Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 9
ODDNY GUÐMUNDSDOTTIR:
Jólaþankar farkennarans
Smásaga
E^g ætlaði að prófa börnin í stafsetningu og semja
verkefni úr vandrituðum orðum í samhengis-
iausum setningum, 90 orð, eins og landsprófs-
** stílarnir eru.
Svona hef ég oftast kennt réttritun öll þau ár, sem ég
hef fengizt við barnafræðslu. Allt í einu fóru að heyr-
ast raddir um, að þetta væri andlaust stagl og mis-
heppnuð kennsluaðferð. „Grunaði mig ekki alltaf?“
sagði ég við sjálfa mig og fór að skammast mín í laumi.
Ég huggaði mig þó í snatri við það, að margt bamið
hefði ég frætt um, að Eldgamla ísafold væri landið
okkar, en ekki gamalt ísafoldarblað. Á fyrstu kennslu-
árum mínum vissu börnin þetta yfirleitt ekki. Þá sinntu
kennararnir Skólaljóðunum lítið. En þetta breyttist. Það
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar prófverk-
efni voru opnuð eitt vorið, að landsprófsnefnd spurði
um merkingu nokkurra orða úr kvæðum. Minntist ég
þess þá, að stjórnsamur skólanefndarmaður ávítti mig
fyrir það í áheyrn barnanna, að ég lét lesa Skólaljóðin
í kennslustundum. Hann sagði, að ég hefði ekki rétt til
að kenna annað en það, sem ætlað væri til prófs. Ekki
man ég, hverju ég svaraði hinum vígða manni. En
straumur tímans var með mér. Allt í einu voru Skóla-
Ijóðin orðin prófhelguð námsgrein. Ég tók við nýjum
börnum ár eftir ár. Með hverju ári fór það í vöxt, að
strikað væri undir torskilin orð í Skólaljóðunum. Og
nú er svo komið, að málsmetandi menn eru farnir að
hvetja íslenzku kennarana til að vera skemmtilegir. En
þetta hafði mig grunað fyrir lifandi löngu, að ég væri
ekki nógu skemmtileg.
„Hóf er í hverju bezt,“ segi ég við sjálfa mig. Ég
legg ekki alveg niður staglstílana. Og nú fer ég að vél-
rita prófverkefnið:
(Ég byrja á ng-reglunni.) Ég geng í hring. (Þetta
geta víst allir.) Hvað fýkur í storminum? (Þau ættu að
muna þetta: fjúka, fýkur, strjúka, strýkur.) Börnin
dansa á jólunum á nýjum skóm. (Næst tek ég tvíritaða
samhljóðann. Merkilegt, hvað þeim gengur illa að átta
sig á honum, eins og ég tala þó mikið um stofnana.)
Margt fé fennti í haust. (Bezt, að þau fái aðra sam-
hljóðasetningu.) Dimmt er í skóginum. (Auk þess eiga
þau að muna eftir, að hafa g í skógur. Nú bý ég til
setningu með n-reglunum. Þær eru erfiðastar, því að
þær krefjast málfræðikunnáttu. Annars er stafsetning
að mestu handverk.) Hér er komimi gestur, með gaml-
an, fúinn stctf. (Ekki má ég gleyma sögnunum með g í
fleirtölu en engu g í eintölu.) Harin kreppti hnefann
og hló. (Ég hef þær tvær.) Þú hlóst ekki. (Mér dettur
í hug ypsilonaæðið í þessum krökkum. Nú skal ég gera
þeim grikk.) Gaukurinn verpir í hreiður smáfuglanna.
(Þau hafa áreiðanlega ypsilon í hreiður, eins og ég er
þó búin að leggja niður fyrir brjóstið á þeim að hafa
það ekki, nema þau séu alveg viss um, að það eigi að
vera.) Fiðlu-Björn sat -á steini og heyrði fagran söng.
(Mér gengur illa að kenna þeim að rita rétt orð eins
og Ytra-Lón og Göngu-Hrólfur. Þau tættu sundur
Fornahvamm og Langadal í gær.) Vertu miskunnsam-
ur við dýrin. (Þetta gengur þeim vel að muna: miskunn,
vorkunn, forkunn, einkunn. Nú eru komin 60 orð. Ég
á eftir regluna um, að ekki megi vera j á undan u og
a, ef einfalt i fer á undan.) Krían sér síli niðri í vatn-
inu. (Þetta er víst helzt til þung æfing. Ég gef þeim
eina auðvelda setningu.) Litla stúlkan drakk úr lind í
mónum. (Bara, að þau hafi nú ekki ypsilon í lind! Það
væri líkast þeim.) Hóm sá laxinn stökkva upp fossinn.
(Þau ættu fyrir því að fá einu sinni enn setninguna:
Góður er laxinn, lagsmaður. Raunar sé ég ekki betur en
blaðamaður hefði x í lagsmaður fyrir skömmu. Nú
vanta ellefu orð. Ég sulla þeim saman af handahófi,
ekki of auðveldum.) Nú sé ég sex syngjandi, hvíta
fugla fljúga yfir fjörðinn. (Fegin er ég, að þetta er
búið.)
Loksins hef ég næði til að hugsa um einkamál mitt,
skáldskapinn. En hann væri ekki einkamál, ef ég réði.
Þeir líta ekki við kvæðunum mínum. Þeir segja, að þau
séu hefðbundin, og í óbundnu máli hafi ég engan stíl.
Þarna endursendu þeir mér kvæðið Spámanninn, sem
ég var þó verulega ánægð með. Mér datt einu sinni í
hug, að ýmsir trúarbragðahöfundar hafa verið floga-
veikir, og orti kvæði, sitt um hvern. Var jafnvel að
hugsa um að senda Læknaritinu þetta. Að lokum sendi
ég þó öðru tímariti í höfuðstaðnum kvæðið um
Múhamed. Það byrjar svona:
„Úlfaldarnir óðu heitan sandinn.
Eigandinn var rétt af baki dottinn----“
Tímaritið leit ekki við þessu kvæði.
Að mér heilli og lifandi, sendi ég nú þetta kvæði af
stað aftur — öðru blaði. Frægt skáld fékk það prentað
nýlega í ljóði, að nóttin væri á tölti milli skýjanna. Ég
Heima er bezt 45