Heima er bezt - 01.02.1960, Side 15

Heima er bezt - 01.02.1960, Side 15
Málið. Málið skaltu mæla rétt meðan hrærist dreyri. Ortu snjallt og ortu slétt, — öll svo þjóðin heyri. Kennslustand. Kannað hef ég kennslustand kærum undir Fjöllum, Ólafsfirði, út við Sand, og hjá Fljótaköllum. Afmœlisvísur til barna. Laus við fárið löngum sértu, lukkuhár og beinn. Natinn, knár við námið vertu, níu ára Sveinn. AUÐUNN BR. SYEINSSON: Ví sur og smákvæði Basl. Heldur grófur hagur minn, hérna' óar vaka. Basl er nóg við búskapinn, brenni snjó og klaka. Á „sjoppuu. Kom á „sjoppu“, keypti ís kaldur, loppinn drengur, auðnuskroppinn, alls til vís. Fkkert stoppar lengur. Kveðið við mann. Þótt |ni hafir meiri mátt og máski fleira að sýna, hér þú enga heimild átt að hæða krafta mína. Þú ert átta ára, orðin skólamær. Fljóðið fagurhára, foreldrunum kær. Ofbeldi Breta á íslandsmiðum. Ofbeldinu örugg mætum, ei þó reynist létt. Veraldar í vonzkuþrætum virðum lög og rétt. Það, sem gildir: að við eigum orðin mörg og snjöll. Veifum andans vængjum fleygum. Vakni þjóðin öll. Bugast síðar Bretaveldi, batnar þjóðarmat. Dróttir vita: Davíð felldi digran Golíat. Hríðahamur i Fljótum. Enn þá vex um allar jarðir ógnar snærinn. Og þegar vorsins vermir blærinn verður yfirfullur særinn. Líður á sumar. Sumarið er senn á förum, sé ég þrútin vindaský. Enn þá skipt er ýmsra kjörum Ætli nokkur trúi því? Sérðu bliknuð blöð á greinum, berin þroska hafa náð. Einhvers staðar er í leynum ógnavald — með sóknardáð. Kom þú, haust, ég hræðist eigi hæruskotinn kollinn þinn. Nú skal fagnað nýjum degi, nú þó reyni á þolrifin. Heima er bezt 51

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.