Heima er bezt - 01.02.1960, Page 35

Heima er bezt - 01.02.1960, Page 35
HEIMA ______________ BEZT BÓKAH I LLAN Þorbjörg Árnadóttir: Pílagrímsför og ferðaþættir. Akureyri 1959. Bókaforlag Odds Bjömssonar. f bók þessari eru ferðaþættir frá Evrópu, Ameríku og fslandi. Höfundur hefur víða farið og skyggnzt með athugulu auga um menn og umhverfi. Frásögnin er létt og með sérstökum þíðleika- blæ, sem gerir lestur bókarinnar hugnæman. Ein með beztu frá- sögnunum er um New York, en þá borg sér höfundur með öðrum hætti en ferðamenn, sem koma þangað í skyndiheimsóknir. f stuttu máli sagt er margt á bókinni að græða, bæði fróðleik og skemmtan. Nokkrar myndir prýða bókina, bæði ljósmyndir og teikningar. Smávilla er þar í einum texta. Rauðviður á að vera stórviður. Þetta eru skyldar tegundir en þó býsna ólíkar. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Kaupfélag Héraðsbúa 50 ára. Reykjavík 1959. Bókaútgáfan Norðri. Hér er rakinn aðdragandi að stofnun Kaupfélags Héraðsbúa og starfsemi þess í hálfa öld. Er þar margt fram talið af mikilli ná- kvæmni og margar merkar upplýsingar um verzlunar- og hagsögu Austurlands á þessu tímabili. Þá er þar einnig stutt lýsing á hér- aðinu, einkum með tilliti til samgangna. Ýmis nýstárlegur fróð- leikur er þar, eins og til dæmis að hreindýrabeitin hafi forðað af- réttum á öræfunum þar eystra frá uppblæstri og eyðingu. Ekki síður það, að mynd þá, sem bókin flytur af Múlahöfn við Héraðs- flóa og tekin er eftir ferðabók Olaviusar, hafi Olavius sjálfsagt fengið hjá danska mælingamanninum Minor. Þó stendur á mynd- inni, að hún sé teiknuð af Sæmundi Hólm, og þar að auki mældi Minor hvergi á landinu, nema frá Fuglaskerjum syðra norður um Snæfellsnes. En um slíka smámuni munar ekki þar. Margar myndir prýða bókina, þar á meðal fimm af kaupfélagsstjóranum. ólafur Briem: fJtilegumcnn og auðar tóttir. Reykjavík 1959. Menningarsjóður. Skemmtileg bók um hugðnæm efni. Frá fornu fari hefur úti- legumannatrúin átt mikil ítök í hugum fólksins, þótt menn viti nú, að niegnið af útilegumannasögunum sé hreinn skáldskapur, draumur fátækrar þjóðar um betri lífsskilyrði. En gamlar rústir og mannvirki í óbyggðum vekja þó alltaf ímyndunaraflið, og sög- urnar verða ljóslifandi á ný. Ólafur Briem og samstarfsmenn hans hafa kannað allar kunnar minjar um útilegumenn víðs vegar á landinu og safnað saman þeim sannsögulegum heimildum, sem fyrir hendi eru, og birtist árangurinn af þeim rannsóknum í bók þessari. Er þetta skemmtilegur fróðleikur. En þó hljóta manni að renna til rifja þau ömurlegu örlög, sem hafa knúið menn til að draga fram lífið við slík skilyrði, sem vistin í útilegumannakof- unum hefur boðið. Lýsingar allar eru glöggar og greinargóðar, og fylgja þeim ágætar myndir. Erlingur Friðjónsson: Fyrir aldamót. Reykjavík 1959. M. F. A. Hér segir frá uppvaxtar- og æskuárum höfundar, foreldrum hans og frændum. Nákvæm lýsing er af æskuheimili hans, Sandi í Aðal- dal, búskaparháttum öllum, vinnubrögðum og heimilisbrag. Er það gagnmerk þjóðlífslýsing sakir þess, hversu nákvæmlega allt er rakið. Þá er mikið af kveðskap í bókinni, og er þar mörg smellin staka, og sýnir sá þáttur, hversu skáldhneigðin hefur verið þeirn Sandsfrændum í blóð borin mann fram af manni. Mörgum mun þykja fengur í lýsingum höf. á bræðrum sínum, Guðmundi og Sigurjóni, en hins vegar kynnist lesandinn höfundi sjálfum rninna en skyldi. En þessi bók er einungis upphaf langrar sögu. Vonandi er, að höfundi endist aldur til að skrifa framhaldið, um þann merkilega þátt, sem hann hefur lagt til sögu íslenzkra félagsmála og baráttu hans í fremstu röð í verklýðshreyfingunni. Þá sögu mun fáum betur treystandi til að rita. Halldór Halldórsson pró- fessor skrifar ágætan formála að bókinni. Guðmundur G. Hagalín: Fílabeinshöllin. Akureyri 1959. Bókaútgáfan Norðri. Höfundur rekur í bók þessari viðburði nokkurra ára úr lífi sínu. Búskap í Kópavogi, húsakaup, ritstörf og viðskipti við ná- ungann. Ekki gerast þar nokkrir stórviðburðir fremur en í lífi flestra okkar, en Hagalín fer af þeirri list með hversdagslega hluti, gæðir þá lífi og litum, svo að úr verður listileg frásögn, sem les- andinn teygar í sig. Oft hefur Hagalín vel tekizt um ævisögu- ritun, bæði af sjálfum sér og öðrum, en sennilega hefur honum hvergi tekizt betur upp en í sumum köflum þessarar bókar. Frá- bærlega góðir eru kaflarnir um foreldra hans og ævilok þeirra, svo og allar mannlýsingar, sem þar koma fyrir. Lesandinn gjör- þekkir allt fólkið, og það sem mest er um vert, honum verður hlýtt til þess alls, og ef til vill er hlýjan sú tilfinning, sem hæst l>er í bókinni. Kemur það ekki einungis fram við fólkið, heldur einnig í frásögnunum um dýrin. Og þar eru þau öll samvalin, höf- undur, kona hans og sonur. Hagalín hefur lengi verið kunnur af mannlýsingum sínum, en í þessari bók sýnir hann, að hann kann að skrifa um dýr af engu minni list. Meira að segja jafn leiðin- legar skepnur og hænsni verða skemmtilegir félagar, þegar hann fer að segja frá þeim. Og ekki má gleyrna hinni góðlátlegu kímni höfundar, sem þarna er í essinu sínu. Sums staðar verður frásögn- in þó of langdregin, en svo koma kaflar, þar sem höfundur fer á slíkum kostum, að fágætt er. En einna bezt þykir mér þó niðurlag sögunnar, þegar fjölskyldan verður að skilja við eftirlætishundinn Víga. Þar er hárfín list í frásögninni. Gunnar Dal: Októberljóð. Reykjavík 1959. Bókaút- gáfan Norðri. Gunnar Dal hefur þegar getið sér góðan orðstír fyrir ljóðabækur þær, er hann hefur gefið út. 1 þessari bók er nokkurt úrval eldri ljóða og önnur ný. Bæði eru þar rímuð ljóð og órímuð. Mörg kvæðanna eru falleg, gædd skáldlegu hugarflugi og myndauðug. Verða þau lesandanum því hugstæðari, sem þau eru oftar lesin, en eru sum að minnsta kosti nokkuð heimspekileg til að fanga hugann við fyrstu kynni. En ljóst er, að höfundur er betur í ess- inu sínu, er hann kannar hin heimspekilegu djúp og mannlegar sálir, en þegar hann yrkir ádeilur á samtíðina. Furðulegt má það teljast, að maður sem jafn gott vald hefur á rími og máli, skuli freistast til að fikta við tízku hinna órxmuðu ljóða, sem hvorki verða lærð né lesin. Bókin er læsilega gefin út, með teikningum og leturskrauti, sem mér satt að segja finnst ekki mikið til um. Hlýlegum Ijóðum, sem leita á hugann, hæfir bezt látlaus bún ingur. St. Std.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.