Heima er bezt - 01.02.1960, Page 17
við opna gröf hennar skildi ég draumana: Að missa
barn er sár, sem aldrei grær. Eftir að hún var dáin
dreymdi mig, að ég stóð við gröf hennar. Þá kom til
mín kona og sagði:
„Því syrgir þú barnið þitt svona sárt? Því líður vel,
hugsaðu heldur um þá sem lifa; þú vanrækir þá.“
Eg hugsaði mikið um þennan draum og fann að það
var sannleikur, hvorki heimilið né sonur minn var eins
vel hirt og áður.
Ég átti tvær systurdætur á Fjöllum í Kelduhverfi og
bauð þeim að koma til mín, því að ég vissi, að þær
ættu ekki auðvelt með að afla sér menntunar heima.
Sú fyrri, Brynhildur, kom árið sem ég gifti mig, 1898,
og Jóna árið eftir. Þær tóku báðar þátt í heimilisstörf-
um hjá mér, og ég kenndi þeim matreiðslu. Brynhild-
ur fór síðan á handíðaskóla og lærði að sauma kven-
fatnað. Hún var dugleg og vandvirk og vann fyrir sér
með saumaskap, en giftist ekki.
Jóna var heilsulítil og ég treysti henni ekki til að
vinna á heimili mínu, því að þar var mikið að gera. Ég
kom henni fyrir hjá konu, sem ég þekkti og var mjög
vel efnum búin. Hún stjórnaði heimilinu og hjúkraði
gömlu konunni í sex ár. Hún var eins og dóttir á heim-
ilinu, og það var henni mikil sorg, þegar gamla konan
dó. Hún kynntist rosknum ekkjumanni, og þau giftust.
Ég var andvíg ráðahagnum, því að hann var 30 árum
eldri en hún. Hann hafði ágæta stöðu og átti fjögur
börn, sem öll voru eldri en Jóna, og ég var smeyk urn,
að henni reyndist erfitt að vera svona ung stjúpa.
Hjónabandið var gott. Hann lifði sjö ár, og hún varð
um kyrrt í íbúðinni, því að hann hafði keypt nýtt inn-
bú, sem allt var á hennar nafni. Brynhildur flutti þá
til systur sinnar, en hafði áður leigt sér herbergi, og
lifðu þær báðar á handavinnu sinni. Brynhildur and-
aðist tveimur dögum áður en hún varð sjötug. Líkið
var brennt, og askan var jarðsett í heimagrafreit í
Fjöllum. Jóna lifði eitt ár eftir það, en þá fékk hún
heilablóðfall. Við sendum hana heim loftleiðis, og
heima á Fjöllum lá hún í mánuð, áður en hún dó, og
hún var einnig jarðsett í ættargrafreitnum.
Okkur hjónunum var mikil eftirsjá að þeim systr-
um, og synir okkar höfðu verið mikil eftirlæti þeirra.
Um það bil 10 árum eftir að ég giftist, fór frk. Sig-
ríður Helgasen alfarin til íslands með Guðrúnu. Ég sá
mikið eftir þeim, en eignaðist brátt góða vinkonu þar
sem Björg Þorláksson var. Sú vinátta hélzt til hennar
dauðadags, og sakna ég hennar meðan ég lifi.
Eitt sinn bauð Konunglega leikhúsið Ibsen til Kaup-
mannahafnar, en leikrit hans voru þá leikin mjög oft í
leikhúsinu.
Alargt fólk hafði safnazt saman við járnbrautarstöð-
ina, þegar skáldsins var von, og þar á meðal við hjón-
in. Við stóðum nálægt götunni, svo að við sáum vel,
og þegar Ibsen kom og gekk þar hjá, varð mér að orði:
„Svona lítill“; ég undraðist hve hann var lágur vexti.
Hagbart Dahlmann.
Ungur stúdent, sem stóð við hlið mér, sneri sér að mér
og sagði: „Hann hefur heyrt hvað þér sögðuð, því að
hann brosti.“
Um kvöldið vorum við í leikhúsinu, og var leikið
„Brúðuheimilið“. Ibsen var sýnd hvers kyns virðing;
konungur kallaði hann upp til sín, og að leikslokum
ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Eftir sýning-
una flýttum við hjónin okkur yfir á hótel d’Angleterre,
en þar var mér jafnan tekið vel sem gömlum gesti, því
að þar hafði ég búið forðum með frú Hannover. Ég
naut víst gömlu konunnar, því að hún hafði ekki verið
spör á skildinginn. Við fengum fljótlega borð og báð-
um um kaffi. Skömmu seinna komu inn þau hjónin
Peter Nansen, rithöfundur, og Betty Nansen, leikkon-
an fræga. Þau gengu rakleiðis að borði okkar og heils-
uðust þeir Nansen og maðurinn minn. „Sæll, Volli“.
„Sæll, Peter“. Ég vissi, að þeir þekktust, en ekki að
þeir væru dúsbræður. Við konurnar vorum síðan kynnt-
ar hvor fyrir annarri, og sagði ég Betty frá því, þegar
ég sá hana leika í fyrsta skipti. Það var í grísku leikriti,
„Kvennasamsærinu“, — og þá hét hún fröken Möller.
Ég hafði þá þegar hrifizt af leik hennar.
Karlmennirnir tóku óðar að tala um æskuárin, en
þeir voru báðir frá Næstved, og ég man, að Nansen
sagði: „Manstu, þegar þú teiknaðir okkur strákana úti
í skógi? Það var ágæt skopmynd“. Faðir Peter Nansen
var prestur í Næstved og hafði fermt manninn minn.
Nú segir Nansen: „En hvað þú varst langur þá, Volli,
pabbi var hálfsmeykur við þig, því að þú varst hærri en
hann“. „Þú átt ekki að nota ,lang‘ um menn“, skaut
Betty inn. „Nei, ég hefði auðvitað getað sagt: Din
lange Höjhed!“
Mitt í þessu gaspri kom Ibsen, eins og hann væri að
Heima er bezt 53