskurinn er náttúrlega ágætur, en betra hefði þó verið að fá Gerðu,“ sagði Geirlaug, og brosti ofurlítið. „Hún ætlar að sjóða slátrið fyrir mig. Eru það ekki góðar fréttir?" „Jú áreiðanlega.“ „Nú er ég að hugsa um að ríða í myrkrinu frarn að Giljum og vita hvort ég get ekki fengið Ásdísi til að hjálpa mér þessa viku þó ekki verði lengur,“ sagði Kristján, óvanlega hlýlegur í tali. Hann hafði flutt kaupakonuna á Bleik Rósu í söðlin- um hennar. Hann settist í hnakkinn aftur og kvaddi Geirlaugu og þeysti burtu með Bleik í taumi. Það var komið fram yfir venjulegan háttatíma, þegar hann reið 1 hlaðið á Giljum, samt sá hann að það rauk upp úr eldhússtrompinum. Hann barði því að dyrum. Hús- móðirin kom til dyra. „Ég verð að biðja þig að fyrirgefa að ég ryðst hingað að nóttu til, en það er seinfarið í myrkrinu. Mig langar til að finna dóttur þína að máli,“ sagði hann. „En hún er kannske háttuð?“ „Já, líldega er hún það, en hún getur sjálfsagt klætt sig og gerir það þegar hún heyrir hver kominn er,“ sagði konan brosleit og fór inn. Honum fannst biðin löng, en loks kom þó þessi hold- mikla heimasæta fram í dyrnar með ljós á lýsislampa í hendinni. Kristján heilsaði henni brosandi og hélt lengi í hönd henni. Hún skríkti af hlátri. „Hvað ert þú eiginlega að paufast í myrkrinu?“ „Ég er í nokkurs konar bónorðsför til þín. Hef bar- izt eins og aðrir við óþurrkana í sumar og nú þegar loksins er hægt að þurrka fóru kaupahjúin áður en ég var búinn að ná öllu inn. Nú hef ég ekki nema eina stúlku og mig sjálfan. Þú veizt nú hvað stutt er til gangnanna,“ sagði hann. „Datt þér í hug að ég gæti eitthvað hjálpað þér,“ sagði hún og kom tæplega upp orðunum fyrir hlátri. Heima er bezt 251

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.