Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 12

Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 12
stillilogn og heiður himinn, hvert sem litið var. Sólin skein glatt í suðaustri, nýkomin undan hafsbrún, og hellti þorrageislum sínum yfir láð og lög. Við ræddum um það, hve veðrið væri dásamlega gott, og hve okkur ætlaði að gefa vel í ferðinni, og gerðum áætlun um hvenær við kæmurn af heiðinni niður í Selárdalinn, og á hvaða tíma við gætum náð niður í Vopnafjarðarkaup- stað, en það var áætlunin að ná þangað um kvöldið, og sýndust engar bægðir á að það mætti takast. Svo lagði Jónas af stað heimleiðis, en við ferðalang- arnir upp á urðarbrúnina, há-heiðina, suður með Há- gangnum. En þegar við komum suður með austurhorni fjallsins, sáum við framundan lágan þokuslæðing, og eftir stutta stund gengum við þarna inn í þéttan þoku- vegg, svo við sáum ekki nema fáa metra frá okkur. Okkur varð öllum hálf illa við þetta og þótti þetta skrítið veðurlag, að þessi dimma þoka skyldi liggja þarna á háheiðinni en ekkert sjást til hennar norður af brúninni. Þannig var háttað þarna á heiðinni, að hjarn- breiða var yfir allt, svo hvergi sá á dökkan díl, og ofan á hjarninu var laus jafnfallin mjöll í ökla. Það var því ekkert kennileiti til að átta sig á og alveg stilli-logn. Fyrst í stað virtist að ekki mundu vandkvæði á að halda réttri stefnu, því til sólar sá í gegnurn þokuna. En ekki leið löng stund þar til sólarsýn hvarf, og ekkert varð við að styðjast á þessu hvíta teppi undir fótum okkar, sem við sáum aðeins örlítinn hring af, nokkra metra í þvermál. Þegar við höfðum gengið rúmlega klukkustund, komum við allt í einu þvert á nýgengna slóð í mjöllina. Við sáurn það fljótt, þótt við vildum naumast trúa því, að þetta var okkar eigin slóð, enda ekki mörgum til að dreifa þarna á reginfjöllum. Þokan grúfði þétt og grá yfir snjóbreiðunni og enginn andvari gerði mögulegt að geta sér til um áttir. Við námum staðar í úrræða- leysi. Steinn stóð upp úr fannbreiðunni, lágur og lík- legur til að veita hvíld og hollt sæti. Við settumst í hring á steininn meðan við ræddum málið. Niðurstað- an varð sú, að ekki mundi tjóa að sitja þar og hafast ekki að, því dag rnundi þrjóta en ekki þokuna. Okkur fór eins og öðrum, sem á steininn setjast, að við urðum tvisvar fegin, stóðum því upp og tókum þá stefnu, sem líklegust þótti, þvert af slóð okkar. Nú var gengið ldukkutíma eftir ldukkutíma, yfir hvíta og mis- hæðótta auðnina. Klukkan varð þrjú og fór að halla til fjögur. Okkur fannst vera farið að halla undan fæti og vonin glæddist um að við værum að koma ofan í Selár- dalinn. Hallinn jókst og hugrekkið um leið. Klukkan um fjögur birti snögglega framundan, þar var nálega heiður himinn og sólin var við sjónhrings- brún, við það að setjast. Að baki var þokuveggurinn sem áður. Við höfðum gengið vestur úr honum, því stefnan var nálega á sólsetrið. Við urðum bæði undrandi og fegin. Fegin því að fá útsýn og ná áttum, og undrandi yfir því hve mjög við vorum komin afvega. Við vorum nú ekki í vafa um áttirnar, því á þessum árstíma var sólin við sjóndeildar- hring í V. SV. og ég þóttist þekkja fjallahringinn fram- undan, Heljardalsfjöll o. fl. Við vorum þá stödd innar- lega í Miðfjarðarheiði sunnan Miðfjarðarár. Nú var numið staðar og tekin hvíld, því þreyta og sultur sögðu til sín. Var nú tekinn fram nestisbitinn og mjólkurflaskan, sem áður er getið, og kom sú forsjálni nú í verulega góðar þarfir. Var nú ráðgazt um, hver háttur mundi vænlegastur að ná til byggða, þar sem dagur var þegar að kveldi kominn. Vænlegast og áhættu- minnst var að snúa við, þar sem við höfðum nú fengið réttar áttir, ná Miðfjarðará og fylgja farvegi hennar til byggða, og var þá Kverkártunga, sem við fórum frá um morguninn næsta byggða bólið, en þá voru litlar líkur til að meira yrði úr ferðinni, og það fannst okkur fremur sneypulegt. En ef við áttum að ná í Vopna- fjörðinn, urðum við að ganga aftur inn í þokuvegginn og láta kylfu ráða kasti um hvernig það færi. Var það ekki fýsilegt. Tungl var í fyllingu og ég vissi góð sldl á því og áttum í sambandi við það eftir klukku, og svo var að koma austan gola. Það var ráðið af að reyna Vopnafjarðar-leiðina, og við stóðum upp hvíld og hresst eftir næringuna og héldum í austurátt. Þokan hafði lækkað og var komin á hreyfingu. Við sáum glytta í syðri Háganginn við og við. Sólarlagið hvarf og það fór að húma, en tunglið sást í gegnum þokurykið, og karlinn þar glotti að þess- um fáráðu hræðum, sem voru að flækjast hér uppi á reginfjöllum að þarflausu. Við vorum komin inn í þokubakkann á ný og öll dagsskíma horfin. Nú tók við bratti, sem ég vissi að var fjallgarðurinn á milli Hágang- anna, en tunglið sást í gegn af og til og sagði til vegar. Tíminn leið og við þreyttum gönguna í nótt og þoku. Halla tók undan fæti og var það léttir. Þokan varð þynnri, og maður sá lengra frá sér, og tunglið lýsti nokkuð í gegn og sást af og til. Um klukkan tíu um kvöldið komum við að lægð, sem sýnilega var árfarvegur, því á stöku stað hafði snjórinn brotnað niður og sást þar í vatn. Ég var þegar viss um, að hér vorum við komin að Hvammsá, sem er á leiðinni til Vopnafjarðar og við áttum að fara yfir uppi á heiðinni. Þar eru kallaðar Hvammsár-eyrar. Nú var dálítið styttra að fylgja ekki árfarveginum, sem við gátum þarna séð fyrir, sem ég vissi að var öruggur veg- vísir síðar, ef við ekki töpuðum af honum hér, þar sem á þessi fellur í alldjúpu gili nær Selárdalnum. Við höfð- um upphaflega ætlað í Aslaugarstaði í Selárdal, en nú var bara að ná til bæja, og var það næst að ná Hró- aldsstöðum. Við þrömmuðum nú með árfarveginum um hríð, og gátum haldið við hann af landslagi, og svo hafði vatnið brætt upp af sér og ísinn og snjórinn fallið niður í stöku stað. Máninn lýsti gegnum þokuna og sjónhring- urinn varð stærri eftir því sem landið lækkaði og við þóttumst á grænni grein, ef þolið ekki þryti til göng- unnar. Loks komum við að. gilinu og var þá ekki vandi að halda við farveginn. Þá vorum við farin að verða hægfara, en héldum þó stöðugt áfram. Þegar við kom- um niður undir Selárdalinn, loftaði það undir þokuna, Framhald á bls. 55. 48 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.