Heima er bezt - 01.02.1960, Side 22

Heima er bezt - 01.02.1960, Side 22
í kuldabeltinu — Kiruna-Laina 'w aga sú er hér segir frá gerðist á fyrsta hernáms- árinu. Þá voru Bretar hér við land og fluttu her- . lið milli hafna í kringum landið og til landsins ' á stórum herflutningaskipum. Þá var |>aö, að ungur menntamaður úr Norðurlandi tók sér far með herflutningaskipi frá Akureyri til Reykjavíkur vestur um land. Hann gaf sig á tal við einn hermanninn, ungan og geðþekkan mann. Þegar skipið nálgaðist Hornbjarg, bar það meðal annars á góma, að nú væru þeir staddir rétt norðan við raordrírheimsskautsbauginn. Þá var líkt og hrollur færi um unga hermanninn. Hann fór niður í skipið, en kom þó brátt upp aftur í þykkum frakka og hélt áfram samtalinu. Veðrið var kyrrt og sjórinn sléttur. Þokuhula hafði legið yfir, en þegar þokunni létti, sá í lágan, Ijósan þokubakka norður til hafsins. Þá leit ungi hermaðurinn hátíðlega í norðurátt og sagði: „Já, svona lítur hann þá út norðurheimskautsbaugur- inn.u Ég sel þessa sögu ekki dýrari en ég keypti hana, en líklega finnst mönnum þessi enski hermaður æði fá- kænn, ef sagan væri sönn, sem ég held að hún sé. En lengi var það svo, að fólk átti dálítið bágt með að átta sig á hnattlögun og beltaskiptingu jarðar, þótt nú sé þetta öllum lýðum ljóst. Ég verð þó að segja það, að óneitanlega væri það þægilegt að hugsa sér miðbaug jarðar sýnilegan, eins og margt er við hann miðað. Sagt er að sjómenn hafi fyrr á árum gert sér ein- hvern dagamun, þegar siglt var yfir miðbaug. Voru þá ýmsar glettingar hafðar í frammi við þá sem fóru þetta í fyrsta sinn og er svo sagt að stundum hafi þessar glett- ur verið allgrófar. Sagt er að á görnlu, stóru seglskip- unum hafi nýliðarnir verið kjöldregnir. En það fór þannig fram, að böndum var komið undir skipið og manninum hleypt niður í taug öðrum megin skipsins og dreginn undir kjöl og upp hinum megin. Mun sú ferð hafa orðið mörgum minnisstæð. Ekki hef ég orðið svo frægur að sigla yfir miðjarðar- línuna, en ég hef farið alllangt norður fyrir heimskauts- baug og mun ég í þessum þætti segja frá ýmsu, er þar bar fyrir augu. Það var síðla í maí, vorið 1946, að ég lagði leið mína frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, norður til Lapp- lands. Leiðin þangað er um 1400 km, eða álíka löng og þrisvar endilangt ísland. Ég fór þessa leið auðvitað í járnbrautarlest, og það meira að segja í hraðlest, sem kom óvíða við, en þó tók ferðin 25 tíma. Ég hafði far- miða fyrir svefnklefa, og var leyfður 7 tíma svefn, en snemma morguns var svefnklefunum breytt í setu- stofur. Þessi járnbraut, sem hraðlestin ók, lá ekki í þéttbýl- inu meðfram Eystrasalti og Helsingjabotni, heldur hærra uppi, sem næst miðju landi um aðal skóglendi Norður-Svíþjóðar. Mest alla leiðina var því ekið um þéttvaxinn skóg og voru trén víða svo há, að byrgði alla útsýn. Sunnan til bar lítið á hæðum og fjöllum, en þegar norðar dró, komu í Ijós skógivaxnar hæðir og fjöll, og langt að baki sást stundum í snæþakin háfjöll á landamærum Noregs -og Svíþjóðar. Efst á þessum skógivöxnu hæðum, voru sums staðar háir turnar, líkt og vitar á ströndum íslands. Ég spurði hvers konar mií Kffflí ■P fi /< /T^fl 1 mw jm11 , ' m‘ V WVsM f: /■ Lfl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.