Heima er bezt - 01.02.1960, Side 14

Heima er bezt - 01.02.1960, Side 14
km á breidd, en mjókkar er ofar dregur og sunnar á fjalllendinu. En frá Laxá að telja eru 10—12 km suður á fjall, þar merki ráða, eða sem næst um 35—40 ferkm. svæði. Þegar Gísli flutti á jörðina var húsakostur þar mjög lélégur. Löng og mjó göng voru til baðstofu. I henni var þverbiti og svo lágt undir hann að allir meðal menn að vexti ráku sig á hann ef þeir ekki beygðu sig, hvað þá þeir sem hærri voru. Og svo var mjótt milli rúma, er setið var á rúmunum báðum megin, að hné rákust nærri saman. Arið 1910 byggði Gísli upp bæinn, var þá gamli bær- inn rifinn. Túnið var líka mjög lélegt og lítið. Fyrsta árið voru af því 16 eða 18 kaplar. Að mestu leyti var það þá þýfi, nema smá renningur eftir miðju niðurtúni, sem kallaðir voru Hólar, þeir voru sléttir frá náttúr- unnar hendi. Einnig var túnið mjög grýtt og því bæði dýrt og erfitt að gera þar jarðabætur. Víða var svo grunnt á grjóti að ekki varð ristuspaða við komið, og varð þá að rífa þökurnar upp, að mestu leyti. Þeir hafa víst aldrei verið taldir steinarnir, sem Gísli tók upp úr Pálsselstúni á þeim árum. Og mörgum gesti er um garð gekk þótti þeir úr grasi vaxnir vera. Enda fór margt dagsverkið í það að ná upp stóru steinunum. Og dugðu þá ekki járnkarlar einir, heldur varð að fá til löng tré, þegar um stærstu steinana var að ræða. Síðustu árin var túnið að mestu véltækt og töðufall frá 130—150 hestar. Heyskapur var mjög erfiður á jörðinni, einkanlega eftir að fénu fjölgaði, þá varð að sækja svo langt slægj- ur á fjallið, að ekki urðu farnar nema þrjár ferðir yfir daginn, þangað sem lengst var sótt, þótt farið væri kl. 6 að morgni að huga að hestum og leggja á reiðinga. Og ekki var það þá óalgengt að kl. var orðin 12—1 að nóttu er milliferðamaður hafði sprett reiðingum af hest- um og kominn til náða. Gísli fór venjuiega sjálfur á milli. En svo var nú ekki allt búið ævinlega, þótt þetta langsótta hey væri komið heim á tún, því óþurrkur var oft svo langvar- andi að þessi lifandi grænu strá litu oft út eins og rúma- ruddi, þegar heyið náðist inn að lokum. Algengustu heytegundir voru: Brok, stör og víðir- hey, og verkuðust því mjög illa, ef þau fengu ekki nægan þurrk. Venjulega var legið við á fjailinu í þrjár vikur og stundum mánuð. Oft kom það þá fyrir að svarta þoka var á hverjum degi, alla vikuna út, svo aldrei þornaði af strái. Þá var kaldsamt og ónotalegt að leggjast fyrir í tjaldinu, allur meira og minna votur, því hlífðarföt voru þá af skornum skammti. Kaffið varð að hita úti í hlóðum, sem gerð voru inn í þúfur eða börð undan átt eða í vari, eins og það var orðað. Og var það stund- um kaldsamt og erfitt verk fyrir kvenfólkið í slæmu veðri. Þá þekktust engar olíuvélar til hitunar í útileg- um, eins og nú á tímum. En svo komu þó á milli dag- ar sem sólar naut og veður var gott, og þá mátti segja að fagurt væri á fjöllum. Vetrarríki var oft mikið þarna fram í dalnum á þess- um árum. Innistaða fénaðar oftast 14—16 vikur og eintt sinni man ég eftir 26 vikna innistöðu, hálft árið. Ég held það hafi verið veturinn 1918. Oft voru hríðarnar þarna svo dimmar að varla sá á fætur sér, þótt á björtum degi væri. Og algengt var það að byljirnir stóðu í viku og fast að hálfum mánuði, án þess að upp rofaði að heitið gæti. Ef vorin voru köld, sem oftast var, voru þau oft heyfrekust, því þá nísti og skóf af gaddinum, ef nokkur stormgola var. Og urðu þá allar skepnur að standa inni, þótt bezta veður væri þá á næsta bæ, Dönustöðum, og allar skepnur úti, sem annars var beitt. En þrátt fyrir þessar miklu heygjafir á vetrum, varð þó aldrei alveg heyþrot, svo að hey væri fengið að. En svo komu stundum góðir vetur, svo hægt var að beita, sérstaklega á seinni árunum, og þá gáfust mikið minni hey, því beitin brást aldrei, meðan niðri náði. Féð var yfirleitt vænt og meðalþungi dilkaskrokka 34—36 pund, því þá var öll þungavigt miðuð við pundin. Fyrstu árin var alltaf fært frá ánum, þar til 1916— 1917, að fráfærur fóru þá almennt að leggjast niður. Alltaf meðan fært var frá var setið hjá uppi á Kikagils- eyrum, og var það um 1 stundar gangur heimanað. Fjárgæzla var frekar erfið, sérstaklega haust og vor, ef tíð var góð, þá sótti féð ákaft til fjalls. Og var þá nærri sama, hvort smalað var á hverjum degi eða viku- lega, féð fór álíka langt eða svipaða vegalengd og í göngum á haustin. Víða mun það hafa verið siður að rífa hrís til eldi- viðar, að minnsta kosti fram til 1912—1915. En ekki man ég eftir, að það væri gert, nema allra fyrstu árin. Enda var mótak á jörðinni, þótt lítið væri, og svo fór fénu að fjölga smám saman, ög varð á þriðja hundrað, þegar flest var. Elcki voru veiðihlunnindi teljandi í Pálsseli, þótt jörðinni fylgi tvö veiðifljót: Helluhylur og Sólheima- foss, að hálfu, áður á móti Sólheimum nú Svalhöfða. Á þeim árum allt fram undir 1940 var netaveiði stunduð í Laxá og lagnet eða ádráttarnet á hverjum bæ, að heita mátti. Laxinn ltomst því yfirleitt ekki fram ána fyrir netum, sérstaklega ef lítið vatn var í ánni. En kæmi það fyrir ár og ár í bili að vatn væri mikið í ánni, um lax- göngutímann, þá komst hann stundum fram í fremstu fljótin. En ekki man ég þó eftir nema tveimur eða þremur sumrum í öll þessi ár, sem veiddist sæmilega. Annars var veiðin venjulega 3—4 laxar yfir sumarið. Skemmst var til bæja að Sólheimum, 20 mín. gangur, þar til Svalhöfði byggðist 1914, þangað aðeins 10 mín. gangur. Þá var hálfrar stundar gangur að Hömrum, en lengst að Dönustöðum, 5 km, eða 1 stundar gangur. í kaupstað var skemmst að Borðeyri, 14 km, og var það 31/2 klst. lestagangur. En til Búðardals um 20—22 km. í tíð Gísla var töluvert um gesti í Pálsseli, einkanlega á tímabilinu frá 1920—1925, þá var mikið um meðala- og lækningaferðir norðan úr Húnavatns- og Skagafjarð- arsýslum, vestur að Hvammsdal í Saurbæ, til Magnúsar Framhald á bls. JJ. 50 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.