Heima er bezt - 01.02.1960, Qupperneq 34
aði Geirlaug, „en hér get ég ekki verið lengur en ef
ég held það út til næsta vors.“
Geirlaug minntist ekki á það við heimilisfólkið að
neinn hefði komið.
Þegar Bogga sagði að sér hefði sýnzt einhver vera
með henni, þegar hún hefði verið að reka kýrnar heim,
var Kristján fljótur að svara: „Þú hefur verið heldur
glámskyggn þá. Það hefur líldega verið svarti kálfur-
inn, sem þú hefur séð.“
„Já, það var einmitt hann. Ég lét hann elta mig,“
sagði Geirlaug og brosti svo ánægjulega að Ásdís tók
eftir því og spurði, hvort það ætti að verða einhver
eftirlætisskepna, þessi kálfur. Þá brosti Geirlaug enn
þá meira og Kristján glotti líka. Þá hætti Áslaug alveg
að skilja hvað gleddi þau en eitthvað var það, sem þau
tvö vissu, en aðrir áttu ekki að heyra eða sjá.
Næsta dag var lagt af stað í annað sinn í móinn. Þeg-
ar þau voru nýlega komin upp eftir, varð Kristján að
horfa á það með mikilli gremju, að Mundi í Þúfum
þeysti fram á Sel og kæmi með Bleik Rósu í taumi og
riði svo heim að Hofi, sjálfsagt til að ná í reiðtygin
hennar. Hún ætlaði sjálfsagt að fara að ríða út með
séra Gísla.
„Ég sé ekki betur en það sé Bleikur Rósu, sem verið
er að sækja frá Þúfum,“ kallaði Ásdís ofan í gröfina til
Kristjáns.
„Það eru víst fleiri bleikir hestar til en hann,“ anzaði
hann geðvonzkulega.
„Ég veit ekki til að það eigi neinn bleikan hest. Það
veit Bogga ekki heldur,“ kallaði hún á ný.
Því anzaði Kristján engu en hamaðist svo við stung-
una að Leifi hafði ekki við að kasta upp og bað hann í
öllum bænum að drepa sig ekki alveg. Gröfin væri að
fyllast af hnausum. Þá hætti Kristján að stinga en þreif
gaffal og kastaði upp úr með Leifa.
Nokkru seinna sáust tvær konur ríða inn strönd, svo
að ekki ætlaði Rósa að ríða út með prestinum. Það var
þó bót í máli.
Um kvöldið, þegar Kristján kom heim, rakst hann á
Bleik við túngirðinguna og reiðhest Laugu með hon-
um. Þær höfðu gert sér glaðan dag vinkonumar, á
meðan hann og Stefán höfðu þrælað í mónum. — Það
mátti segja að maðurinn væri þræll konunnar, hugsaði
hann og svitnaði af gremju.
„Og víst er það Bleikur þinn,“ hrópaði Ásdís, sem
var þó nokkurn spöl á eftir karlmönnunum. „Ég þótt-
ist þekkja hann. Ég skil nú bara ekkert í þér, Kristján,
að líða annað eins og þetta. Það er meir en lítið óvand-
að fólk þarna í Þúfum. Það verð ég að segja. Ég var nú
einmitt að hugsa mér að bregða mér fram að Giljum,
þegar við værum búin að ná upp mónum, og vita hvern-
ig karl og kerling hefðu það. Þá ætla ég að fara á
Bleik. Ég er ekki búin að gieyma, hvað hann var yndis-
legur í myrkrinu í fyrra haust. Það var örlagaríkur
túr, segir Stína gamla á Bala.“
„Þú getur víst fengið einhvern annan hest en Bleik,“
sagði Kristján.
„En ég geri mig ekki ánægða með annað en frúar-
hestinn og frúarsöðulinn,“ svaraði hún hlæjandi.
Því anzaði Kristján engu.
Um kvöldið, þegar búið var að borða, fór Kristján
að raka sig og fór í skárri fötin og gekk suður að
Þúfum. Slíkt var óvanalegt. Leifi talaði líka um það
við Geirlaugu, hvað myndi koma honum til að heim-
sækja nágrannana í Þúfum.
Ásdís var svo fljót til svars, að Geirlaugu þótti vænt
um að þurfa ekki að tala:
„Náttúrlega ætlar hann að rífast um þennan bölvað-
an yfirgang sem það sýnir, að taka hestinn eins og það
eigi hann og þeysa á honum eitthvað um sveitina. Ég
hef nú bara aldrei vitað annað eins.“
„Ég skil nú bara ekkert í því,“ sagði Leifi. „Hann
hlýtur að hafa verið búinn að lána því hestinn, eða þá
að Rósa hefur selt Stefáni hann eða gefið.“
Því sagðist Ásdís ekki svara. Skárri væri það nú uppá-
tækið, ef hún seldi hestinn án hans vilja. Það var nú
bara eins og hver önnur heimska að láta sér detta það í
hug’ /
„Ojá, heimska og heimska ekki,“ sagði Leifi drýg-
indalega. „Ég þykist nú skilja allt saman. Hún er orðin
sæmilega myndarleg, hún Anna litla í Þúfum. Hann
hefur lánað henni klárinn og er nú á leiðinni til að tala
um borgunina. Hann er nú búinn að sýna það árið
þetta, að hann er þó nokkuð upp á kvenhöndina. Sá
skálmar þó! Hann er ekki eins þreyttur og ég, þó hann
hafi unnið eins og hann væri vitlaus í dag, og ætlaði
aldeilis að drepa mig.“
Ásdís hnussaði að heimsku hans.
„Komdu þá hérna út að glugganum og sjáðu hvað
skeður þar suðurfrá. Þarna fer hann heim túnið, og
hún trítlar við hlið hans, en ekki þó alveg fast upp
við hann.“
Ásdís tróðst út að glugganum og horfði stóreyg á
sannleikann uppmálaðan. Þarna komu þau og settust á
sína þúfuna hvort yzt á túninu.
»Ég á nú bara ekkert orð til yfir þessu,“ sagði Ásdís.
Hún fór út og kom inn aftur, og alltaf sátu þau þarna
á einmæli.
Geirlaug spurði Ásdísi hvort hún vildi ekki fara að
hvíla sig eins og hitt fólkið, sem í gröfunum hefði
verið.
„Ég er nú svo aldeilis hissa á þessu framferði Krist-
jáns,“ sagði Ásdís. „Hann er ekki vanur að slíta skón-
um sínum á því að heimsækja Þúfufólk. En það er ekki
nema von að hann þoli ekki þennan yfirgang.“
„Líklega kemur þér ekki við hvert hann fer,“ sagði
Geirlaug stutt í spuna.
Ásdís fór loks að hátta og sofnaði fljótt, því að hún
var yfir sig þreytt og hafði því ekki hugmynd um
hvenær Kristján kom heim. En hann reis óvanalega
seint úr rekkju morguninn eftir vinnufólkinu til mik-
illar ánægju.
Veðrið var hálf kaldranalegt og útlit fyrir úrfelli.
Svipur húsbóndans var álíka þungbúinn. Framhald.
70 Heima er bezt