Heima er bezt - 01.02.1960, Page 25

Heima er bezt - 01.02.1960, Page 25
Kirunavara, en það þýðir Rjúpnafjallið eða Rjúpna- bergið. En hvers vegna hefur þessi borg vaxið þarna upp á síðustu áratugum? Því er þar til að svara, að vöxtur hennar og tilvera byggist alveg á grjótnámi, eða málm- grýti. Svo sem alkunnugt er, þá er Svíþjóð allrík af málmum, einkum járni. Gömlu námurnar í Svíþjóð við Falun og Sala eru nú lítt eða ekki starfræktar, en málrn- arnir eru grafnir úr fjöllum Lapplands. Járnnámurnar við Gellivara eru alkunnar, en á síðustu áratugum hef- ur aðal málmgrýtið til útflutnings komið frá Kiruna. Þegar ég sat við gluggann á herberginu mínu í gisti- húsinu í Kiruna, blasti við mér málmauðugasta fjall Svíþjóðar. Það er fjallið Kirunavara. Fjallið er ekki hátt en mikið um sig. Nú var fjallið baðað í miðnætursól, og það svo nærri borginni, að ég get vel greint hinar tröllauknu vinnuvélar og verkamannaskýli. Þarna geng- ur grjótnámið með miklum hamförum. Flestar járn- námur eru þannig, að grafin eru göng inn í fjöllin eða niður í jörðina, og öll vinna fer frarn neðanjarðar. En þessu er ekki þannig farið í Kiruna. Þar eru ekki graf- in göng inn í fjallið heldur er fjallið beinlínis brotið niður. Rutt er ofan af öllu lélegasta grjótinu og það lagt til hliðar með gífurlega háum lyftum eða „krön- um“. — Þegar ég horfði á fjallið um nóttina virtist mér það tvískipt. í dældinni milli „fjallanna“ voru vinnu- vélarnar og vinnuskúrarnir. Til vinstri var lágvaxinn hnjúkur, en allmikill um sig, svo var djúp lægð eða skarð, en til hægri var aðalfjallið. Byrjað hafði verið á vinnslu málmgrýtisins í öðrum enda fjallsins og rusl- inu rutt ofan af. Minni hnjúkurinn var ónýta grjótið eða ruslið, sem lagt var til hliðar, en stærri hnjúkurinn var það, sem eftir er óbrotið af fjallinu. Mér var sagt, að með svipuðu áframhaldi, entist fjallið enn í 300 ár. Málmgrýtið er mikið selt út úr landinu og er aðal- útflutningshöfnin Narvík í Noregi við Ófótenfjörð. Frá Kiruna til Narvíkur liggur járnbraut yfir fjöllin og er vegalengdin um 150 km. Fara langar lestir á hálf- tíma fresti daglega á milli hlaðr.ar málmgrýti. Frá Narvík er svo málmgrýtið flutt með skipum til Englands og annarra landa, sem auðug eru að kolum eða hafa ódýrt rafmagn. Þar er grjótið brætt í feikna miklum bræðsluofnum. Alálmurinn er svo hreinsaður og honum rennt í grunn, stór mót, alveg eins og þegar bráðinni tólg er hellt í skálar eða mót, til að storkna. Sænska málmgrýtið er talið sérlega gott til vinnslu og vörur úr sænsku stáli mjög eftirsóttar. Vel getur ver- ið að sjálfskeiðingurinn, skóflan, skeifan eða sauma- vélin, sem þið, lesendur mínir, handleikið daglega, sé gert úr járni og stáli, sem unnið hefur verið úr málm- grjóti frá Kiruna. I Kiruna er meginlandsveðrátta, en þó kemur það víst fyrir að suðvestan hlýir stormar blási yfir landa- mærin frá Noregi, en yfirleitt eru þeir þá þurrir, þar sem rakinn fer í fjallgarðinn á landamærunum. Það rignir því mjög sjaldan, en allan snjó leysir á vorin með sólbráð. Snjóað getur dag eftir dag um miðjan vetur- inn en oft í logni. Er þá ófært um byggðina nema á skíðum og sleðum. Kiruna er eiginlega nýtízkuborg. Þar eru ágætir skólar, falleg íbúðarhús og fólkið ham- ingjusamt og ánægt. Þótt veturinn sé sólarlítill og lang- ur þá bætir hinn langi „sólardagur“ sumarsins það upp. Framhald í næsta blaði. Magnús Ásgeirsson frá Reykjum í Lundarreykjadal, er talinn einn allra snjallasti ljóðaþýðandi, sem uppi hefur verið á íslandi. Fíafa Ijóðaþýðingar hans verið gefnar út í mörgum heftum. Magnús er fæddur að Reykjum í Lundarreykjadal, 9. nóvember árið 1901 og voru þeir Reykjabræður ann- álaðir fyrir afburða gáfur. — Hann er látinn fyrir nokkrum árum. Magnús þýddi mikið eftir sænska skáldið Gustaf Fröding. Þar á meðal var ljóð sem var á allra vörum fyrir 15 til 20 árum og er mikið sungið enn. M. A. kvartettinn söng ljóðið inn á hljómplötu, en raddir þeirra fjórmenninganna voru heillandi fagrar. Mun öll- um þó sérstaklega minnisstæður soloistinn Jón heitinn frá Ljárskógum. Ljóð þetta nefndi Magnús í þýðing- unni Langardagskveld. Og hér birtist þetta Ijúfa létta Ijóð í íslenzku þýðing- unni, en til ánægju fyrir þá sem skilja og lesa Norður- landamálin birti ég það líka á sænsku. Á sænskunni heitir það: Det var dans bort i vdgen. Þegar þessir ljóðatextar eru bornir saman þá kemur það skýrt í ljós, hvílíkur snilldarbragur er á þýðing- unni. Islenzka þýðingin er eins og vaxin upp úr íslenzk- um jarðvegi, og orðtökin eru úr íslenzkri sveit. — Eins og þessi t. d. „Hann Laugi, sem var þar í vor“ og „Hún María litla á Læk“. Og hér birtist Ijóðið. Fyrst á íslenzku og svo á sænsku. Það var kátt hérna um laugardagskvöldið á Gili, það kvað við öll sveitin af dansi og spili, það var hó! það var hopp! það var hæ! Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi þar úti í túnfæti dragspilið þandi, hæ, dúdelí! dúdelí dæ! Þar var Dóra á Grund, hún er forkunnar fögur og fín, en af efnunum ganga ekki sögur, hún er glettin og spaugsöm og spræk. Þar var einþykka duttlungastelpan, hún Stína, og hún stórlynda Sigga og Ása og Lína, og hún María litla á Læk. Heima er bezt 61

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.