Heima er bezt - 01.02.1960, Page 4

Heima er bezt - 01.02.1960, Page 4
PALL HALLDORSSON: J T onas íomasson tónskálcl Heima er bezt hefur kynnt lesendum sínum marga ágætis- menn, sem miklu hafa afrekað fyrir þjóð vora. Er það þarft verk og athvglisvert. Hér verður nú sagt lítils háttar frá einum þess háttar manni. Hann hefur ekki komizt hjá því að vinna sín störf svo að tekið yrði eftir þeim. Starfssvið hans hefur verið þannig. Þess vegna verða, því miður, fáar nýjungar sagðar í greinarkorni því, sem hér fer á eftir. En þess skal getið, sem gert er, og vel unnin nytsamleg störf verða varla ofþökkuð. L~f m aldamótin síðustu var ísafjörður næststærsti kaupstaður landsins. Þá voru þar um 1000 íbú- j ar. Reykjavík ein var mannfleiri af kaupstöð- um landsins með 500 íbúa. Á Akureyri voru uin 840 íbúar. Á Seyðisfirði voru um 600 manns og í Hafnarfirði 700 og tæpast eins á Eyrarbakka. En upp úr aldamótunum fer fólkinu að fjölga í þorpum og kaup- stöðum. Elefur oft verið rætt og ritað um þá breytingu á atvinnuháttum og menningarmálum og þjóðháttum ýmsum, sem síðan hafa orðið. Á ísafirði var þá blómlegt atvinnulíf. Útgerðin stóð með blóma og atvinna mikil og framfarahugur í mönn- um. Fiskisæld hafði aldrei brugðizt í Djúpinu, og menn voru knáir til sjósóknar. Sjómannafræðslu hafði verið haldið uppi þar um skeið. Hafnarskilyrði eru þar ágæt, eins og allir vita, og kaupstaðurinn aðalverzlunarmið- stöð á vesturkjálkanum. Árið 1903 kom ungur maður til ísafjarðar, sem við munum nú segja lítils háttar frá. Hann á þar heima enn- þá, og er nú kominn fast að áttræðu. Elvað heitir hann? Hvaðan kom hann? Hvað hefur hann verið að gera á ísafirði öll þessi ár? Hann heitir Jónas Tómasson. Þar með er mikið búið að segja, því að eins og drepið var á hér áðan, þá hefur hann unnið sín störf fyrir opnum tjöldum, unnið í þágu almennings og því ekki komizt hjá því að eftir honum yrði tekið, enda er hann nú þjóðkunnur maður. Hvaðan kom hann? Sunnan úr Borgarfirði. Þó er hann ekki Borgfirðingur. Hann er fæddur að Hróastöðum í Fnjóskadal 13. apríl 1881. Foreldrar hans voru Tómas Jónasson, bóndi, og kona hans, Björg E. Þorsteinsdóttir, bæði af þingeyskum bændaættum. Tómas var maður hagorður og fékkst nokkuð við ritstörf. Munu til dæmis vera til í handriti nokkur leikrit eftir hann, sem geymd eru í Fandsbókasafninu. Jónas á því ekki langt að sækja listhneigðina. Ársgamall missti Jónas föður sinn. Flutt- ist hann þá að Fremstafelli í Köldukinn til Sigríðar föð- ursystur sinnar. En hún fluttist til Ameríku þegar Jónas var sex ára. Mun þá hafa legið við borð að hann færi með henni, en svo varð þó ekki. Hann fór til Gunnlaugs Einarssonar, bónda í Fjósatungu, og fluttist með honum að Einarsnesi í Borgarfirði, og þaðan ltom hann til ísa- fjarðar. — Jónas neitar auðvitað ekki sínum norðlenzka uppruna. En hann er fyrir löngu orðinn Vestfirðingur, og Vestfirðingar telja sér hann. Þá er að segja frá störfum Jónasar. í mörg ár var hann við verzlunarstörf, og um hríð fékkst hann við útgerð. Guðmundur Bergsson, póstmeistari, átti stóra bóka- verzlun á ísafirði og hafði viðskipti víða um Vestfirði. Þegar Guðmundur varð póstmeistari á Akureyri, seldi hann verzlunina Oddi Guðmundssyni frá Hafrafelli, sem rak hana um eins árs skeið eða svo. Jónas keypti verzl- unina 1920 og hefur rekið hana þar til fyrir nokkrum árum, að hann fékk hana í hendur yngsta syni sínum. Það er síður en svo, að dregin væru saman seglin í bóka- verzluninni, þegar Jónas tók við. Hann hefur fylgzt með og fært út kvíarnar að staðizt allan samanburð á því sviði. ísfirðingár hafa líka svnt honum tiltrú. Hann hef- ur átt sæti í bæjarstjórn um tíma, verið lengi í sóknar- nefnd og gegnt fleiri trúnaðarstörfum. Hann hefur líka unnið mikið að bindindismálum. Og þó er það ekki þetta, sem kemur mönnum fyrst í hug, þegar þeir heyra nafn Jónasar Tómassonar nefnt. Eins og vikið var að hér áðan, hafa þjóðhættir breytzt mjög á okkar landi á síðustu tímum. Þegar fólki fór að fjölga í kaupstöðunum, kölluðu ný verkefni að, og gömul viðfangsefni varð að leysa á nýj- an hátt. Tónlistariðkanir Islendinga höfðu verið fremur fábreyttar. Nýir menningarstraumar berast til landsins úr þeim löndum, sem lengra eru komin. Tónlistin tekur á sig nýjan svip. Færeyskur menntamaður, Nicolai Pedersen Mohr, ferðaðist hér á landi árið 1780 í erindum fyrir dönsku stjórnina. Hann segir svo um kirkjusönginn: „Kirkjusöngurinn er yfirleitt sæmilegur, því að í Grallaranum eru nótur prentaðar við fyrsta versið í hverjum sálmi, og hafa flestir prestar lært í slcólanum að syngja eftir þeim. Algengt er, að beztu raddmennimir sitja í kór við hlið prestsins, og hlítir söfnuðurinn forystu þeirra við sönginn. Fjarri fer því, að ég ætli mér að bera lof á íslenzka sönglist, því að hún fullnægir í engu þeim kröfum, sem vorir tímar gera til góðrar sönglistar, en kirkjusöngurinn er þó svo góður, sem hann getur verið án org- els.“ 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.