Heima er bezt - 01.02.1960, Page 32
I
vera allt annað en ánægð á svipinn, þó hann hefði léttst
ofurlítið. Þau gátu verið grálynd forlögin.
Geirlaug mátti samt ekki vera svo hrifin af orgel-
tónunum, að hún gleymdi sínum verkum. Kaffið varð
hún að fara með til vinnufólksins. Hún bauð Rósu
kaffi, en hún ætlaði að eiga það til góða þangað til hún
kæmi aftur. Þá vafði Geirlaug kaffikönnuna innan í
þykka ullarflík, lét kleinur í lítinn kassa og lagði af
stað upp til mógrafanna. Hún var komin upp á túnið
þegar hún sá Kristján á heimleið og stika stóran. Hún
flýtti sér heim til að segja Rósu tíðindin. „Það hefur
sjálfsagt brotnað skófluskaft eða eitthvað orðið að verk-
færunum.“
„Læstu mig bara inni og láttu lykilinn þar sem hann
var,“ sagði Rósa. „Reyndar verður ekki hjá því komizt
að sjá hann,“ bætti hún við.
Geirlaug gerði eins og fyrir hana var lagt og flýtti
sér svo upp á túnið, greip böggla sína og mætti hús-
bóndanum rétt fyrir ofan túngarðinn. „Ég hefði getað
sparað mér að rölta þetta,“ sagði hún. „Þú hefðir hald-
ið á þessu upp eftir fyrst þú ert á ferðinni.“
„Þú skalt halda áfram upp á Vörðumelinn, þar kem-
ur Sveinki á móti þér,“ sagði hann, og var áreiðan-
lega mikið niðri fyrir. Henni var órótt og ekki batnaði
henni þegar hann spurði hvort hún væri með skrif-
stofulykilinn í vasa sínum.
„Ég er ekki vön að bera lyklana á mér,“ svaraði Geir-
laug í hálfgerðum kjökurrómi. „Hann er víst þar sem
hann er vanur að vera.“ Þar með skildu leiðir þeirra.
Hún var þess fullviss að hann hefði grun um hver
heima biði, en hvaðan hafði hann þá vitneskju nema
ef Leifi hefði vitað það. Ótrúlegt að hann hefði ekki
verið búinn að segja öllum frá því, slúðrarinn sá.
En Leifi hafði enga hugmynd um að Rósa væri kom-
in í nágrennið. Kristján hafði sjálfur séð konuna, sem
sýndist ganga léttfætt, þó spor hennar væru þung utan
melana kvöldið áður. Hann hafði staðið við stofu-
gluggann og beðið með öndina í hálsinum eftir því að
hún gengi heim að túnhliðinu, en hún hafði aðeins
stanzað augnablik á vegamótunum og haldið svo áfram
suður að Þúfum. Allan morguninn hafði hann haft aug-
un á Þúfnabænum, en aldrei séð henni bregða fyrir.
Líklegast var, að hún hefði farið út eftir aftur um
nóttina. En þegar hann sá gest fara heim að Hofi þótt-
ist hann viss um að það væri Rósa. Hann sagði Leifa
að skaftið á skóflunni væri að bila. Hann ætlaði að
skreppa heim til að ná í aðra.
„Því ekki að láta strákinn fara,“ gall í Ásdísi. „Hann
getur hvort eð er ekki kastað upp úr, og ekki geri ég
það.“
„Það var enginn að tala um að þú gerðir það,“ sagði
Kristján. „Kaffið er nú á leiðinni. Svo getur þá Bogga
kastað upp úr, ef ég verð ekki kominn.“
Leifi gaf sér tíma til að skoða skófluna og gat engan
bilbug fundið á henni. „Hvað svo sem skyldi vera í koll-
rnum á honum. Skóflan er heil, en hann hefur alltaf
verið með augun heima á Hofi í allan dag,“ sagði Leifi.
„Ég er smeykur um að þú lítir ekki nógu vel eftir hon-
um núna, Ásdís.“
„Láttu ekki eins og bjáni. Ég lít eftir honum, það
máttu vera viss um,“ sagði Ásdís og hló ánægjulega.
„Það er varla hægt að sjá að kerlingargarmurinn mjak-
ist úr sporunum með kaffið, þarna neðan melana,“ bætti
hún við.
„Það er alveg rétt hjá henni að hlaupa ekki af sér
tæmar, því enginn þarf að búast við því að Kristján
virði það við nokkra manneskju þó hún vinni eins og
hamhleypa. Því finnst mér að þú ættir að láta svolítið
minna. Kannske sneri hann þá sjaldnar út úr því, sem
þú segir,“ sagði Leifi. „Og svo máttu vera viss um að
hann rekur þig burtu þegar þú ætlar að fara að leggj-
ast á sængina.“
„Þú skalt nú bara sjá hvort ég læt fara svoleiðis með
mig,“ sagði Ásdís hreykin.
Rósa var hætt að láta heyrast í orgelinu, en beið og
hlustaði. Hún heyrði gengið þungum skrefum inn um
dyrnar og göngin, telcið í handfangið á hurðinni, farið
inn í baðstofuna. Þá færði hún sig út að glugganum og
reyndi að vera róleg, meðan verið var að opna hurðina.
Hún sneri baki að dyrunum og horfði út um glugg-
ann. Kristján stanzaði í dyrunum. Hann var ekki viss
um að þetta væri Rósa, sem sat þarna. Hann bjóst við
að sjá þarna konu á íslenzkum búningi, með fléttað hár
og skúfhúfu. En þarna sat kona með hárið vafið í
hnút aftan á höfðinu. Blá kápa og ljósleitur stráhattur
lágu á stól rétt hjá orgelinu, sem var opið. Það gat eng-
in önnur verið en hún. En mikill var sá munur eða sjá
tærða vesalinginn, sem hann bar á handleggnum út úr
bænum fyrir ári síðan. Hann ræskti sig, en hún leit
ekki við.
„Góðan daginn! Rósa mín. Vertu velkomin heim,“
sagði hann, en gat ekki heyrt að hún tæki undir kveðj-
una. Þá gekk hann til hennar, lagði hendina yfir herð-
ar henni og kyssti hana tvo kossa á vangann. „Ég var
að bjóða þig velkomna heim. Heyrðirðu það ekki?“
„Það er óþarfi að vera að því. Þú veizt að ég kem
sem gestur, en ekki húsmóðir. Það get ég aldrei orðið
framar,“ sagði hún hljómlausri röddu.
„Það finnst mér þú getir orðið. Hér er allt með sömu
ummerkjum og þegar þú fórst. Orgelið bíður eftir þér
í góðu lagi. Ég hef hugsað um það eins og krakka, því
það var þín síðasta bón að ég gerði það. Enginn hefur
snert á því fyrr en þú núna.“
„Hefur ekki séra Gísli tekið í það? Ég bað hann að
vita hvort það væri ekki í lagi.“
„Hann hefur aldrei minnzt á það. Enda hefði ég
ekki leyft honum að snerta það.“
Hún anzaði því engu. Það varð leiðinleg þögn, sem
hann rauf með uppgerðar mýkt, sem var honum óeðli-
leg: „En hvað það er ánægjulegt að sjá þig aftur svona
feita, blómlega og fallega, ekta kaupstaðardömu.“
„Það er það sem ég skil ekki að slíkt geti glatt þig,“
sagði hún fálega.
„Jú, það gleður mig mikið, góða mín. Ég veit að allt
verður eins og það var áður. Þú ferð ekki að yfirgefa
68 Heima er bezt