Heima er bezt - 01.02.1960, Side 31
GUÐRTJN FRÁ LUNDI
TUTTUGASTI OG SJÖTTI HLUTI
Geirlaug ætlaði að koma upp eftir með kaffi um
miðjan daginn. Hún fór að búa til kleinur eftir göml-
um og góðum sið á þessu heimili. Hún skildi ekkert í
því, að hún skyldi missa niður bæði mjólk og hveiti.
Það var merki um það, að gestur kæmi í kleinurnar, en
slíkt var of óvanalegt til þess að hún gæti haft ánægju
af því að hugsa sér að það gæti rætzt. Það hefði getað
átt sér stað að Stína gamla spákona hefði kannske litið
inn, ef hún hefði ekki verið að taka upp mó með Grími
gamla. Þau þurftu að hugsa sér fyrir eldsneyti eins og
þeir, sem meira höfðu undir höndum. Hún hafði lokið
við að steikja kleinurnar þegar létt fótatak heyrðist út í
bæjardyrunum, sem færðist inn göngin. Svo var eld-
húshurðin opnuð hægt og hikandi. Geirlaugu fór ekki
að verða um sel. Hver gat verið þar á ferð? hugsaði
hún. Kannske einhver flækingurinn. En það var þá
Rósa, sem birtist í dyrunum. Geirlaug gaf frá sér undr-
unaróp, sem kafnaði þegar gesturinn kyssti hana tvo
kossa. „Ja skárri er það nú dagurinn. Ekki datt mér í
hug að það værir þú, sem sóttir í kleinurnar hjá mér,“
sagði Geirlaug, klökk af gleði. „Hvaðan kemurðu, elsk-
an mín? Ertu ein á ferð?“
„Já, ég er ein, Geirlaug mín, og kem bara sunnan
frá Þúfum. Þar var ég í nótt. Kom með skipi í gær.
Ertu ekki ein í bænum. Okkur sýndust allir aðrir en
þú fara að taka upp mó.“
„Er ekki Jón litli með þér?“ spurði Geirlaug.
Rósa tók eina kleinu úr fatinu og smakkaði hana áð-
ur en hún svaraði: „Hann er ekki með mér núna. Þú
býrð til góðar kleinur enn þá, Geirlaug mín.“
„Ég ætla að fara með kaffi til þess í mógröfinni.
Kannske þú viljir verða samferða?“ sagði Geirlaug
ánægjuleg á svip.
er hrædd um ekki, en mig langaði til að sjá org-
elið mitt og náttúrlega margt fleira, því eins og þú get-
ur kannske ímyndað þér er þetta bara skyndiferðalag
fyrir mér. Ég sezt ekki hér að aftur,“ sagði Rósa.
„Ekki það,“ sagði Geirlaug, og ánægjan var horfin á
svipstundu. „Mér fannst það náttúrlega ólíklegt að
móðir þín tæki slíkt í mál. En það er drengurinn. Ég
býst við að Kristján langi til þess að fá hann. Hann
hefur áreiðanlega saknað hans mikið.“
„Ja, það getur verið, en ég hef líka saknað margs
héðan og hlakkað til að sjá Hof og alla kunningjana
aftur, því norður ætlaði ég að koma þó sambúðin væri
stundum kærleikssnauð. Svo skulum við ekki tala meira
um það, Geirlaug mín. Heldurðu að þú getir fundið.
lykilinn að skrifstofunni, eða er hún kannske ólæst?“
„Ég held hann geymi hann í tauskápnum inni í hjóna-
húsinu,“ sagði Geirlaug.
„Þá ætti ég að geta fundið hann,“ sagði Rósa.
Þær fylgdust að inn í borðstofuna og þaðan inn í
hjónahúsið, sem var ólæst vegna þess að nú var mið-
vikudagur og Geirlaug þurfti að skúra gólfið. Rósa at-
hugaði allt hátt og lágt. Það var allt hreint og vel útlít-
andi. „Þú ert jafn þrifin og dygg, Geirlaug mín, hverj-
um sem þú vinnur,“ sagði Rósa með augun full af
tárum. Þarna var allt í sömu sltorðum og hún hafði
yfirgefið það fyrir ári síðan eða rúmlega það. Þarna
héngu handklæðin hennar við þvottaskápinn, hversdags-
fötin hennar í tauskápnum. Geirlaug var fljót að finna
lykilinn. Rósa tók við honum og hampaði honum
stundarkorn í hendinni. Geirlaug sagði henni í hvísl-
andi málróm, þó enginn gæti heyrt til hennar: „Hann
bar orgelið inn í húsið í fyrra haust þegar fór að kólna
og þar var það í allan vetur. Ég lagði alltaf í ofninn
þegar frost var.“ Svo leiðrétti hún mismæli sitt. „Ég'
sagði í fyrra haust, það er ekki nema vor enn þá. Lík-
lega verður margt öðru vísi en það er núna þegar
haustið kemur.“
„Það er vel líklegt, Geirlaug mín,“ sagði Rósa. Svo
benti hún á uppbúið hjónarúmið og spurði næstum
hörkulega: „Hafa þau sængað þarna saman í allan vet-
ur?“
„Nei, nei gerðu í guðsbænum nei,“ flýtti Geirlaug
sér að svara. „Það veit ég að aldrei hefur komið fyrir.
Bezt gæti ég trúað því, að hann hefði læst dyrunum.“
Rósa gekk fram í skrifstofuna og bráðlega heyrðust
fínir orgeltónar fram í eldhúsið. Geirlaug stakk bros-
andi andlitinu inn í dyrnar. „Það lítur út fyrir að vera
óskemmt, sem betur fer,“ sagði hún.
„Já, það er í ágætu lagi,“ sagði Rósa.
„Það var ágætt. En hvað það er gaman að heyra í
orgelinu,“ sagði Geirlaug. Samt sýndist henni Rósa
Heima er bezt 67