Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.02.1960, Blaðsíða 10
anza því ekki, að sumarnóttin geti minnt á tölthross. En mannlýsingin í kvæðinu mínu er einkar sennileg. Ég sendi það bara, hvað sem tautar. Ég vélritaði kvæðið, skrifaði ritstjórn Ritsins (Ég nefni það bara Ritið) hógvært bréf og fór að sofa. Daginn eftir beið ég eftir póstinum frammi á Mel í hörkufrosti og kom heim aftur hálfdauð úr kulda. Ég er ekki að kvarta. Ég held alltaf, að skáld verði að reyna dálítinn kulda, ef þau eiga að yrkja vel. En það má ekki segja núorðið. Jesús minn-----. Nafn frelsarans fraus á vörum mér í stofuhitanum. Ég hef sent----. Æ, krakkar, við geym- um stafsetningarprófið til morguns.----En kvæðið um Múhamed er þarna og sómir sér vel. Svona er að hafa enga hirzlu, nema bakpokann. Mér hefur reynzt bezt að ganga hreint að verki og umhugsunarlaust. Ég skrifaði ritstjórninni og sagði henni, að kvæðið, sem ég ætlaði að birta væri enn heima, og bað hana að fleygja hinni vitleysunni. Hús- bóndinn var að fara í kaupstað og tók bréfið. Ég bjóst ekki við svari. Blaðamennirnir eiga víst glaða stund yfir stafsetningarverkefninu mínu og auka ekki álit sitt á farkennarastéttinni, hugsaði ég. Nokkrum dögum seinna fékk ég bréf með stimpli Ritsins og reif það upp í frímínútum. Þarna kom þá stafsetningarprófið: Eg geng í hring. Hvað fýkur þarna í storminum? Börnm dansa á jólunum á nýjum skóm. Margt fé fennti í haust. Dimmt var í skóginum. Hér er kominn gestur með gamlan, fúinn staf. Hann kreppti hnefann og hló. Þú lolóst ekki. Gaukurinn verpir í hreiður smáfuglanna. Vertu miskunnsamur við dýrin. Krían sér síli niðri í vatninu. Litla stúlkan drakk úr lind í mónum. Hún sá laxinn stökkva upp fossinn. Nii sé ég sex syngjandi, hvíta fugla fljúga yfir lygnan fjörðinn. Skárri er það nú samvizkusemin að skila mér þessu. Þeir hafa víst skemmt sér bærilega ótætis blaðamenn- irnir. Mér var nær að hætta við staglstílana undir eins og mætir menn fóru að gera gys að þeim. En hvað ætli ritstjórinn skrifi mér? Ég leit á nafnið undir bréfinu og kannaðist við manninn. Hann skrifaði: „----Kvæðið þitt er bara gott, miklu betra en þetta, sem þú birtir í Reykjalundi. Losaðu þig við hefð- bundnu formin. Ég held, að þetta kvæði græddi á því, ef þú slepptir stóru stöfunum. Við ætluðum að birta það.“ Hvað oft hef ég sagt þessum krökkum, að vera úti í frímínútunum, og eins það, að vera ekki með nefið niðri í öllu? Þarna er þá Jónas kominn, stendur sakleys- islegur álengdar, en ætlar að gleypa stafsetningarverk- efnið með augunum. Hann er víst ekki í neinum vafa um, til hvers þessi ritsmíð er gerð. Tæpt í klettum fyrir nær 60 árum Framhald af bls. 44. ------------------------------- fjallinu og hrapað ofan í þennan hræðilega stað, ef til vill með snjóskriðu, því nokkuð hafði snjóað í fjöllin fyrir leitir. Lambið hefur nú legið rólegt nokkra stund og enga tilraun gert til að brölta á fætur. Ég smokka nú lykkj- unni á horn þess og get smeygt því heim fyrir mig meðfram klettinum og held svo um endann á bandinu, en lambið röltir hiklaust eftir syllunni. En nú hef ég það á mínu valdi úr þessu. Svo fika ég mig með gætni heim þennan háskalega gang aftur. Og mikil var sigur- gleði mín, er ég var kominn úr mesta háskanum heill á húfi með lambið lifandi við hönd mér. Er ég hafði fundið líklegan stað, ætlaði ég að láta lambið síga í festinni niður til drengsins, sem allan tím- ann hafði beðið fyrir neðan klettana, en það fótaði sig á hverri nibbu. Þá batt ég saman alla fætur þess og brá skutulsbragði á hornin, og hékk það þá eins og kút- magi í reipinu. Þannig renndi ég því niður þar til reipið var á enda. Kallaði ég þá til drengsins, hvort hann næði nú til þess Hann bað mig að bíða dálítið, hann ætlaði að klifra dálítið hærra. Loks sagði hann, að ég mætti sleppa. Seinna fékk ég að vita, að við það hefðu bæði drengur og lamb hrapað alllangt niður í skriður. Svo lét ég riffilinn síga niður og las mig síðan niður klettinn eftir vel sigraða þraut. Heim komum við svo um kvöldið heldur en ekki færandi hendi. Húsfreyja lét lambið laxera og ruddist þá frá því mikið af aurleðju, sem það hafði étið ofan í sig í sveltinu. A aðfangadag jóla er kvatt dyra heima hjá mér. Stendur þar þá húsfreyjan af bæ þeim, sem lambið var frá. En það hafði lifað góðu lífi frá því er það kom úr hrakningnum, og dafnað vel. Réttir hún mér nú fagur- prjónaða rósavettlinga, sem björgunarlaun og jóla- kveðju. Þeir vettlingar hlýjuðu mér lengi og vel, bæði andlega og líkamlega. 46 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.