Heima er bezt - 01.02.1960, Qupperneq 27
TÍUNDI HLUTI
— Á ég að reyna að brjótast suður í fjárhús? Lilja
hefur naumast lokið spurningunni, þegar baðstofuhurð-
inni er hrundið upp, og feðgarnir í Vesturhlíð bera
Jón inn í baðstofuna. Þeir leggja hann á rúmið, sem
næst þeim er, en lengra ætla þeir ekki.
Mæðgurnar fleygja frá sér handavinnunni og spretta
á fætur. — Jónatan! líður af vörum Lilju. — Hvað hef-
ur komið fyrir pabba? Jónatan fær ekki ráðrúm til að
svara Lilju. Anna horfir hatursfullum augum á þá feðg-
ana og segir: — Hvað hafa þeir nú gert þér, Jón.
— Bjargað lífi mínu, ég er stórslasaður. Anna hlær
með kaldri fyrirlitningu. — Þeir bjargað lífi þínu! Lilja,
hjálpaðu mér að afklæða föður þinn.
Atli býst til að ganga fram úr baðstofunni án þess að
mæla orð, en Jón réttir honum höndina. — Lofaðu mér
að taka í hönd þína, Atli, og þakka þér drengskap þinn
við mig, segir hann klökkum rómi. Atli tekur í útrétta
hönd Jóns og mætir um leið augum hans. Á þessari
stundu er báðum það ljóst, að hér eftir geta þeir ekki
hatað hvorn annan. Atli þrýstir hönd Jóns og segir
hlýrri röddu:
— Það er ekkert mér að þakka, Jón. Síðan gengur
hann út úr baðstofunni, en Jónatan hefur enn ekki lok-
ið erindi sínu þar og stendur kyrr. Anna lýkur við að
afklæða mann sinn, og henni er orðið það ljóst, að hann
er brotinn á báðum fótum.
— Hver nær í lækni til að hjálpa mér, stynur Jón
upp, honum líður auðsjáanlega mjög illa. Önnu er
þungt um svar. Engum kvenmanni er fært út í þetta ægi-
lega veður, en Vesturhlíðarfeðgana skal hún aldrei biðja
um aðstoð, hvað sem á dynur. Hún hatar þá enn, engu
síður en áður. En Jónatan hefur beðið eftir tækifæri til
að bjóða hjálp sína að ná í lækni. Hann færir sig nær
rúmi Jóns og segir: — Ég skal ná í lækni fyrir þig, Jón.
— Ætlar þú að leggja líf þitt í hættu fyrir mig, Jónat-
an? Er veðrið ekki næstum ófært?
— Ekki held ég það. Ég er ekkert óvanur því að
bregða mér út í vetrarveður, og þetta er ekki svo löng
leið. — Jón fær kvalakast, og líðan hans fer stöðugt
versnandi. Anna reynir að hagræða manni sínum og
skipar Lilju að hjálpa sér, en drengilegu boði Jónatans
svarar hún engu. Hún vill ekki þiggja það.
Lilja hefur enn ekki komizt að rúminu til að veita
móður sinni aðstoð sökum fyrirferðar hennar sjálfrar;
en nú rýmir Anna loks til fyrir dóttur sinni. Jónatan
ætlar ekki að ræða málið frekar og snarast fram úr
baðstofunni. Hingað verður læknir að koma, eins fljótt
og auðið er.
Atli stendur innan við bæjardyrnar og bíður eftir
syni sínum. Jónatan nemur staðar hjá honum og segir:
— Ég fer beina leið héðan og næ í lækni. Það má ekki
dragast.
— Treystir þú þér til að rata þá leið í þessu voða
veðri?
— Já, ég hræðist það ekki, hjálpin verður að berast
fljótt.
— Ætlarðu ekki að koma heim fyrst?
— Nei, mér er ekkert að vanbúnaði, ég fer strax
héðan.
— Ég ætla þá ekki að reyna til að aftra för þinni,
Jónatan. Þú ert sannur drengur. Guð fylgi þér. Rödd
Atla ldökknar, en slíkt er óvanalegt.
— Ég þakka þér fyrir, pabbi. Skilaðu kveðju til
mömmu. Vertu sæll.
Jónatan opnar bæjardyrnar og hverfur út í sortann,
en Atli heldur heim að Vesturhlíð. Kristín er orðin
óróleg yfir óvenju langri fjarveru feðganna við fjárhús-
störfin. Hún er komin fram að bæjardyrum og ætlar
að freista að opna þær og vita, hvort hún verði einskis
vísari. En Atli er fyrri til að opna dyrnar að utan og
kemur inn.
—' Það er gott að sjá þig, segir hún. En hvar er
Jónatan?
— Hann fór að ná í lækni.
— Ná í lækni? Handa hverjum?
— Jóni í Austurhlíð.
— Hvað ertu að segja, maður? Jóni í Austurhlíðl
Þú ert varla með réttu ráði.
— Jú, Kristín, ég er algáðdr. Jón í Austurhlíð lá fyr-
ir stundu síðan á fjárhúshlaðinu sínu stórslasaður. Við
feðgarnir bárum hann heim að Austurhlíð, og Jónatan
er farinn af stað að ná í lækni. Hann bað mig að skila
kveðju til þín.
— Því léztu ekki karlinn liggja afskiptalausan?
— Hefðir þú gert það, Kristín?
— Já, með köldu blóði. Ég hata Austurhlíðarhyskiðf
Heima er bezt 63-