Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1960, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.02.1960, Qupperneq 33
Hof fyrst þú ert orðin heilbrigð. Ég hef ekki gleymt því hvað þú áttir bágt með að fara héðan í fyrra vor.“ „Það var eðlilegt. Þá óttaðist ég að ég væri á förum frá barninu mínu og öllu sem mér var kærast. Þá gat ég kvatt þig sem eiginmann en ekki svikara, sem leggst með vinnukonunni áður en eiginkonan er búin að ná fullri heilsu. Hver skyldi hafa heyrt annað eins.“ „Þú hefur engar sannanir fyrir því að ég sé faðir að barni vinnukonunnar, þó séra Gísli hafi sagt þér svona skáldlega frá því. Það eru víst nógir aðrir karlmenn, sem þar geta komið til greina,“ sagði Kristján. „Dettur þér í hug að séra Gísli hafi farið að segja mér svona lagað í óaðspurðum fréttum. Það var ólíkt honum, þeim orðvara manni. En mikið er ég þakklát honum fyrir að aftra mér frá að fara norður og vita ekkert hvað mín biði fyrr en ég kæmi heim og það með drenginn.“ „Komstu þá ekki með drenginn núna?“ spurði hann. „Nei, hann fór austur á land með mömmu. Ég ætla að láta hann standa utan við þetta andstyggðar skilnað- arþras. Þú getur fengið hann seinna í sumar ef hann vill vera hér án mín.“ „Ég gef þér aldrei eftir skilnað," sagði hann reiður. „Þú getur ekki haft á móti því, fyrst þú ert orðinn brotlegur; enda þótt þá gæfir hann ekki eftir, dytti mér aldrei í hug að búa með þér hér eftir. Þú verður ekki í vandræðum með bústýruna, þar sem þú hefur þessa duglegu stúlku, sem aldrei ætlar að yfirgefa þig.“ „Já, það er satt. Ásdís er dugleg stúlka, svo dugleg, að ég hef aldrei haft eins duglegt hjú. Það er sama að hverju hún gengur. Ég veit, að þú lætur skynsemina ráða, þegar þú ert komin undan yfirráðum móður þinnar. Þú ferð ekki að skilja við mig, þó þetta kæmi fyrir, því að mér dettur ekki í hug að bera á móti því að ég hafi fallið. En hér er líka sá blómabúskapur, að ég hef aldrei búið eins vel; meir en þriðjungur af án- um tvílembt, og allt er það Ásdísi að þakka. Nú skaltu bara taka við búsforráðunum, eins og ekkert hafi í skor- izt. Svo verður Ásdís hér. Ég lofa því að slíkt komi aldrei fyrir aftur.“ Hann reyndi að tala hlýlega, þó hún heyrði gremj- una niðri fyrir. „Svo geturðu sofið í stofurúmi ein, svona meðan þú ert að sættast við mig. I Þúfum er ekki heppilegt fyrir þig að vera. Það hefur sjálfsagt frætt þig nóg um mig og mitt heimili í vetur, fyrst þú vilt hlífa prestinum við fréttaþvaðrinu.“ „Það sagði mér það ekki heldur. Þér má víst standa á sama hver gerði það. Það er nokkuð sem kemur í ljós með tímanum,“ sagði Rósa, stóð upp og greip kápuna sína og klæddi sig í hana. „Þú þarft ekki að vera að hugsa til brottferðar. Geir- laug kemur heim rétt strax. Ég fer upp í mógrafir. Það er mitt hlutskipti að vinna og þræla. Við tölum betur um þetta seinna. Mundu, að það var okkar stóri draum- ur að verða sjálfseignarhjón á Hofi. Láttu þann draum ekki verða endasleppan. Aldrei hef ég haft eins góðar ástæður til að borga og einmitt núna.“ „Mér hefur aldrei dottið í hug að þú fengir Hof keypt, hvað sem greiðslumöguleikunum líður. Mamma hefur aldrei selt þér jörðina,“ sagði Rósa. „Mátti henni ekki vera sama, fyrst hún gat ekki eða vildi ekki búa hér áfram? Það hefði þó verið æski- legast fyrir ykkur báðar. Hún þaut burtu og þóttist vera heilsulaus en það var ekkert nema fyrirsláttur. Og ekki nóg með það, heldur kom hún þér til að haga þér eins, svo að hún gæti skilið mig eftir einan við búskaparbaslið.“ „Hvernig geturðu látið annað eins og þetta út fyrir varirnar?“ sagði Rósa skjálfrödduð. „Náttúrlega var það alltaf það, sem þú bjóst yfir, þó að þú létir það aldrei beint í ljós, að það væri ekkert að mér annað en vesaldarháttur og ímyndun. Ég þóttist vita, að það væri einhver snefill af meðaumkun, eða kannske þú skamm- aðist þín fyrir það. En slíkar tilfinningar hefurðu ekki í þínu fari, fyrst þú segir það nú, eftir að ég er búin að vera á sjúkrahúsi margar vikur og mánuði.“ „Nei, vertu nú ekki svona æst. Ég veit að þú varst mikið veik, en þér hefði áreiðanlega getað batnað hér heima og aldrei þurft að fara suður,“ sagði hann í mildari tón en áður. „Það hefur verið tíminn sem bætti þér, en ekki læknarnir. Móðir þín hefur bara fundið upp á þessu, að fara með þig og drenginn burtu frá mér. Hún hefur vitað, að með því gæti hún náð sér niðri á mér.“ „Fyrir hvað?“ spurði Rósa kafrjóð af gremju og ákafa. „Ja, það get ég ekki sagt þér. En ég veit það bara, að hún gat ekki litið mig réttu auga eftir að hún vissi að við vorum trúlofuð. Líldega hef ég ekki verið nógu merkilegur sem tengdasonur handa henni,“ sagði Krist- ján og færði sig til dyranna. „Ég tala við þig seinna. Vinnan gengur ekkert, ef ég tef hér lengur. Sæl á meðan.“ Svo hvarf hann fram úr dyrunum. „Hann hopar af hólminum. Það sýnir, að eitthvað er óhreint eða óþægilegt við að svara spurningunni,“ hugsaði Rósa. Hún tafði fram á kvöld hjá Geirlaugu. Tók það, sem hún átti sjálf af þvottinum, úr skápnum. Skildi náttúrlega mikið eftir. Éötin sín lét hún hanga þar sem þau höfðu verið. Ásdís gat ekki troðizt í þau, svo að þau yrðu í friði fyrir henni. Hún gekk um algróið tún- ið og leit inn í hvert hús. Allt var það snyrtilega um gengið hjá Kristjáni, eins og vanalega. Hún beið þang- að til kýrnar voru látnar inn, svo að hún gæti séð eftir- lætiskúna sína, gjöfina frá móður hennar, og kýrefni undan henni sem kæmu í gagn með haustinu. Þetta var allt talsvert skrýtið. Rjúpa hafði aldrei gefið þeim kvígu í búið fyrr en þessa, og nú var hún orðin stór og falleg, en þá höfðu forlögin verið svona glettin. Hún fengi ekki að njóta hennar. Þetta sagði hún við Geir- laugu í fjósinu. Svo bætti hún við: „Reyndar veit ég ekkert hvað mamma hugsar sér. Hún bað mig að skila því til þín, að þú skyldir ekki ráða þig næsta ár, hvorki hér eða annars staðar, fvrr en þú heyrðir eitthvað frá sér.“ „Ég býst ekki við að margir kæri sig um mig,“ svar- Heima er bezt 69

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.