Heima er bezt - 01.02.1960, Side 29
prjónar. Lilja er löngu farin í fjárhús til að gefa fénu,
og það er komið fast að rökkri. Anna missir niður
lykkju af prjóninum, en tekst ekki að ná henni strax
upp aftur, svo hún rís á fætur og gengur út að glugg-
anum til að sjá betur til að koma lykkjunni á prjón-
inn, og það heppnast. En um leið verður henni litið út
um gluggann og suður að fjárhúsunum. Enn sést ekk-
ert til ferða Lilju. Hún er búin að vera óvenjulega lengi
að gefa fénu að þessu sinni. Hvað skyldi tefja hana?
Ný hugsun gagntekur Onnu skyndilega, og blóðið
þýtur af stað í æðum hennar með ógnar hraða. Lilja er
þó líklega ein í fjárhúsunum! Anna nælir prjónunum
saman í skyndi og segir við mann sinn: — Mér þykir
Liíja vera nokkuð lengi að gefa fénu að þessu sinni.
— Þetta er nú ekki svo lítið verk fyrir einn kven-
mann.
— Nei, en það er ekki meira í dag, en það hefur ver-
ið. Ég ætla að ganga suður í fjárhús og vita hvað henni
líður, og svo hef ég líka gaman af að sjá féð.
— Þú ræður því, en vertu þá ekki lengu burtu, Anna.
— Nei, ég verð ekki lengi. — Anna hnýtir yfir sig
sjali og hraðar göngu sinni suður að fjárhúsunum. —
Lilja hefur ekki verið ein að jafnaði við fjárgæzluna,
síðan faðir hennar slasaðist. Jónatan í Vesturhlíð hefur
veitt henni aðstoð sína, þegar hann hefur getað komið
því við, og það hefur verið flesta daga. Atli hefur grun
um þessa hjálpsemi sonar síns, en hann lætur það af-
skiptalaust. Hatrið er sigrað í sál hans.
Skuggsæl fjárhúshlaðan í Austurhlíð er orðin Edens-
lundur tveggja ungra elskenda, sem.unnast í meinum.
En höggormurinn er enn sem fyrr við hlið Paradísar.
Lilja og Jónatan hafa lokið að gefa fénu og ganga
saman inn í hlöðuna, en að þessu sinni gleyma þau að
loka fjárhússhurðinni að innan. Þau búa sér mjúka
hvílu úr angandi töðunni, og tíminn gleymist þeim al-
gerlega.
Anna húsfreyja opnar fjárhúsin og gengur inn. Kind-
urnar standa þétt við garðann og gæða sér lystilega á
kjarngóðu fóðrinu, sem borið er ríflega fram fyrir þær.
En Lilja sést hvergi. Inni í fjárhúsunum eða hlöðunni
hlýtur hún að vera, fyrst hurðin var ólæst að utan.
Anna snarast upp í garðann og gengur inn í hlöðuna.
Lilja hvílir þar í faðmi Jónatans. Anna nemur staðar
hjá þeim, og þrátt fyrir litla birtu í hlöðunni sér hún
greinilega faðmlög þeirra. Lilja er fyrst til að rjúfa
þögnina: •
— Guð almáttugur hjálpi okkur, Jónatan, stynur hún
upp lömuð af skelfingu. — Mamma er komin! En
Jónatan þrýstir henni fastar í faðm sinn og hreyfir sig
ekki. Hann er hvergi smeykur og bíður þess, að Anna
ávarpi þau.
Geðofsi Önnu er svo mikill, að hún kemur engu orði
upp í fyrstu, en svo nær hún brátt valdi á rödd sinni
og segir nístandi kalt: — Þú ert þá svona trú í störfum
þínum, Lilja! Hafðu þig héðan tafarlaust!
Lilja losar sig úr faðmi Jónatans og þau rísa bæði á
fætur. Jónatan snýr sér að Önnu og segir rolega: —
Hér á ég alla sökina.
— Ég virði þig ekki viðtals, út með þig, svikarinn
þinn!
— Hvaða svik hef ég framið?
— Þú hefur svikið og tælt Lilju. Burt með þig, svik-
ari, flagari, ómenni, og komdu aldrei aftur fyrir mín
augu!
— Það er sjálfsagt að ég fari út úr þínum húsum,
Anna, en okkur Lilju megnar hvorki þitt hatur né ann-
arra að skilja framar.
Anna æðir að Jónatan með kreppta hnefana og reiðir
þá til höggs, en lætur þó ekkert högg dynja á honum.
— Ut með þig! hrópar hún hamslaus af reiði. Lilju er
nóg boðið, hún þýtur fram úr hlöðunni og út, en
Jónatan gengur með hægð fram í fjárhúsið án þess að
svara Önnu frekar, og þaðan heim að Vesturhlíð.
Lilja hleypur í einum spretti að kofa, sem stendur
norðan við bæinn í Austurhlíð og nemur þar staðar. í
kofanum eru lömb, sem hún á eftir að brynna. Hún
snarast inn í kofann til að rækja skyldu sína og lokar
hurðinni vandlega á eftir sér, en inn í baðstofu þorir
hún ekki að koma fyrst um sinn.
Anna lokar fjárhúsunum og æðir heim til bæjar. Jón
hefur fest blund í fjarveru konu sinnar, en hrekkur
skyndilega upp af svefni sínum. Anna snarast inn í
baðstofuna skjálfandi af geðofsa og skellir hurðinni
harkalega á eftir sér. Jóni er litið á konu sína, og hon-
um er það Ijóst, að fjárhúsferðin hefur haft miður góð
áhrif á hana.
— Hcfur eitthvað komið fyrir þig, kona? spyr hann
stillilega.
— Já, Lilja hefur brugðizt trausti okkar, hún hefur
svikið okkur með flagaranum í Vesturhlíð! Anna slær
saman hnefunum í óstjórnlegri heift.
— Reyndu að stilla þig, Anna. Það er tilgangslaust
að láta svona. Hvað sástu til þeirra?
— Lilja lá í faðmlögum við þetta ómenni suður í
fjárhússhlöðu. Hvílík forsmán!
Jón brosir veikt. — Eigum við ekki að láta þau bara
afskiptalaus?
— Nei, Jón! Nú tek ég til minna ráða. Ég fer strax
út í sveit og kem ekki heim aftur, fyrr en ég hef ráðið
hingað vetrarmann, hve kaupdýr sem hann kann að
verða. En Lilja skal ekki leika lausum hala hér eftir
sem hingað til. Því ætla ég að stjórna!
Jón veit að þýðingarlaust er að reyna til að tala um
fyrir Önnu, á meðan hún er í þessum ham, og ráðningu
á vetrarmanni er bezt, að hún framkvæmi að eigin
geðþótta, fyrst hún treystir Lilju ekki lengur. Hann
getur hvort sem er ekkert unnið næstu mánuðina.
Anna hefur klætt sig í ferðaföt og snarast fram úr
baðstofunni án þess að kasta kveðju á mann sinn. Hún
nær í reiðtygi, söðlar gæðing bónda síns og stígur á
bak honum. Síðan þeysir hún úr hlaði í leit að vetrar-
rnanni.
Lilja opnar lambakofann og lítur út, og sér til mik-
illar undrunar kemur hún auga á móður sína, sem ríð-
ur á harða spretti út veginn. Farin að heiman! Hvaða
örþrifaráð hefur hún nú í huga? Lilja hefur lokið við
Heima er bezt 6Í>