Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 13

Heima er bezt - 01.02.1960, Síða 13
JOH. ASGEIRSSON: Fremst í Laxárdal, sunnan Laxár, liggur eyðibýl- ið Pálssel. í jarðamatsbók Árna Magnússonar ár 1703 er getið um tvær hjáleigur Dönustaða: Hólkot og Dönustaðasel, og getur þar varla verið um aðra hjá- leigu að ræða en Pálssel. Hólkot er þá talið í eyði, en í Pálsseli býr j)á Hall- dóra Steinsdóttir, ekkja Þorláks Vilhjálmssonar, með syni sínum. Einnig er þess þar getið að Hjarðarholtskirkja eigi selför í Kika, og hlýtur þar að vera átt við Kikasel, sem er tveimur km framar í dalnum, fram við svokall- að Skeggjagil, fram undir Heiðarbrekkum, beint á móti Sólheimum, norðan Laxár. Á Kikaseli sér enn þá skýrt fyrir selrústunum. f jarðatali J. Johnsens árið 1805 er Dönustaðasel og Hólkot taldar eyðihjáleigur í Dönustaðalandi. Hér kemur svo stór eyða, þar sem heimildir vanta um ábúð á Pálsseli. En árið 1845 er talinn ábúandi þar Guðbrandur Narfason, faðir Vilborgar, sem lengi var á Höskulds- stöðum í Laxárdal, hjá Ásu Jóhannsdóttur, og dó þar 3. jan. 1924, 91 árs að aldri. Frábær skírleikskona og fróð um marga hluti. Hún var seinni kona Einars Ein- arssonar, er bjó á Felli í Árneshreppi 1869—70, en síð- an á Munaðarnesi til 1888. Fluttist þá að Saurum í Laxárdal og bjó þar til æviloka. Eyjólfur faðir Einars í Gerði, var sonur Einars Ein- arssonar, er hann átti með fyrri konu sinni, Guðrúnu. En með seinni konu sinni, Vilborgu, er áður getur, átti hann ekki börn. Margir munu hafa búið í Pálsseli á tímabilinu frá 1850 til aldamóta. Einn af þeim sem bjó þar fyrir aldamót var Jens Jónsson, sem kenndur var við Hól í Hvammssveit, fað- ir Bjarna í Ásgarði. Bjárni fæddist í Pálsseli 14. maí 1865. En árið 1901 býr Benedikt Halldórsson á Pálsseli, ættaður frá Leysingjastöðum í Hvammssveit, bróðir Daða Halldórssonar, sem lengi bjó á eignarjörð sinni, Dönustöðum, sem Pálssel taldist til, eins og fyrr segir. Árið 1901 flytur svo Gísli Jóhannsson að Pálsseli, en áðurgreindur Benedikt þaðan. Gísli er sonur Jóhanns Vigfússonar, er bjó á Saurum í Laxárdal, á seinni hluta 19. aldar. Móðir Gísla hét Guðbjörg, þá vinnukona á Saurum, dóttir Gísla Jónssonar, f. 5. júní 1804, d. 25. janúar 1870. Bjó á Brunngili í Bitru frá 1844—65. Guð- björg dó 1932 í Gerði Hvammssveit, hjá Einari Evjólfs- syni, syni sínum, er áður er getið. Gísli Jóhannsson er fæddur 3. júní 1875. Hann er nú einn á lífi af þeim systkinum, að föður til, en einn hálfbróður á hann að móður, Einar Eyjólfsson, bónda í Gerði í Hvamms- sveit. Hin systlcini Gísla voru: Kristján Jóhannsson Bugðustöðum, Hörðudal, þekktur hagyrðingur um Dali, Jón Jóhannsson, bóndi á Seljalandi, Hörðudal, Jóhann Jóhannsson, bjó á Goddastöðum í Laxárdal. Guðlaugur Jóhannsson, vinnum., dáinn fyrir mörgum árum. Systur: Ása Jóhannsdóttir og Guðrún Jóhanns- dóttir (seinni kona Bjarna í Ásgarði). Áður en Gísli flutti fram dalinn, hafði hann búið á Kambsnesi í sömu sveit í 7—8 ár, en flutti svo þaðan að Hömrum, næsta bæ við Pálssel, norðan Laxár, og bjó þar í eitt ár frá 1900—1901 að hann flytur að Pálsseli, eins og fyrr er getið. Fólkið sem flutti með honum þangað var: Ólína Guð- jónsdóttir, kona hans, Guðbjörg, móðir hans, með Ein- ar son sinn, þá 10 eða 11 ára, og sá sem þetta ritar Jó- hannes Ásgeirsson, þá 5 ára. Svo hefur Gísli sagt frá sjálfur, að fyrst eftir að hann flutti að Pálsseli, hafi sér leiðst svo mikið að sjá ekki sjóinn, að hann hafi hlaupið daglega um 1 rastar leið, til þess að sjá út á hafið, upp á svokallaðar Strýt- ur. En brátt breyttist það, og mun hann ekki hafa un- að annars staðar betur, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika er jörðinni fylgdu, því kosti fann hann þar líka marga, er hann mat mikils, svo sem frjálsræði með skepnur, mikla landkosti fyrir sauðfé, meðan niðri náði o. fl. Árið 1917 deyr Ólína Guðjónsdóttir, kona Gísla, fóstra mín og hafði þá verið meira og minna veik í mörg ár. Eftir það býr hann með ráðskonum, þar til Guðrún Jónasdóttir fer til hans sem unnusta eða eigin- kona, þótt áð vísu séu þau eldd formlega gift. (Og var það 1930 eða 1931). En Guðrún er systir Jóhannesar úr Kötlum og dóttir Jónasar Jóhannessonar er bjó í Ljárskógarseli. Árið eftir eða 1918 flytur Gísli frá Pálsseli að Hólum í Hvammssveit og býr þar í 3 ár, en flytur svo aftur að Pálsseli 1921 og býr þar svo til 1943, að hann flytur þaðan alfarinn, að Lambastöðum í sömu sveit, með Kristjáni Einarssyni, uppeldissyni sín- um. Og hafði hann þá búið um 40 ára skeið í Pálsseli, og alla tíð leiguliði, nema þrjú síðustu árin. En jörðina á hann enn þá. Árin, sem Gísli bjó á Hólum, bjó Jóhannes Jóhann- esson í Pálsseli, bróðir Jónasar, er bjó í Ljárskógarseli. Þaðan flutti svo Jóhannes að Dönustöðum til Sltúla, sonar síns, sem býr þar nú. Landrými er mikið í Páls- seli, þótt miðað sé við slægjuland, því beit var talin sameiginleg á jörðunum Dönustöðum og Pálsseli. Landslagi er þannig háttað að land er þar fremur hallalítið og flatt. Fyrir neðan Brún er landið um 4 Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.