Heima er bezt - 01.02.1960, Page 21
Hún hamast við verk og heyrir enn
að hafaldan þungu spáir,
hún veit það, að kveldi koma menn,
sem kuldi og hungur þjáir.
Upp er hurðinni hrundið. — Enn
tókst höldum að ræna sæinn. —
Þar leiða skjálfandi skipbrotsmenn
skatnar í litla bæinn.
Ei húsfreyja spyr um ætt né auð,
um embætti lit og þjóðir,
en mönnum hrifnum úr heljarnauð
hún hjúkrar, sem börnum rnóðir.
Er niðadimm skellur nóttin á
og nátt-hrafnar vængjum blaka,
er mönnum hjúkrað, sem meinin þjá,
því móðir og sonur vaka.
Hver var síðasta húsfreyjan í Einarslóni mun marg-
ur spyrja. Fullu nafni hét hún Steinunn Sigurrós Jóns-
dóttir, hún fæddist 15. maí 1881 að Háagerði í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi. Foreldrar Steinunnar voru Jón
Jónsson og Hólmfríður Magnúsdóttir. Jón var ættað-
ur af Snæfellsnesi, en Elólmfríður var ættuð úr Mýra-
og Hnappadalssýslu. Hólmfríður var systir Magnús-
ar Magnússonar, er ungur fór til Kanada og varð þar
frægur skáksnillingur.
Fimm ára fluttist Steinunn að Bakkabúð á Brimils-
völlum og var þar til aldamótavorsins.
Sá atburður gerðist 2. janúar árið 1900, að faðir Stein-
unnar drukknaði ásamt 2 uppkomnum og efnilegum
sonum sínum. Nærri má geta hver áhrif slíkur hörm-
ungaratburður hefur haft fyrir eftirlifandi ástvini
hinna látnu. Steinunn, sem var elzt eftirlifandi systkina,
tók þá að sér forsjá heimilisins, því móðirin var mjög
heilsutæp, þar til móðir hennar fékk heilsuna aftur.
Aldamótavorið fluttist Steinunn ásamt móður og
systkinum til Olafsvíkur, og dvaldi þar til ársins 1905
er hún heitbatzt Hallbirni Þorvaldssyni og fluttist með
honum að Gröf í Breiðuvíkurhreppi, þar sem þau hófu
búskap.
Hallbjörn var dugmikill gáfumaður, sem var á und-
an sinni samtíð um margt. 1908 reisti hann steinhús að
Gröf, hið fyrsta er byggt var í Breiðuvíkurhreppi,
einnig var Hallbjörn aðalhvatamaður að stofnun Bún-
aðarfélags í hreppnum, og var gjaldkeri þess um
margra ára skeið.
Hallbjörn var mjög vel skáldmæltur. Árið 1920 flutt-
ust Steinunn og Hallbjörn að Brekkubæ á Hellnum, en
1921 frá Brekkubæ að Einarslóni.
í Einarslóni voru þá nokkur býli, en Hallbjörn
keypti hálfa jörðina og bjó þar til 1930, er hann and-
aðist.
Eftir andlát Hallbjarnar bjó Steinunn áfram með
börnum sínum 4, tvö voru uppkomin, en 2 langt fyrir
innan fermingu. Eldri dóttirin yfirgaf bráðlega æsku-
stöðvarnar og stofnaði sitt heimili í Reykjavík, og fá-
um árum síðar fluttist yngri sonurinn til systur sinnar.
Þá voru eldri sonurinn og yngri dóttirin eftir hjá móð-
ur sinni. Eftir 1930 fækkaði fólkinu í Einarslóni, býlin
fóru í eyði hvert af öðru; árin liðu. Yngsta dóttir
Steinunnar yfirgaf heimilið á vetrum en kom aftur með
sumarfuglunum.
Svo kom að því að „Eystri bærinn“, svo var bær
Steinunnar nefndur, var einn í byggð í Einarslóni. Þá
voru Steinunn og elzti sonurinn aðeins eftir. Sá atburð-
ur er ofanritað kvæði getur um gerðist 13. marz 1949,
er brezkur togari strandaði við Einarslón.
í blöðunum stóð, að húsfreyjan í Einarslóni hefði
fengið heiðursskjal fyrir hjúkrun brezku skipbrots-
mannanna, en aldrei komst það skjal í hennar hendur,
enda stóð Steinunni á sama um það. Hún hugsaði aldrei
um laun eða frægð fyrir það, sem hún gerði öðrum vel.
Vorið 1949 fluttist Steinunn ásamt elzta syni sínum
að Skjaldartröð á Hellnum, þar var hún þar til heilsa
hennar þraut, svo að eldri sonurinn, sem aldrei hafði
yfirgefið hana, sá sér ekki fært að veita henni þá að-
hlynningu sem hún þurfti, þar sem hún gat ekki án
læknishjálpar verið. Steinunn fluttist þá til barna sinna
og tengdabarna suður á land og andaðist hún 9. maí
1959 í sjúkrahúsi Keflavíkur.
15. maí, á afmælisdegi sínum, fluttist Steinunn aftur
að Hellnum, en þá liðið lík, tæpt ár var hún í burtu frá
Snæfellsnesi, sem hún unni mjög.
Steinunn var gáfuð kona og vinsæl. Unglingar sem
ólust upp í Einarslóni á þeim tíma, sem hún bjó þar,
töldu hana sem aðra móður sína.
Vel var Steinunn hagmælt þó dult færi. Þegar eldri
sonur hennar lá fyrir dauðanum, þá 17 ára, orti hún 2
vísur, því miður lærði ég ekki nema aðra, hún er svona:
Þó að sorgin syrti vegi
sú er huggun vís,
lífsins morgun að ég eygi
yfir Paradís.
Hin vísan var bæn um bata á heilsu sonarins, sem
komst til heilsu aftur. Ég, sem þetta rita, á Steinunni
margt að þakka. Alltaf kom ég fróðari en áður af
hennar fundi, þegar ég heimsótti hana. Síðast var sól-
skin og blíðviðri, þá leit hún út um gluggann og sagði:
„Mér finnst oft svo fallegt hér á Hellnum, að ég get
varla trúað að fegurðin sé meiri í himnaríld.“
Steinunn var trúkona mikil og annað líf var henni
eins raunverulegt og hið daglega.
Steinunn elskaði alla fegurð, hvort sem hún birtist í
fegurð blóms eða fögru ljóði, hún unni öllum fróð-
leik, og hafði mikið yndi af góðum bókum, enda sótti
hún til þeirra hvíld í striti og raunum lífsins.
Heima er bezt 57