Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 5
Sunnukórinn. — Við hljóðfcerið er ungfrú Elisabet Kristjánsdóttir. Um aldamótin 1800 leggst grallarasöngurinn niður. Talið er, að þá hafi kirkjusöng hnignað að mun. Endur- bót í nýjum stíl byrjar, þegar Pétur Guðjohnsen verður organleikari við dómkirkjuna í Reykjavík 1840. Pétur og hinn ötuli eftirmaður hans, Jónas Helgason, gefa út margar söngbækur. Áhrifin frá þeim breiddust út um landið. Á Akureyri verður Magnús Einarsson dugmikill forystumaður í söngmálum þar í bæ og norðanlands yfir-leitt. Á Seyðisfirði var Kristján Kristjánsson læknir og tónskáld og karlakórinn Bragi „undir læknishendi“. ísafjörður eignaðist líka sinn forvígismann í tónlist- inni. Um síðastliðin aldamót var Jón Laxdal tónskáld búsettur þar og stóð fyrir söngiðkunum. Þá var Hannes Hafstein sýslumaður þar, og urðu þá til hjá þeim mörg Ijóð og lög, sem þjóðinni hafa síðan verið kær. Þá er að nefna Grím Jónsson, cand. theol., sem hafði mikla tón- listarhæfileika. Árið 1910 vantaði organista við kirkjuna á ísafirði. Frú Anna Benediktsson hafði gegnt starfinu. Hún lék ágætlega á hljóðfæri og var mjög góð söngkona — svo hefur Jónas Tómasson sagt. — Jónas var nú ráðinn organleikari við kirkjuna. Tónlistaráhugi og tónlistarhæfileikar munu snemma hafa komið í ljós hjá Jónasi. En um tilsögn var tæpast að ræða. Árið 1909—1910 dvelst Jónas í Reykjavík við nám hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. Námstíminn var að vísu stuttur en notaðist vel. Jónas lagði aðallega stund á hljómfræði en einnig orgelleik og söngkennslu og tók um vorið söngkennarapróf við Kennaraskólann. Er nú komið að því atriðinu, sem okkur kemur fyrst í hug, þegar við heyrum nafn Jónasar Tómassonar nefnt — sönglistarstarfinu. Er skemmst frá að segja, að Jónas verður nú for- göngumaður ísfirðinga í söngmálefnum. Heldur hann þeirri forystu, enn, þó að hann hafi nú góðan stuðnings- mann við hlið sér, svo sem síðar verður að vikið. Frá 1910 hefur Jónas verið kirkjuorgelleikari á ísafirði og er það enn. Hann hefur jafnan haft þar ágætan kirkjukór, svo að óvíða mun betri hérlendis. I mörg ár stjómaði hann Karlakór ísafjarðar, og hefur hann hald- ið marga hljómleika á ísafirði og víðar um Vestfjörðu. Mörgum hefur Jónas kennt að leika á hljóðfæri, og þykir hann ágætur kennari. Ekki má gleyma söng- kennslu hans í skólum bæjarins árum saman. Hann hef- ur alltaf verið boðinn og búinn til að starfa í þágu söng- listarinnar — alltaf reiðubúinn að leggja henni lið. Skal nú drepið á nokkur atriði. Árið 1920 fer Jónas til Reykjavíkur og æfir þar söng- flokk og heldur samsöng, þar sem flutt voru eingöngu tónverk eftir hann. — Árið 1925 fá þeir Jónas og Sigur- geir Sigurðsson biskup, sem þá var sóknarprestur á Isa- firði, Sigurð Birkis til að raddþjálfa meðlimi kirkjukórs- ins. Er það upphafið á starfsemi, sem síðan hefur verið haldið áfram víða um land með miklum og góðum ár- angri. Á Alþingishátíðina 1930 kom Jónas með Karlakór Isafjarðar og tók þátt í söngnum þar og á landsmóti Sambands íslenzkra karlakóra, sem haldið var í sambandi við hátíðina. Aftur tók kórinn þátt í söngmóti karlakór- Heima er bezt 41

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.